Lesbók Morgunblaðsins - 29.03.1945, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 29.03.1945, Blaðsíða 11
LESBÓK MORfíUNBLAÐSINS 8 187 ÁSÆLNI KONUNGSVALDS- INS FYRR Á TÍMUM I , — Eftir S. K. Steindórs — Fyrir ntan hina ógrímuklæddu „ráns-mensku“ konungsvaldsins til lausafjár og jarðeigna hjcr á landi, var skatta-kúgun í mörgum mynd- um, alveg gífurleg. Aðgætandi er fyrir ])á nútímamenn, sem margir greiða mjög há gjöld af góðum efn- um, sem betur fer, og fá í staðinn, hin margháttuðustu menningar- hlunnindi, — að á þeim tímum, urðu flestir að greiða há gjöld af allsleysi sínu, og fengu alls ekkert í staðinn, — utan hortuga og skiln- ingssljófa umboðsmenn konungs- valdsins, sem lítt skeyttu um vel- ferð þjóðarinnar. Þó undantekning! væri einnig frá þeirri reglu, rtg stundum hittist svo á, að hirðstjór- arnir eða umboðsmenn þeirra, væru hinir ágætustu menn. Einnig bar það oft við að Dana- konungar kröfðust þess af íslend- ingum, að þeir legðu nokkuð af mörkum, til að standa straum af herkostnaðar-braski þeirra. Og lenti það að jafnaði í hlut biskup- anna, að bægja þeirri vá frá dyrum. En óhætt er að segja, að það voru miklar fjárupphæðir, sem árlega um margar aldir streymdu út úr landinu á þennan hátt. Þó ekki sje minst á verslunarmálin. — Enda sannaði Jón forseti Sigurðsson, að inneignir íslendinga í Danmörku væm orðinn gildur sjóður. „Margur fær af litlu lof“ — er upphaf einnar af hinum landskunnu ferhendum Sigurðar Breiðfjörð. Sannast það á Páli Stígssyni hirð- stjóra. Því Jón próf. Ilalldórsson, segir um hann í „Hirðstjóra-Ann- Onnur grein ál“ sínum: „Hanii liefir verið hjer á landi hinn merkilegasti og nyt- samlegasti hirðstjóri, og á þeim tíma hinn helsti og stjórnsamasti aðstoðarmaður biskupanna, eður svo sem veraldlegur biskup, í því að banna og aftaka pápiska vantrú og hjegómlegar hjervillur". — Að- stoð hans við biskifpana sjest meðal annai’s ljóslega af því, að það var hann, sem þvingaði Gísla Jónsson biskup, til að láta af hendi við kon- ung, Suðurnesja-jarðir, undan Skál holtsstað. — Enda mun í flestu, stjórnarmið hans hafa markast af því, hvernig auka mætti sem mest tekjur konungs af landinu, og voru af hans hálfu ekki altaf að minsta kosti, notaðar sem ráðvandlegastar aðferðir, til að svo mætti vera. Árið 1565 kom Páll Stígsson hing að til lahds af konungsfundi, held- ur færandi hendi; hafði hann þá meðferðis lagabálk einn mikinn staðfestan af konungi, varðandi „legorðs-mál“. Var lögum þessurn beitt ósleitilega með notadrjúgum árangri fj’i'ir konuhgsvaldið hjer á landi. Því eignir þeirra, fastar og lausar, sem í ógæfu rötuðu af þess- um sökum, runnu í konungssjóð. En hinir seku voru að jafnaði líflátnir, ef um ítrekuð brot var að ræða. Yoru karlmenn höggnir, en konum, var drekt. Fyrir siðaskifti, hafði dómsvald í þesskonar málum, verið í höndum biskupanna, og mtm aldrei hafa ver ið látið varða lífláti. En fjárscktir verið látnir nægja, sýnist þó svo sem þær hafi verið nokkuð á reiki, og ekki altaf farið eftir föstum „taxta“, en meira eftir efnahag þeirra er brotlegir urðu; rann það fje til kirkjunnar, og stuðlaði nokk- uð að auðsöfnun hennar. — En það fje rann ekki úr landi á þeim tím- um. , Svo virðist þó sem ýmsum hafi þótt þessi löggjöf vera nokkur framför, frá því sem áður var. Þannig segir Jón próf. Ilalldórsson, að fram að þeim tíma, hafi „legorðs- málum“ „allsjaldan verið refsaði með lífs eður líkamsstraffi". — Jón segir ennfremur: „Að saurlífis- fólki“ hafi þótt lagabálkur þessi svo strangur, að það hafi kallað hann ,,Stóradóm“. — Virðist það Vera rjettnefni, því hann átti sök á lífláti margra íslendinga, stórfelld- um eignámissi og margskonar böli öðru. Ekki voru biskuparnir við þetta mál riðnir, sem þó hefði verið eðlilegast, þar sem um jafnvíðtæk siðferðismál var að ræða. Þeim hef ir verið alveg ljóst, til hvers „ref- irnir hafa verið skornir“. Og sjeð að siðlætið hefir aðeins verið haftað yfirvarpi, til óskammfeilnustu fjár öflunar í kongssjóð. Hvorki áttn biskupar nje prestar, sæti í dómn- um, sern þó var skipaður 24 mönn- um. ^tóridómur var að nafninu til við lýði nokkuð fram á 18. öld, en þó tók hann furðufljótt að gerast „ellimóður“, og var beitt af mis jafnlega mikilli hörku, enda var

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.