Lesbók Morgunblaðsins - 29.03.1945, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 29.03.1945, Blaðsíða 13
IÆSBÓK MORGUNBLAÐSINS 189 getur þó verið að mjer hafi sjest yfir eitthvert hjáleigu-kotið, þo munu ekki vera mikil brögð að því. Ætlun mín er að bregða upp nokk- urri mynd, nf ástandinu í þessumj efnum, eins og það var á þeim tíma. Gleggst hefði þó síi mynd orðið, ef unt hefði verið að greina frá land- skyldum, leigum og kvöðum,’ á hverri jarðeign fyrir sig, en það befði orðið alt of umfangsmikið. Ekki hefir búskapurinn um 1700 verið burðugri en svo, að margar jarðir sem nú þykja rjett notaleg- ar einbýlisjarðir voru þá í tvíbýli, . en márgbýli á hinum stærri jörðum. Er því búendatalan allmiklu hærri en jarðatalan. Mikil breyting varð þó á því, alveg á næstu árum, því í Stóru-bólu 1707 varð mannfallið svo ótrúlega mikið, og lögðust þá marg- arjarðir í eyði og hafa sumar þéirra ekki verið í ábúð síðan. Grindavíkurhreppur, er fyrstur talinn, þar var viðhorfið þannig, að Skálholtsbiskupum, hafði tekist að hindra ágengni konungsmanna, að heita má algjörlega. Átti Skálholts- stóll 30 jarðir og hjáleigur í þeim lireppi. Þar á meðal stórbýlið Krýsu vík með ö hjáleigum. ITafði þar verið um langan aldur beneficiúm, sem þýðir þar sem það kemur fyr- ir, að þar sje kirkjustaður og að kirkjan átti fullan helming jarðar- innar, en hinn hluturinn var í einka- eign, oftast staðarhaldarans. En það að Skálholtsstaður átti á ]>ess- um tíma alla Krýsuvík, stafaði af heldúr leiðinlegu braski milli Gísla biskups .Tónssonar og Páls hirð- stjóra Stígssonar. sem lesa má um í Biskupasögum Jóns Tlalldórssonar. Ekki voru í Grindavík kongseignir aðrar en llúsatóftir með 2 hjáleig- ura; munu þær eignir á fyrri tíraum hafa hevrt undir Viðeyjarklaustur. En ekki var þó í ölHnft Grindavík- urhreppi ein einasta jarðeign, sem bændur áttu eða aðrir einstakling- ar. Hafnarhreppur, þar voru þá ekki nema 7 býli í ábúð, og hefir fjölg- að síðan á þeim tíma, munu nú vera þar nær 20 býli. — Fyrst er talin Glámatjöm (= Kalmannstjörn)! trteð 2 hjáleigum, er var eign Þor- kells Jónssonar lögrjettumanns. Bjó hann í Njarðvík, og var leigu- ]iði konungs, þó að hann væri mað- ur stórauðugur og ætti jarðeignir víðsvegar um land. Jón faðir hans, setn einnig var lögrjettumaður, var sonur I lalldórs á Járngerðarstöðum í Grindavík og síðar á Hvaleyri við Ilafnarfjörð. Ilalldór var einn þeirra manna sem Tyrkir hertóku árið 1627, og fluttu út með sjer, kom hann ári síðar aftur hingað til lands, en var svo illa leikinn að hann lifði við örkuml alla æfi eftir það. Systursonur Þorkels í Njarð- vík, var Ólafur Gíslason Skálholts- biskup, hið stakasta valmenni, og einn þeirra fáu Skálholtsbikupa, senr ekki tókst að samrýma það á- rekstralítið, að þjóna bæði Guði og mammoni. Því Ólafur biskup var al- gjörlega öreigi er hann andaðist eftir 7 ára biskupsdóm, en hafði verið sæmilega efnum búinn, er hann hlaut þá tign. En ekki munu landsetar Skálholtsstóls, að öðrura ólöstuðum, hafa átt að venjast mild- ari landsdrottni en honum. Kona Þorkels Jónssonar var Ljót unn Sigurðardóttir, Árnasonar )ög- manns Oddssonar biskups. Einka- barn þeirra hjóna var Jón skóla- meistari Thorkilli’setfi með erfaskrá sinni stofnaði hinn kunna Thorkill- is-sjóð, sem svo mörgu góðu hefir til leiðar komið í Kjalarnesþingi. Jón Þorkelsson var maður stórauð- ugur, er hann ljest, árið 1759, sem Ijóst má verða af því, að eignir hans, fyrir utan jarðir, námu 4000 ríkisdölum. Ilafði hann þó orðið fyrir stórkostlegu fjártjóni, er skip fórst í hafi, með miklum peningum sem hann átti. Ekki munu þó öll þau auðæfi hafa verið arfur, því Jón var maður með afbrigðum fje- gjarn og sparsamur, en vann fyrir mjög góðum launum, sem skjala- þýðandi, eftir að hann setfist að í Danmörku. Merkines í Ilafnahreppi, var eign kirkjunnar í Kirkjuvogi, en kirkju- staðurinn, Kirkjuvogair, með 2 hjá- leigum, var eign 7 manna, en aðal- eigendur voru þeir Björn Þorleifs- son biskup á Hólum og Magnús Björnsson á Espihóli. Foreldrar Björns biskups, voru sjera Þorleifur í Odda, bróðir Sig- urðar lögmanns Jónssonar í Einars- nesi, en móðir Björns var Sjgríður systir hins lærða prests, sjera Báls Björnssonar í Selárdal, sem þrá,tt fyrir l<prdóm sinn, var svo ótrúlega hjátrúarfullur, að þau voru ekki fá galdrabálin, sem hann átti þátt í að kveikt voru. Björn biskup erfði mikil auðæfi, en fjárgæslumaður var hann einginn, svo þau aiiðæfi %'rnuðu mjög í höndum hans. Eng- in börn átti hann. Magnús á Espihóli var sonur Björns sýslum. Pálssonar, Guð- brandssonar biskups. Kona Björns var Ragnheiður Magnúsdóttíjv frá Reykhólum, Arasonar; þau.voru að öðrum og þriðja að frændsemi, syo er þau giftust árið 1655, fengu þait til þess konungsleyfi, og kostaði það 200 ríkisdali. „Og þótti þá nýtt hjer á landi”. Regir Jón próf. ITall- dórsson. Kona Magnúsar var Sigríð ur (eldri) dóttir .Tóns biskups Vig- fússonar, og systir þeirra Sigríðar (vngri) konu Jóns biskups Vjda- líns og Þórdísar konu Magnúsar í Bræðratungu. Magnús bjó stórbúi á ^spihóli, en auðmaður getur hann ekki talist. Kynsæl urðu þau hjón í besta lagi, má sem dæmi nefna, nð dóttir þeirra Ragnheiður, var iuóðir ólafs stiptamtmanns, ættföður hinna fyrirferðamiklu Stephensena. Það er bjartara yfir þessum Htla hrepp, en öðrum þar á Suðurnesj- um, að því leyti, að þær fáu jarð-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.