Lesbók Morgunblaðsins - 29.03.1945, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 29.03.1945, Blaðsíða 12
 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 388 hanu alla tíð afar óvinsæll meðal landsmanna; þó var fólk líflátið eftir honum á 18. öldinni. Dr.'Páll E, ól. betidir á að engu sje líkara, en að Páll Sfígsson hafi unnið eftir fullkomnu skipulögðu kerfi. til að efla konungsvaldið lijer á landi. Hann var íslendingum mjög óhollur í verslunarmálum, og ra’ðii' uin „tilburði til að kenna landsm'önnum meiri undirgefni". — Og ennfremur: „IFætt or við því, að eftir þessu verði þungdæmir um Pál Stígsson þeii' menn, sem mest meta hagsnnmi þjóðarinnar. En konungShollari mann en hann getur ekki'1. (Saga lsl. 4 b. bls. 185F. Þessi maður hlaut þó leg í Islenskri niold, því hann sálaðist á Bessa- stöðum árið 1506, eftir rúmlega 20 ára yéru hjer, og mun líklega fáum öðrurn liafa tekist jafn geypilega, að fjefletta Islendinga. ITefir „Stóri dómur“ þannig verið eitt hið síðasta hryðjuverk hans, gagnvart, Islend- ingum. Páll Stígsson var grafinn framan við altarið í Bessastaða- kirkju, og var stór mariltarahella lögð yfir gröfina, og letrað á hana á lafínit, eitthvað á þessa leið á vorri tungu: Páll Stígsson, danskur hefðarmaður, rjettlátur, siðgóður, vimtr irúarinnar. — Ilefir leghella þessi nú, að tilhlutan Dana, verið grópuð inn í norðurvegg Bessastaða kirkju. Guðbrandur Þorláksson varð bisk up á ITólum 1571, og»rjeði þar ríkj- um með rausn og prýði í 56 ár, til 1627, og hefir enginn maður á Is- landi haft biskupsvald nálægt því eins Iengi. Var hann um flest hinn mesti nýtjamaður og stórfenglegri kirkjuhöfðingi, en flestir aðrir. Ejnn háskalegan meginókost hafði Guðbrandur þó frá sjónarmiði oklc- ar hutíma manna. Og segir dr. P. E. Ó þánnig frá: „Engan konungs- þjón gat á íslandi dyggvari en, hann, I háskólanum hafði hann; sogið í sig danskt andrúmsloft, en í öllurn stofnunum Danmerkur var þar • mestur konungsdaunn“. —> Ekki segir dr. Páll, þetta Guðbrandi til niðrunar, heldur segir hann sög- una, eins og hún gekk fyrir sig og viðurkennir fullkomlega hinn mikla skörungsskap hans og mörgu kosti. Vegna þessarar sprungu eða brests í skapgerð Guðbrandar, stóð hann ekki eins vel á verði gegn á- sælni konungsvaldsins, sem æskilegt hafði verið, og þjóðinni fvrir bestu. Voru þeir Skálholtsbiskuparnir, samtíðarmenn hans, Gísli Jónsson ;og Oddur Einarsson, ólíkt einurð- armeiri gagnvart fulltrúum konungs valdsins hjer á landi, en Guðbrand- ur. „Stóridómur“ aflaði sjer svo mik- illa óvinsælda mfðal þjóðarinnar að jafnvel fulltrúar konungs skirrð- ust við að beita honum mjög, er frá leið. Kom Guðbrandur þá á framfæri við konung, klögun um að þeir sýndu ofmikla linkind í því efni. Var það þó að bera í bakka- fullan lækinn, að hvetja konungs- menn til meira harðræðis gagnvart Islendingum. Og s.jálfur var Guð- brandur ekki einu sinni sýkn gagn- vart þessum lagabálki, því launbarn átti hann; var það dóttir, Steinunn að nafni. Ekki getur sjera Magnús Ólafsson í Laufási, hennar með nafni í hinu mikla 108 erinda erfi- kvæði um Guðbrand. Mun hún samt hafa orðið kynsælust barna hans, því hún var móðir Þorláks biskups Skúlasonar, er varð eftirmaður afa síns á Hólastól, en amrna þeirra biskupanna, Gísla á Hólum og Þórð- ar í Skálholti. Eru liinar merkustu ættir komnar frá Steinunni. En svo var ásælni konungsmanna mikil, að ekki víluðu þeir fyrir sjer að veitast að þessurti konungholla merkismanni, er hann var orðinn ellihrumur, og gjalda honum ofgóða þjónustu með háðnng og stórkost- legum fjárútlátum. En svo var mál með vexti, að Guðbrandur hafði ritað Morðbrjefa-bæklingana; veitt- ist hann þar harðlega að nafngreind um mönnum, varð dómsmál úr og dæmdist vera rógur. Urðu þau úr- slit málsins, að Guðbrandi var gert að greiða, hvorki meira nje minna en 1000 ríkisdala sekt, ekki þó til þeirra sem íægðir voru, heldur til konungs. Telur dr. Páll E. Ó. að það jafngildi 250 kýrverðum, eða með núverandi verðlagi, hátt á þriðja hundrað þvisund krónur. Guðbrandi tókst þó á meðan hann lifði, að humma fram af sjer að‘ greiða þessa sekt, en er hann var fallinn t'rá. var eingin miskun leng- ur hjá kongsmönnum, og urðu erf- ingjar Guðbrandar að inna þessa greiðslu af höndum; var þó „náð- arsamlegast“ veitt leyfi til að greiða upphæðina í fernu lagi. Annar góður „kongs-maður", Daði Guðmundsson' í Snóksdal fjell í nokkur stórmæli, og var dæmdur til ^vð gjalda konungi mikla fjár- upphæð, en hann ljet sjer ekki bilt við verða og greiddi ekki neitt, og hefir sjálfsagt talið að hann væri búinn að leggja inn hjá „kongs-náð- inni“ annað cins. En löngu eftir fráfall hans tókust samningar um 500 ríkisdala greiðslu. Þannig mætti lengi telja, þó hjer verði staðar numið. Til athugunar á því hverjir ættu jarðeignir á K.jalarnesþingi, rjett ttpp úr aldamótunum 1700, hefi jeg blaðað í Jarðabók Árna Magnús- sonar og Páls Vídalíns, sjest þar að áhrifa Bessastaðamanna gætir minna eftir því sem fjær dregur, bæði í Grindavíkur og Kjósar-hreppum. Verða nú taldar upp jarðeignir í Gullbringu- og Kjósarsýslum, eftir áðurnefndri Jarðabók, og eigendur þeirra. Yfirleitt verða jarðirnar þó ekki nafngreindar nema sjerstak- lega standi á, utan þær sem eru í cinkaeign, og verður ]»ú jafnframt gerð nokkur grein- fyrir eigendixn- um, eftir því sem ástæður leyfa. Vel 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.