Lesbók Morgunblaðsins - 13.01.1946, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 13.01.1946, Blaðsíða 14
14 LESBOK MORGUNBLAÐSINS yrði háð hjer, sköpuðust Reykja- vík höfuðstaðar skilyrði. i Eggert Ólafsson, segir að á þess- um tímum, hafi það að mestu ver- ið orðið gleymt almenningi, að nokk ur sjerstök söguhelgi, hvíldi yfir Reykjavík. Hafa þeir Skúli áreið- anlega rætt mikið um þessi mál, og í Viðey, mun Eggert hafa orkt hið ágæta kvæði sitt: „Mána-mál“, sem er samtal milli þeirra: Ingólfs landnámsmanns, Þorsteins goða Þorkells lögmanns Mána og Örlygs gamla á Esjubergi. Er kvæðið á- hrifamikill spádóms-óður um fram- tíð og hlutverk Reykjavíkur, sem blessunarlega hefur rætst. Leggur Eggert, Þorkeli Mána orð í munn, en hann lætur í ljósi trausta trú, ú framtíð staðarins, en telur þó að jnikla örðugleika verði að yfirvinna. I niðurlagi kvæðisins, spáir Þorkell Máni, landinu, en þó einkum Reykja vík. miklum framförum og góðri giftu: „Skulu kaupferðir í kjör fallast og vaxa velmegin springa munu blómstur á bæjar trje; göfgu mun þá fjölga fræi“. ' Skúlastræti og Skúlagarður. Ilin fyrsta myndun Reykjavíkur, sein „þorps“ varð beggja vegna, götu þeirrar sem nú heitir „Aðal- stræti“, stóðu hús „Innrjetting- anna“ á þeim slóðum, og er versl- unarböndin voru leyst, var versl- unin flutt úr ,.llólminum“ (örfyris ey), og fyrstu verslunarhús Iíeykja- víkur voru bygð við „Aðalstræti“ (Þar sem nú er Ingólfs Apótek). lljer í borginni er starfandi „Reykvíkinga fjelag“, er það fje- lagsskapur „úrvals“ Reykvíkinga. Hefi jeg tilmæli að bera upp, við ráðandi menn í þeirn hóp manna (og um leið milliliðalaust, við for- ráðamenn okkar kæru höfuðborg- ar), — að þeir beyti sjer fyrir því, að breytt verði um nafn á „Aðal- stræti“, og að það verði heitið „Skúlastræti“ eða „Skúlagata“, þar á nafnið heima, af áðurgreind- um ástæðum. Og einnig að gámli kirkjugarðurinn (bæjarfógeta-garð- urinn) hljóti nafnið „Skúla-garð- ur“. — Sjávargata sú, inn við „Ný- borg“, sem nú ber nafn Skúla fó- geta, er alls ekki nógu virðuleg gata til að bera nafn hans. Auk þess er nafnið út í bláinn, og á ekki neinn sögulegan grundvöll þar, því tækni og framtak nútímans, hefur „bú- ið“ það land til síðan. En að sjálf- sögðu, mætti flytja „Aðalstrætis“ nafnið þangað. — Hið sögulega og raunverulega „Skúlastræti”, er þar sem hann valdi „innrjettingunum“ stað. — Má vænta þess, ef hiuir ágætu forystumenn. Reykvíkinga- fjelagsins, vildu taka þetta mál að sjer, að ekki myndi verða, mikill fyrirstaða á, að koma þessu í kring hið bráðasta. Minnismerki Skúla fógeta. Helsta og þýðingarmesta baráttu mál Skúla fógeta, var frjáls versl- un í höndum íslendskra manna, og hefur giftusamlega ræst úr þeirri hugsjón hans. — Myndi Skúla fó- geta, áreiðanlega hafa geðjast vel, að hinni ötulu og úrræðagóðu kaup- sýslumannastjett vorri, er svo vel og myndarlega"^ hefur látið vonir hans rætast. — Eru hjer önnur til- mæli, þó kostnaðarmeiri en hin fyrri. — En það er að kaupsýslu- menn, en þó einkum stjórn „Fje- lags íslendskra stjórkaupmanna“, gangist fyrir því, að . Skúla fógeta verði reistur veglegur minnisvarði eða líkneski. Yæri það að öllu sam- boðnast raustn og höfðingsskap stórkaupmauna, að þeir stæðu einir að frámkvæmd og kostnaði, þessa máls. Vera kynni að rjett væri að láta fara fram samkepni, um hugmynd að minnisvarðanum. En rjett er að minna á, að í stórhýsi Reykjavíkur Apóteks, er til frummynd af Skúla- líkneski, eftir Guðmund Einarsson frá Miðdal, sem þeim er þetta rit- ar, geðjast mjög vel að og virðist til komumikið. Er því þar lýst á stór- brotinn hátt, er Skúli fógeti, er að1 brjóta einokunar hlekkina af hinni þjökuðu þjóð vorri. — Væri æski- legt að þetta gæti sem fyrst komist til framkvæmda, og að minsta kosti eigi síðar, en árið 1949, er 200 ár eru liðin, síðan Skúli' Magnússon tók við landfógetastörfum, — því embætti, sem hann gat sjer svo mikinn og verðskuldaðan orðstír fyrir. — Sumum kann að finnast sem minnisvarðar og líkneski, sjeu hjegómlegir hlutir; en syo er þó ekki, bæði er það stórfeld bæjar- prýði, ef vel tekst; og svo minnir það vegfarandann stöðugt um dáð- ir þess stórmennis, sem verið er að heiðra á þann hátt. Tilvalinn staðpr, fyrir líkneskl af Skúla fógeta', virðist vera, hinn snotri ferhyrndi gras-flötur í „Skúla-garði“ (bæjarfógcta-garðin- um) er þar og hinn elsti trjágróður þessarar borgar, en sem kunnugt er, var skógrækt og trjágróður, eitt af áhugamálum Skúla fógeta. — Næsta ólíklegt verður að telja, að talað sje um það í alvöru, að byggja í garðinum eða leggja götu þar í gegn. Er þess fastlega vænst, að til- mæli þessi verði tekin til vinsarn- legrar athugunar og skjótra fram- kvæmda. 1 sambandi við Viðey, hefi jeg aðrar uppástungur, sem síðar verða • ræddar. Leiðarlok. ÁRIÐ 1911, er ‘ÍOO ár voru lið- in frá fæðingu Skúla fógeta, orkti „„listaskáldið góða“ Guðm. Guð- mundsson. snildarkvæði um hann, og lýkur ritgerð þessari með niður- iags erindinu úr því kvæði: Frh. á bls. 16.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.