Lesbók Morgunblaðsins - 13.01.1946, Blaðsíða 2
o
LESBOK MORGUNBLAÐSINS
- VESTMANNAEYJAR -
Um aflastöð og atorkumenn
ÞAÐ átti í raun og veru vel við,
þegar hafist var handa fyrir
sköumiu og byrjað á byggingu flug
vallar 1 Vestmaimaeyjum — flug-
vallar, sem líta má á seni upphaf
þeirra tímabærustu og gagnlegustu
framkvæmda, sem Islendingar hafa
enn ráðist í. Aflastöðin og útvörð-
urinn í suðri, hafði haft forustuna
um svo margt um dagana, að segja
mátti, að þar byrjað, væri vel byrj-
að, að fyrsta stórátaki landsinanna
í þessum efnum, væri vel koinið í
Vestmannaeyjum.
Eítir Gísla J. Ástþórsson
Saga Vestmannaeyja og Vest-
Jnannaeyinga er saga þróunar og
framkvæmda. Hún er saga einok-
unarkaupmanna og fátæktar, fram-
Jvvæmdamanna og góðæris, forustu-
manna og frainíara. Saga Vest-
mannaeyja er saga íslands, uokkuð
stytt að vísu en þó skýr og áhrifa-
rík. Uún hefir inni að halda hu^-
rekki og heiftúðugan mátt fyrstu
landnemanna, og má þar benda á
þræladráp Ingólfs. Hún sýnir á
aumkunarverðan hátt gæfuleysi
landsmanna og smæð, er Tyrkir
smala saman eyjarskeggjum eins
og kvikfjenaði og sigla með þá á
brott; og húu sýnir endurreisnina,
'ef svo mætti að orði komast, bar-
iáttu landsmanna fyrir. bættum lífs-
skilyrðum og andlegu og eignalegu
frjálsræði. 1 opnu bátunum, þilskip-
unum og vjelskipunum má með raun
rjettu lesa skapfestu og ósjerhlífni
þeirra Islendinga, sem í ræðu eða
riti, á sjó eða landi, við verslunar-
störf eða daglaunavinnu hófu land
ókkar úr niðurlægingu undirokun-
arinnar í það, sem við eigum við
að búa í dag.
Frá höfninni í Vestmannaeyjum.
Einokun og' ánauð.
ÞEGAR maður siglir inn höfn-
ina í Vestmannaeyjum og lítur yfir
‘húsaþyrpinguna, sein teygir sig til
austurs og vesturs og upp undir
rætur Helgafells, á maður bágt með
að triia því, að fyrir einum (30 ár-
um, bjó þarna 500 manna hópur,
sem átti svo að segja alla*lífsafkomu
sína undir tveim eða þrem* erlend-
um kaupmönúum. Maður sjer á
myndum frá þeim dögum torf-
þæina og timburhúsin, lítil og ó-
ásjáleg hús. Það er eins og þau
drjúpi höfði af blygðunarsemi. —
Þetta eru myndir frá tímuni ein-
okunarkaupmanna, þegar skipastóll
eyjamanna var 5 áttæririgar, 10 sex-
æringar og rúmlega 30 f jögra manna
för, og enn var talað um ánauð ein-
okunarinnar og sagðar sögur af
þrældómi þeim, sem kallaður var
konungsútg’erð. Illt þætti Vest-
jnannaeyingum í dag, yrðu þeir að
róa konungsbátum á vetrurn, en
fengju fyrir náð og miskunnsemi
drotnarans að íleyta kænum skium
á sumrin, til að afla matar fyrir sig
og fjölskyldur sínar. En talið er,
að í lok sextándu aldar, liafi kon-
ungur gert út frá Eyjuni sextán
skip, þar af 5 tólfæringa.
Um aldamótin 1800 er svo komið í
Vestmannaeyjum, að tala íbúa þar
er komin undir 200. En upp úr
miðri öldinni fer að bera á einum