Lesbók Morgunblaðsins - 13.01.1946, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 13.01.1946, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3 og einum manni, sem virðist stefna að sjálfsforræði og nokkrum fram- kvæmdum. Menn eins og Árni Dið- riksson í Stakkagerði og Lárus Jónsson, hreppstjóri, gerast frum- kvöðlar að margskonar framkvæmd um. Sjera Brynjóifur Jónsson, mik- ill dugnaðar- og umbótamaður, kem ur á fót allstóru bókasafni á þeirra tíma mælikvarða. Jón Salómons- son og Bjarni B. Magnússon, ásamt fleiri góðum mönnum, hrinda af stað Bátaábyrgðafjelagi Vest- mannaeyja (stofnsett 1862), hið nauðsynlegasta fyrirtæki, sem starf- rækt er með miklum og góðum ár- angri enn þann dag í dag. Og svo' mætti lengi telja. Aflamenn og æringjar. ENGIN skyldi þó halda, að það, sem kalla mætti fátæktar- og niðurlægingartímabil eyjaskeggja, hafi einungis borið svip spigspor- andi Bryda og Thomsena og höfuð- drjúpandi heimalninga.. Vantaði ’hvorki á rausn rtje höfingsskap, þar sem því var við komið, og eru þeir menn enn .á lífi, sem muna brúð- kaupsveislur, sem í voru hátt á 2. hundrað manns. Má geta nærri að þar hefir verið glatt á hjalla, enda meðal boðsgesta aflakóngar og sigamenU og fjörugar stelpur, sem gátu brugðið sjer í skinnbrók og gert að afla feðra sinna að morgni. og stigið dans, líkt og hirðdísir í Danaveldi, þegar skyggja tók. — Voru þá ekki ósjaldan sögur sagðat' yfir glösunum og þá ekki altaf sem sannastar. Kemur mjer þar helst til hugar „Vellýgni Bjarni“, eða hvað hami var nú kallaður, og ein af þeim sögum, sem eftir honum eru hafðar. Geri jeg ráð fyrir, að íþróttamenn, og þá alveg sjerstak- lega sú tegund þeirra, sem hefur það sjer til gamans að stökkva yfir eina sex til sjö metra af möl út í sandkassa, þyki hún, ef ekki ótrú- leg. að minnsta kosti furðuleg í meira lagi. Sagan er í stuttu máli þessi: „Jeg var staddur úti í Bjarnarey (Bjarni hefur orðið), þegar jeg þurfti skyndilega að bregða mjer heim. Enginn bátur var við hendina og tók jeg því það til bragðs, að stökkva úr eynni og yfir á Ileima- ey. Tók jeg gríðarmikið tilhlaup og þeytti mjer fram af bjargbrúninni og til þess að hafast eitthvað að, meðan jeg sveif þai’na yíir hafflet- inum, tók jeg að sparka í þá lunda, sem urðu á leið minni. — Langt var stokkið, píltar, og erfitt var það, en erfiðara var þó að finna þá 368 lunda, sem jeg drap, í stðVgrýttri urðinni, eftir að yfir á Heimaey var komið“. Forustumenn og framfarir. UPP úr aldamótunum fór vegur Vesttnannaeyja mikið að batna. — Vírðast framfarir allar hafa fylgt þróun og aukningu vjelbátaútvegs- •ins, enda gerðust Vestmannaeying- ar þá þegar frumkvöðlar að mörgu þp, sem laut að fiskveiðum og hagnýtingu. fiskjarins. Fyrsta vjel- frystihúsið á landinu rís upp, vjel- smiðjur eru byggðar, síldveiðar hafnar við Suðurland, fiskimjöls- verksmiðju til hagnýtingar á fiski- úrgangí er komið á fót, allumfangs- mikill útflutningur á frosinni lúðu er hafinn, byrjað er að vinna lýsi í stóruni stíl, íbúðarhús, fiskhús og höfn fá á sig myndarbrag. Og þeg- ar Vestmannaeyingar árið 1911 ráð- ast í að koma sjer í símasamband við „Island og umheiminn“, er tala eyjaskeggja, sem 1890 var aðeins 565 manns, orðin 1492. Á einum tuttugu árum hefur tímabil kyr- stöðunnar liðið undir lok og stór- huga atvinnurekstur sjálfstæðra ein staklinga tekið við. Telúr Einar Sigurðsson í grein, er liann nefnir „Örugg höfn“, að floti éýjabúa afli' nú árlega fyrir sem svarar 6 þús- und krónur á hvern íbúa. Mun sú upphæð als nema allt að 10% af heildarútflutningi landsmanna. Alment er talið, að land haíi fyrst verið numið í Vestmannaeyjum um 930. Saga eyjanna mun því álíka) gömul og Alþingi okkar Islend- inga. Þykir mjer þar vel farið, að vörður frelsis okkar og landrjett- inda og ein af máttastoðum þeim, seni gert hafa okkur frelsi þetta mögulegt, sjeu jafnaldrar. SVEITIN MÍN ' Sumarfagra sveitin mín, sem jeg aldrei, aldrei gleymi. Bernskuvina og vagga mín, vil jeg altaf minnast þín, altaf þar til ævin dvín og jeg sofna burt úr heimi. Sumarfagra sveitin mín, sem jeg aldrei, aldrei glejrmi. Fjöll þín tigin, fagurblá, fönnum með í klettaskorum, traust og helg með tigna brá tún alblómgvuð horfa á. Fyr þau vöktu frelsisþrá og fjaðurmagn í sálum vorum. Fjöll þín tigin fagurblá, fönnum með í giljaskorum. Fóstran kæra frið á brá fagrar meður dalagrundir, yndið fann jeg oft þjer hjá, æskuvonir, traust og þrá. Ellin nú mig oft vill þjá, undir Mfs og svalar stundir. Fóstran kæra fríð á ftrá fagrar meður dalagrundir. ÁGÚST SIGURÐSSON, Múlakoti, Reykhólasveit. -

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.