Lesbók Morgunblaðsins - 13.01.1946, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 13.01.1946, Blaðsíða 8
8 LESBOK MORGUNBLAÐSINS Útsýn yíir höfnina. nefnd sneri sjer til hafnarstjóra Kristíaníu Gabriels Smith og bað hann að útvega tæknilega aðstoð til rannsóknanna. Gabriel Smith kom hingað sjálfur og rannsakaði skilyrði til hafnargerð ar. Hann lagði til að hjer yrði 'gerð höfn á þann hátt sem síðar var gert, grandinn út í Effersey hækkaður, og annar garður frá Effersey í áttina að Battaríi, eða ,,Jörundarvígi“, en garð ur þaðan á móti austurgarði frá Effersey, eins og varð. Innsiglingar- opið milli garðendanna ætlaðist hann til að yrði 180 m. En það var haft minna, er til kom. Seint á árinu 1909 var éætlun Gabriels Smiths lokið. Hann gerði tvær kostnaðaráætlanir. Aðra mið- aði hann við þá tillögu sem hjer er lýst. Attu þau mannvirki að kosta kr. 1.602.000. En vegna þess, hve upphæðin- þótti há, þá gerði hann aðra áætlun, þar sem garðinum frá Battaríinu var sleppt, og garðurinn austur frá Effersey hafður styttri. — Þau mannvirki áttu að kosta krón- ur 800.000. Þá var Páll Einarsson borgai'stjóri, en með honum í hafnarnefnd voru þeir Jón Þorláksson og Tryggvi Gunnarsson. Þeir lögðu fram mjög ít arlegt nefndarálit í árslok 1910, þar sem þeir lögðu eindregið til að höfn- in yrði gerð samkvæmt hinni meiri áætlun Gabriels Smith, enda færðu þeir ítarleg rök íyrir hve höfn í Reykjavík væri mikilvæg ekki aðeins fyrir höfuðstaðarbúa heldur fyrir alla þjóðina. Með tilliti til þess þótti þeim sanngjarnt, að framlag kæmi úr lands sjóði til hafnargerðarinnar er næmi helmingi stofnkostnabar. Sömdu þeir hafnarlög fyrir Reykjavík og gerðu þar ráð fyrir þessum landssjóðsstyrki. Alþingi breytti lítið frumvarpi nefnd arinnar til hafnarlaga, nema hvað landssjóðsstyrkurinn var færður nið ur í 400 þús. kr. Annað framlag hef- ir ekki komið til Reykjavíkurhafnar af landsfje. Páll Einarsson borgarstjóri sigldi til Danmerkur og Noregs haustið 1911 til þess að afia bænum lánsfjár til hafn-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.