Lesbók Morgunblaðsins - 13.01.1946, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 13.01.1946, Blaðsíða 6
G LESBÓK MORGUNBLAÐSINS emba'ttið. Segir Ólafur að Skúli sje orðinn elliær, ruglaður og hirðu- ]aus. — Og ætlaði nú að láta til skarar skríða. ]>auð hanu sýslum. í Gullbr. og Kjósars. að rannsaka hvernig Skúli haíi rækt enibættis- skyldur sínar, og taka þingvitni um. En þau gengu öll Skúla í vil, í öll- um þeiin 6 atriðum, sem rannsaka skyldi. — Var þetta mikill og verð skuldaður sigur fvrir Skúla, enda var hann drjúgur yfir úrslitunum er hann ritaði stjórninni, og kveðst ]áta þings-vitnisbnrðinn fyglja með, svo stjórnin geti sjeð að hann standi vel í stöðu sinni. Og kvaðst Skúli ekki vera viss um, að stiftamtmað- ur sendi plöggin, fyrst svona hefði farið. En Olafur var ekki af baki dott- inn fyrir þessu, og er hann endur- skoðaði reikninga Skvila, um ára- piótin 1792—’93, varð hann þess vísari, að 1078, ríkisdali, vantaði í fjárhirslu konungs. Hafði Ólafur því leyfi stjórnarinnar til að víkja Skúla, umsvifalaust frá embætti, en ekki gerði hann það samt. — iMun Skúli, sem kominn var á ní- ræðisaldurinn, ekki hafa sjeð fram á, að úr myndi rætast fyrir sjer, og ritaði því ólafi stiftamtmanni, Jausnarbeiðni sína 18. ágúst 1793. Tók stiftamtmaður, sem vænta mátti þeim tíðindum með mikilli gleði, og ]jet ekki á sjer standa' að skipa [Magnús son sinn í landfógeta em- bættið. Er skúli ljet af embætti var hann nokkuð farinn að láta á sjá, þó andlegi eldurinn væri hinn sami og fyr, og sálarþrekið óbilað. En eink- um var sjóndepra sem bagaði hann; nokkrum árum áður, hafði hann orðið blindur á öðru auganu, og dapraðist nú einnig óðum svn, á hinu. — Ritaði hann stjórninni, og jninnir á margt af því sem hann hafði til vegar komið, og hinn langa .embættisferil sinn. Veitti stjórnin honum laustn í náð, og 361 ríkis- dal í eftirlaun meðan hann lifði. ■— Var Skúla sannarlega orðin þörf á hvíldinni. hann var orðinn 82 ára gamall, og hafði þjónað er-' ilsömum embættum í 58 ár. Örðugl; sambýli. SÚ VENJA hafði tíðkast, að æðsti embættismaður konungs hjer á landi, hefði aðsetur á kongsgarðin- um Ressastöðum. E4 Ólafur Steph- ensen, leit Viðey girndaraugum og vildi setjast þar að, Fjekk hann þeim vilja sínum framgengt, eins pg fleiru, ernla skein náðarsól Krist- jáns konungs 7.! ofur þægilega á Ólaf stiftamtmann. Flutti hann bú- ferlum þangað um vorið 1793. — Hnykti Skúla nokkuð við, er hann varð þessa vísari, en ljet ])ó engan bilbug á sjer finna, eins og sjest af þessari ágætu vísu er hann mælti af munni fram: „Stiftamtmaðurinn StepTiensen frá Stórahólmi, voldugur þó í Viðey svamli, verður ei hræddur Skúli gamli!“ En ekki hefur það verið honum sársaukalaust. Viðey var honum kær staður og þar hafði verið ríki hans um 40 ára skeið. Ekki bjóst Ól. Steph. heldur við því, að sambýlið yrði ánægjulegt, eins og sjest af brjefi, er hann rit- aði stjórninni, þar sem hann t.jáir að hann hafi kosið sjer aðsetur í Viðey: — „Sá ókostur fylgir þó þessu vali mínu, að jeg verð að sitja uppi með hinn gamla nöldr- unarsama landfógeta Skúla Magn- ússon, er varla getur skriðið á fót- um lengur, og fær það mjer miklill- ar áhyggju". segir Ólafur. Stóð ekki á „röggseminni" hjá stiftamtmanni; því um haustið ljet hann selja eigur Skúla, uppí skuld- jna við konungssjóðinn. Var alt inn- ibú hans selt, að einhverju lítilræði undanskildu, sem Skúli f.jekk að þalda meðan hann lifði, en þó gegn veði, fyrir „miskunsemi“ stiftamt- manns. Seldust eigurnar á uppboði, fyrir 1090 ríkisdali, eða hærri upp- hæð en skuldin nam. — Þó var ekki látið þar við sitja, því hann tók einnig bókas. Skúla, á 14. hundrað ■ bindi, sem má kallast mikið á þeim tíma, og verið hefir all-gott, þar sem það var metið á 384 rd.. en þá var ekki ,,nútímaverð“ á notuðum bókum. Voru bækurnar sendar til Kauþmannahafnar og seldar þar á uppboðj. Andlát Skúla fógeta. Ekki þurfti Skúli þó lengi að ])ola það angur, að vera samvistum við ()l. Stephensen í Viðey, og vera skotspópn fyrir amasemi hans. —• Því Skúli andaðist 9. nóv. árið 1794. — Var hann hress fram í andlátið, og hafði ferilvist síðasta daginn sem hann lifði, segir Magn- ús Ketilsson. Ólafur Stephensen rit- aði stjórninni 21. nóv. sarna ár, í tilefni af andláti Sþúla; en af ásettu ráði þóknaðist honum þó, að skýra rangt frá, og segir að Skúli hafi, „í hinni þungu legu sinni, sjaldan verið með sjálfum sjer“. — Hver sem tilgangurinn hefur verið. Flest' ; : aun reynast æði örðugt, að verjast því að kenna nokkurrar gremju í garð ólafs stiftamtmanns; vegna hinnar hrottalegu framkomu hans í garð Skúla fógeta. eins hins mesta og besta fslendings sem lifað hefur. — Var ólík framkoma þeirra feðga, því Magnús Stephensen, sem var merkismaður á marga lund, og föðurbetrungur í flestum greinum, fer hinum mestu viðurkenningar- orðum um Skúla, og telur hann þinn nytsamasta og merkasta land- fógeta, sem hjer hafi verið. Skúli fógeti var grafinn 25. nóv., í kór Viðeyjarkirk.ju, sem hann hafði látið byggja. — Hjelt ágæt- ismaðjirimf, Jón sýslum. Jakobsson (mágur Ól. Stephensen, giftur Sig-. ríði systur hans) merkilega tcjlu: Frh. á bls. 12.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.