Lesbók Morgunblaðsins - 13.01.1946, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 13.01.1946, Blaðsíða 4
¦\ LESBOK MORGUNBLAÐSINS 150 ÁRA MINNING SKÚLA FÓGETA: ÁTTUNDA GREIN. SÍDUSTU AR SKÚLA Öllu bágbornara varð samkomu- lagið milli Skúla og Levetzow, er stiftamtmaður var hjer árin 1785— 90. Var hann hrokafullur og drembi látur og vildi ekki vita neinn jafn- snjallan sjer. Yar hann svo h.jegóm- Jegur, að hann heimtaði stjórnar- úrskurð um hvor væri meiri virð- ingarmaður ITannes bisknp Finns- son eða hann, og varð sá iirskurð- ur honum til lítillar gleði, bví að stjórnin lirskurðaði þá jafna að mannvirðingujn. Dr. Jón biskup Helgason, segir í danskri ritgerð, að Levetzow hafi verið: „Fuldblods Ilofjunkertype". — En Magnús Ketilsson segir: „Að hann forþjeni ekki eftir nýja titlinum, að kallast náðugur". — Var því varla von á góðu, þvi að oflátungar, voru ekki menn að skapi Skúla fógeta. Enda fór brátt svo, að þeir máttu helst ekki sjá hvorn annan. Byrjaði á- greiningur milli þeirra, með því, að Levetzau. vildi fá Viðey, til iíbúð- ar, sem var betur hýst og betur setin en nokkur bújörð á landinu. Að sjálfsögðu aftók Skúli með öllu, að rýma sæti fyrir stiftamtmanni. svo að hann varð að gera s.jer r>essastaði að góðu. ÞAÐ hafði alla tíð verið metn- aður Skúla, að embætti landsins væru skipuð íslenskum mönnum, og taldi hann þjóðinni sýnda óvirðingu með því, að sénda hingað, útlenda, menn upp og ofan að ágætum. til að skipa æðstu embætti landsins. Er óhætt að fullyrða, að engum manni ber að þakka til jafns við fíkúla fógeta, þá breytingu sem varð á skipan þeirra mála. Brátt harðnaði rimman milli, þeirra svo, mjög, að snemma árs Eítir S.K. Steindórs /Kíh-**- Rithönd Skúla Magnússonar. 1786, setti Levetzow, Skúla frá em- bætti: — „Fyrir ranga embættis- færslu og óhlýðni gegn skipunum yfirboðara síns". En ekki vildi þó stjórnin fallast á þessa ráðstöfun stiftamtmánns. Enda var vinur Skúla, Jón Eiríksson, þá ekki fall- inn í valinn, og máttu orð hans og tillögur sín mikils. — Var það eitt hið mesta áfall, sem Skúli varð fyrir, er Jón andaðist með svipleg vim hætti ári síðar. Enda varð Skóla svo mikið um, er hann fregnaði harmtíðindin, að talið er. að þá haf ihonum hrokkið af vörum hin einustu æðruorð, sem vitað er til að hann mælti um dagana: — „Þar gátu þeir farið með hann! — Nú er úti um Island". — Kveður nokk- 1 uð við annan tón, í Annál Pjeturs sýslum. á Ketilsstöðum, um lát Jóns en hjá Skúla: —- — „Mælt er að þessi fregn ekki hafi hrygt vorn stiftamtmann Levetzow, því hann hafi áður, bæði í Skiíla sökum og öðrum, fengið þungt „repriment" af „Kamereí' hverju Eyríkssen sem Skúla svarinn „patron" meinast oll- að hafa. En þará móti hjeldu menn, að Skúli og amtmaður Stefán (Thor- arensen) mundu hafa borið harm sinn í hl.jóði lit af þessu tilfeíli, því þoir einir Islendskir áttu eftir vor- uni dómi, Eyríkssyni niikið að þakka". — Þannig voru þakkirnar, úr þessari átt, sem Jón Eiríksson f.jekk, fyrir fórnarlund sína. Mörg voru ágreiningsatriði þeirra Skúla og stifamtm. og hafði Skúli einkar gott lag á því að erta hann

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.