Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1946, Blaðsíða 1
6. tölublað.
JltagnuÞlfitoUt*
Sunnudagur 3. marz 1946
XXI. árg.
iiKiiumraMlkU
RANNSÓKNIR FORNLEIFA
í BORGARFIRÐI
ísleijsstaðir (Fremst gólf elsta skálans; fjarst undirstöður miðskálans)
Sumarið 1939 fóru fram hinar
miklu rannsóknir fornleifa í Þjórs-
árdal, þegar grafnar voru upp rúst
ir bæjanna: Snjáleifartófta, Skalla-
kots, Stórhólshlíðar, Áslákstungu
fremri, Skeljastaða og Stangar. —
Rannsóknir þessar voru fram-
kvæmdar af vísindamönnum frá
öllum Norðurlöndum nema Noregi.
Frá Svíþjóð var, Martin Stenberg-
er, docent við Uppsalaháskóla. frá
Finnlandi Mag. Jouko Voionmaa,
frá Danmörku Aage Roussell arki-
tekt og frá íslandi Matthías Þórðar
son prófessor. Auk þess tóku þátt
i rannsóknunum þeir Kristján Eld-
járn fornfræðingur og Sigurður
Þórarinsson jarðfræðingíur.
Um árangur rannsóknanna í Þjórs
árdal hefir verið mikið skrifað, og
. er mönnum hann nokkuð kunnur.
En auk þess fóru fram rannsóknir
í Borgarfirði, undir umsjón þeirra
Stenbergers og Voionmaa. og hefir
lítið verið frá þeim sagt og eru þær
þó mjög merkilegar að mörgu leyti.
Svo var til ætlast upphafleg'a að
hægt yrði að gefa út bók um rann-
sóknirnar árið 1941, en stríðið og
samgönguvandræði komu í veg
fyrir það. Bókin kom þó út árið
1943 og er Einar Munksgaard í
Kaupmannahöfn útgefandi. Er
sagt hún sje með nokkrum öðrum
hætti en upphaflega var ætlað.
Martin Stenberger hefir sjeð um
útgáfuna, En Poul Nörlund ritar
formála. Styrkur .til útgáfunnar
hefir verið veittur af ríkisstjórn
íslands, Waldemar von Frenckells
Stiftelse í Helsingfors, Rask-Örsted
Fondet, Kaupmannahhöfn, Wern-
eri Grenska Samfundet í Stokk-
hólmi og Lángmanska Kulturfond-
en í Svíþjóð.
Bókin er prentuð í Uppsölum í
Svíþjóð og í henni eru þessar rit-
gerðir: .
Þjórsárdalur og eyðing hans, eft-
ir Sigurð Þórarinsson.
Skallakot, Aage Roussell.
Stöng, eftir sama.
Snjáleifartóftir, eftir M. Sten-
berger.