Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1946, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1946, Blaðsíða 2
78 LESBOK MORGUNBLAÐSINS Áslákstunga fremri, eftir sama. Skeljastaðir, eftir Matthías Þórð arson. Stórhólshlíð, eftir Jouko Voion- maa. ísleifsstaðir, eftir M. Stenberger. Lundur, eftir Jouko Voionmaa. Um forna bygging á íslandi, eft- ir Aage Roussell. Rannsókn á beinagtindum frá Skeljastöðum. eftir Jón Steffensen lækni. Rannsóknir á dýrabeinum, eftir Magnús Degerböl.. Byggingarstíll í sveitum íslands, eftir Albert Nilssen. Mesti fjöldi ágætra mynda er í bókinni og frágangur hennar hinn prýðilegasti. Ritgerðirnar eru ým- ist á sænsku eða dönsku, en aft- an við er útdráttur úr þeim á ensku. Bókin heitir „Forntida garder i Island. Nordiska arkeolog- iska undersökningen i Island 1939“. Er óþarft að taka það fram, að þarna er mikinn fróðleik að finna en hjer skal aðeins minst á rann- sóknirnar í Borgarfirði, vegna þess að lítið hefir verið frá þeim skýrt áður. Isleijsstaðir. í Landnámabók stendur: „ís- leifur og ísröður, bræður tveir, námu land ofan frá Sleggjulæk, milli Örnólfsdalsár og Hvítár, ið nyrðra ofan til Rauðalækjar, enn ið syðra ofan til Hörðhóla. ísleifur bjó á ísleifsstöðum, en ísröður á ísröðarstöðum“. Engir bæir heita nú þessum nöfn um í Borgarfirði og hafa þeir snemma lagst í eyði. Erf Brynjólf- ur Jónsson á Minnanúpi þóttist hafa fuiidið rústir ísleifsstaða eft- ir tilvísan Jósafats saghfræðings. Segir hann að bærinn mpni hafa staðir á sljettu austan við Örnólfs- dalsá gegnt Norðtungu, þar sem Sleggjulækur fellur í ána. í’ann Brynjólfur þarna tvennar húsa- rústir, en þær voru komnar í stór- þýfi, svo að ógerningur var að gera sjer neina grein fyrir hvernig húsaskipan hafði verið. Þó telur hann að vestari rústin sýni það, að þar hafi verið 5 faðma langt hús og 3 faðma breitt. þó geti verið að það hafi verið stærra. Hugði hann þetta vera bæjarrústir, en hitt fjár- húsrústir, fjós eða hlöðu, eða hcy- stæði. Þegar farið var að grafa í þess- ar rústir, reyndist þetta alveg öf- ugt. Vestari rústin var af úthýsi, 14 metra löng og 6 metra breið. Veggir höfðu verið hlaðnir úr torfi eingöngu og voru IV2 m. á þykt. Eystri rústin var, eins og Brynj- ólfur sagði, ekki annað en stór- þýfi, og var ekki hægt að átta sig á hvernig húsum hafði verið skip- að þarna. — En þegar farið var að grafa, urðu menn margs mcrkilcgs vísari. Verst var hve á- liðið var sumars og mikil illviðri, því að þess vegna varð rannsóknin ekki jafn ýtarleg og æskilegt hefði verið. En þarna fundu þeir rústir Jjriggja húsa hverja ofan á annari. Efsta rústin var af skála 17,2x5,1 m. að innanmáli. Meðfram hliðar- veggjum var sljett steinaröð. sem þeir hugðu að hefði verið undir- staða að þilveggjum. Einar útidyr- voru á skálanum, sunnarlega á vest urvegg. Voru dyrnar hellulagðar og1 náðu hellurnar dálítið inn í tóftina. En um alt gólfið var aska og viðarkol og var það lag sums staðar 35 cm. á dýpt. Af því drógu menn þá ályktun, að þessi skáli mundi hafa brunnið. í honum miðjum var eldstæði, og meðfram báðum veggjum höfðu verið mold- arpallar um 20 cm. hærri en gólf- ið. Líkur eru taldar til, að í skál- anum hafi verið afþiljað eitt her- bergi í öðrum enda, cn tvö í hin- urn. Undir þcssum skála fundust Icifar af öðrum eldri skála, sem var álíka stór. Ekki fannst þar ncin steinllleðsla í veggjum nema i norðurstafni. Einar dyr höíðu líka verið á þessum skála, á sama stað og á hinum, og í dyrakömp- um voru stórir steinar, cn innan við dyrnar var gólíið hellulagt. Eldstæði v'ar á miðju gólfi. í gólf- inu voru mörg för eftir stoðir eða stólpa, bæði eftir skálanum endi-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.