Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1946, Blaðsíða 4
eo
-aT’uÍri
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS
arinnar verður ekki með vissu á-
kveðin, því að jeg fann ekki svo
óhaggaðar undirstöður í hliðveggj
unum, hverja andspænis annari;
enn tóttin hefir ekki verið minna
en 25—26 fet á breidd. utanmál.
Millumveg’gurinn var mjög þykk-
ur og mikil grjóthleðsla af nokk-
uð stórum steinum var í honum
neðan; enn ekki get jeg með vissu
ákveðið þykt hans, því að mjer
sýndist hann svo mjög hlaupinn
sundur. —--------
Sigurður var sannfærður um að
hjer væri um hoftótt að ræða og
gerði mynd af henni daginn eftir
uppgröftinn. Hann segir ennfrem-
ur:
— Alls hefi jeg1 fundið og rann-
sakað 6 hoftóttir og þó reyndar
7......Þessi hoftótt á Lundi hefir
það fram yfir allar hinar, að hún
hefir þessar steinleggingar bæði í
aðalhúsinu og afhúsinu, sem ekki
hafa fundist áður í neinni tótt,
það mjer er kunnugt. Að vísu
verður það nú ekki ákveðið með
vissu, til hvers þessar steinlegg-
ingar hafa verið hafðar, einkan-
lega sú steinlegging, sem er í aðal-
húsinu eftir miðju gólfi, sem var
5V2 fet á breidd; enn líklegast þyk-
ir mjer, að hjer sje fundinn hinn
forni arinn, þ. e. eldstæðið, sem
langeldarnir voru hafðir á lang-
setis eftir miðju gólfi, og að þess-
ar steinaraðir, eða upphækkuðu
brúnir, sem eru báðum megin við
steinlegginguna, hafi verið hafðar
til þess að varna því, að eldurinn
hryti út á gólfið. Ella fæ jeg ekki
skilið, hvað þessi steinlegging hef-
ir verið. .......
Þessar vorú nú niðurstöður Sig-
urðar eftir rannsóknina. En svo
kemur rannsóknin 1939 og leiðir
alt annað í ljós. Segir svo um þá
rannsókn:
— Við gröftinn var komið nið-
ur á hús, sem í aðalatriðum hefir
Lundur í Syðri-Reykjadal (Rannsókn lr39)