Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1946, Síða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1946, Síða 3
79 LESBOK MORGUNBLAÐSINS | , * löngum og eins þvert yfir hann. Virtust þau benda til þess að þar hefði verið þiljur, en sum förin eftir hæla, sem hafðir hafa verið til þess að negla í pallfjalirnar. — Voru holurnar eftir þá svo litlar, að sýnt var að þar hafði ekki ver- ið um máttarstoðir að ræða. Hol- urnar, sem voru þvert yfir skál- ann sýna að þar hafa verið skil- rúm. Undir þessum rústum fundu-þeir svo enn leifar eldri byggingar. En vegna illviðra, sem gerðu moldina að leðju, var ekki hægt að koma við rannsókn á þeirri byggingu. Fundu þeir. þó eldstæðið, þar sem mikill langeldur hafði verið. Telur Stenberger að líkur sje til. að þar sje fundnar leifar af bæ landnáms- mannsins. Þar undir gólfinu fundu þeir viðarkol og leifar af birki- trjám. Það er talin sönnun þess, að landnámsmaðurinn hafi brent skóg, sem þarna var, áður en hann reisti bæ sinn. Þá hefir ekki verið jafn votlent þarna eins og nú er, en jarðvegarbreytingjin hefir smám saman orðið eftir að skóg- inum var eytt, og það hefir aftur átt sinn þátt í því að bygð var lögð niður þarna. og hefir það þó máske orðið vonum fyr, vegna þess að seinasti bærinn brann. Ýmsir munir fundust þarna, en fæstir, sem nokkuð er hægt að græða á um það hvað byggingarn* ar sjeu gámlar. Vegna jarðrakans höfðu allir munir úr járni haldið sjer illa. Þó fanst þar eitt met, sem sennilega er frá víkingaöld. Það er því ekkert, sem mælir gegn því, að rjett sje hin íslenska arf- sögn, að þarna hafi staðið bær landnámsmannsins ísleifs, og rúst- ir þess bæjar sje fundnar. Rannsóknin ai) Lundi. Sumarið 1884 gróf Sigurður Vig- fússon upp gamlar húsarústir að Lundi í Lundarreykjadal, og hugð- ist hafa fundið þar hoftóft. Hann skýrir frá þessum rannsóknum sínum í Arbók fornleiíafj elagSins (1884—1885). Segist hann hafa fyrir löngu spurt, að þarna væri hoftóft, og dregur líkur að því að hún sje frá dögum Kjallaks á Lundi, eða Kolls sonar hans, sem var að drápi Harðar og Hólmverja. Sigurður hafði 4 menn í vinnu einn dag við uppgröftinn, og segir hann svo frá árangrinum m. a.: Upp_frá bænum á Lundi er há og brött brekka í túninu. Bærinn stendur rjett neðan undir brekk- unni. I/ppi á brekkunni er fallegt og víðsýni mikið, og er sljettlendi þaðan upp undir hlíðina. Rjett upp undan bænum, þar sem brekkan er einna hæst, var tótt mikil og fornleg og ákaflega niðursokkin, og veggir útflattir mjög og vall- grónir. Tóttin snýr upp og ofan og nær í suður útsuður og norð- ur landnorður. milliveggur digur var auðsjáanlegur þvert yfir miðja tóftina ofan til, og engar dyr á, og myndaði þannig aðalhús og af- hús. Við eystrahliðvegg tóttar- innar sýndist vera afhús út úr að- alhúsinu og var sem hálfkringlótt fyrir endann, en var orðin ákaflega útflött, eins og öll tóttin var, sem fyr segir. Tótt þessi hefir verið kölluð ,hoftótt svo lengi sem menn muna og vita. Hún hefir og forn- leg einkenni og ber það með sjer, að henni hefir ekki verið breytt á .gíðari 4ímum. — — — Miklar grjóthleðslur voru í tóftinni alt í kring og mjög margvíslega hlaupn ar inn. Ljet jeg fyrst grafa með þeim umhverfis, og alls staðar nið- ur fyrir neðstu undirstöðu og hið innra ofan úr hinu upprunalega gólfi og ofan í möl. Þannig gróf jeg bæði aðalhúsið, afhúsið og út- bygginguna; en hjer lá mjög djúpt á öllu þessu. í aðalhúsxnu fann jeg steinleggingu eftir miðju gólf- inu, og steinaröð lagða þvert yfir tóttina. þar sem steinleggingin endar að innanverðu. Steinlegging in var vel saman feld af steinum sljettum að ofan og var hið innra jafn há hinu upprunalega gólfi; enn til beggja hliða voru lagðar steinaraðir af stærri steinum, sem stóðu upp og miklu hærra bar á, og mynduðu sem upphækkaðar brúnir báðum megin við stein- legginguna; þessar steinaraðir náðu og nokkuð lengra inn, enn hin lægri steinlegging, sem var í miðjunni og inn fyrir steinarað- irnar, er lágu þvers um. Alt þetta sýndist mjer mjög lítið úr lagi gengið.... Útbyggingin reyndist hálfkringlótt fyrir endann ...... Gólfið í henni var og steinlagt .. en engin var þar steinaröð eða upp hækkuð brún að framan. í afhús- inu fann jeg enga steinbyggingu neins staðar og hvergi í tóttinni fann jeg hinn minsta vott af þess háttar gólfskán, svo sem af taði undan einhverri skepnu, eða þá undanlás undan heyi, eða neitt þess konar. Einungis fann jeg kennimerki hvar gólfið hafði ver- ið, eins og jeg hafði áður fundið í slíkum tóttum. Góífið í afhúsinu lá alt hærra; en í aðalhúsinu hall- ar gólfinu nokkuð fram. Þess dæmi hefi jeg oft fundið áður. Dýpt á aðalhúsinu framan til, af stein- legjgingunni upp á yfii'borð jarð- vegarins, var nær 3 álnir, þar sem hæst var, en grynnra innan til og einkanlega í afhúsinu......Lengd tóttarinnar verð*ur ákveðin með vissu, því að í báðum endum, og einkanlega í gólfi afhússins fann jeg á einum stað neðstu undii'- stöðusteinana óhaggaða, og sje hver gafl gerður 5 fet á þykt, sem er þó hið allra minsta, þá verður lengd tóttai'innar í allra rninsta lagi 72 fet, utanmál. Breidd tótt-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.