Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1946, Qupperneq 14

Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1946, Qupperneq 14
90 A j i^gg £j LESBÓK MORGUNBLAÐSINS TVEIR Jeg man það um miðsvetrarleytið * eitt mánabjart vetrarkvöld Við fundumst á förnum vegi frá fjöllunum andaði golan köld. Blóðheit var æskan hið innra við áttum svo margar þrár. Framundan óráðin brostu við báðum hin björtu sólskins ár. t. $1 JÍ& Ljóðin Ijeku á tungu lyfti sjer vonin hátt. Æskan sjer ekki annað en árdegis heiðið fagur blátt. Við áttum samstilta söngva ei sáum ei neitt hvað okkar beið. Gott var að finnast, göturnar skildu. Svo gengum við hvor sína leið. VINIR Enn eru ekki þrotin okkar samleiðar spor. Nú liggur í djúpinu dáinn draumurinn mikli um sól og vor. Andblær frá örlaga fjöllum oft var þungur og hjartanu sár en ungir í anda sem forðum við yrkjum í gegnum bros og tár. t Þó húmi oý halli degi við hittumst þá glaðnar til og enn þá við sjáum í suðri sólina lýsa um hádegis bil. Við hugsum til horfinna daga heimþráin gefur óska byr. í draumi hjá .,Lindinni“ og ,.Lœknum“ við lifum ungir sem fyr. G. ÓLAFSSON, frá Eiríksstöðum. hVerja aðferð, sem enginn veit hvernig er, þangað til höfuðið er ekki orðið stærra en appelsína, en andlitið helduí þó dráttum sínum og svip svo að það er auðþekt. Höfuðið er geymt vand lega þangað til á næstu þjóðhátíð, til þess að eigandinn komist yfir innri kraft hins framliðna. Síðan hengir hann það upp sem sigur- merki við dyrnar á kofa sínum. Annars hefir þetta breyts á seinni árum þannig, að þeir eru farnir að selja hvítum mönnum þessa hausa fyrir riffla og skotfæri. Ferðamaður, sem jeg hitti hafði boðið Jivaro-höfðingja tvo rifíla fyrir einn haus. Höfðinginn svar- aði dapurlega, að sig vanhagaði mjög um riflana, en hann 'hefði því miður engan hertan manns- haus núna. Eftir stundar umhugs- un var þó sem ljetti yfir honum og hann sagði „Ef þjer getið beð- ið svo sem mánaðartíma, þá tjjtal jeg haía til haus handa yður“. Fyrir fáum árum kom hár og grannur Þjóðverji til Cuenca, og! hann helt síðan áfram til Jivaro Indíánanna, til þess að kynnast siðum þeirra. Sjerstaklega Lang- aði hann til þess að komast að því hvernig þeir færu að því að herða mannahausa og gera þá svo litla. Svo liðu mánuðir að engar fregn- ir bárust af honum. Menn voru ekki að gera sjer neina rellu út af því. Þeir vissu hvað Þjóðverjar eru nákvæmir í rannsóknum sín- um. En svo var það einn dag eitt- hvað ári seinna, að á markaðinn í Cuenca kom ljómandi fallegur hertur mannshaus, með ljósu hári og skeggi, og vísindamannssvip. Þjóðverjinn hafði lokið rannsókn sinni, bókstaflega kynst allri að- ferðinni. En heimurinn er enn jafn nær um það hvernig Jivaro Indíánar fara að því að herða mannshausa. Fullur maður og tunglið KOMIÐ VAR að miðnætti ag nýlega stytt upp helliskúr. Ölvað- ur maður kom út úr veitingahúsi og slagaði út á götu, Skyndilega nam hann staðar og glápti á poll á götunni, en í honum speglaðist tunglið. Þarna stóð hann lengi, og skeytti engu bílaumferðinni. Svo kom lögregluþjónn og sagði: „Það er best fyrir yður að hypja yður burt‘.‘ Maðurinn leit upp sem snöggv- ast, en helt svo áfram að glápa á pollinn. „Þetta þarf að athugast nánar“, sagði hann“. Hafið þjer sieð þetta?“ „Já, það er tunglið“. „Tunglið?“ veinaði sá fulli. „Ef þetta er tunglið, hvern fjandann er jeg þa að gera þar uppi“.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.