Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1946, Side 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
83
hver heim til sín stutta stund. kon-
ur að líta eftir krökkum, því löng
hátíð fór í hönd.
Að þessu hljei loknu, söfnuðust
boðsgestir á veislustað. Maturinn
var soðinn austur í bræðsluhúsum,
þar sem lifrabræðsla hafði farið
fram, og voru til þess fengnar sjer
stakar eldabuskur.
Veislumatur var venjulega hrís-
grjóna-rúsínugrautur og steik. —
Báru karlmenn hann í syðra húsið
í stórum pottum og öðrum matar-
ílátum, en þar tóku búrkonur við.
Að því loknu var maturinn borinn
í veislusalinn og stóðu fyrir því
hreppstórarnir.
í veislusal voru langborð í miðj-
um hluta hússins, en fyrir gafli
háborðið svokallaða. Sátu þar brúð
hjón í miðju og prestur við hlið
brúðurinnar, en hinum megin oft
sýslumenn og annar háaðall. Var
þar vandað til sem föng voru á
með borðábreiður og borðbúnað
allan, en í almenningnum var ekki
ósjaldan misbrestasamt hvað áhöld
snerti, og þótti engin niðrun af,
að stynga því að fnönnum, um leið
og þeim var boðið, að hafa með
sjer sjálfskeiðing og spón. En borð
búnaður mestur eða allur var lán-
aður.
Grautarrjetturinn í almenningfr-
um var stundum borinn fram í
stórum skálum og voru þá tveir
eða þrír menn um sömp skálina.
Þegar fólk var tilbúið að borða
var sunginn borðsálmur og hóf
presturinn sönginn, en að því
loknu gekk annar hrepstjórinn
fram og bað fólk að njóta matar
og hafði þar til sjerstaka formúlu,
sem nú mun að mestu leyti gleymd
Heyrðist þá glamur í áhöldum og
gengu menn óhræddir að hátíða-
matnum.
Þegar máltíð var lokið, var stund
um borinn inn desert, lagkaka, en
sá var rjóðurinn á, að sá rjettur
gekk aðeins á háborðið. Nutu
heldri menn kökunnar með góðri
lyst, en þeir við* lágborðið ljetu
sjer þetta vel líka og þótti manna-
munurinn, ef ekki sjálfsagður, þá
að minnsta kosti vel skiljanlegur,
því nógu dýr var maturinn, þó
ekki væri farið að veita öllum
gestunum þetta dýrindis sælgæti.
En krakkarnir ^utu hornauga til
mæðra sinna, þeirra, er við há-
borðið sátu, og seildust laumu-
lega eftir kökusneiðinni, sem ekki
ósjaldan fjell í þeirra hlut,
Áður en staðið var upp frá borð-
um, var venjulega sungið vers, og
að því loknu gekk annar hrepp-
stjóranna fram á ný og sagði há-
tíðinni slitið og að nú tækju við
veitingar og dans. Voru þá mat-
borð öll upp tekin og bekkjum rað-
að við vegtgina, en með einum
gaflinum var sett borð.
Dansinn og drykkjan.
AÐ ÞESSUM undirbúningi lokn
um og þegar allt var tilbúið, voru
bornar fram skálar, sem ætlaðar
voru undir púnsið sem kallað var,
sem næstum undantekningarlaust
var rom-púns. Komu þar hrepp-
stjórarnir enn við söguna, því þeir
blönduðu púnsið, og með þeim
styrkleika, sem þeim þ’ótti heppi-
legastur og best til hlíða. Jafn-
framt voru settir fram bollar við
almeningsborðið (vesturendann),
en við háborðið bjuggú menn sjer
sjálfir til púnsblönduna og drukku
úr glösum.
Söngur heyrðist brátt úr horn-
um. Bakkus fór að láta til sín taka
— sem oft var heldur fyr í vestur-
endanum — og losnaði um mál-
beinið hjá mönnum. En er alt
þetta var komið í fastar skorður,
var hafinn dansinn. Kunnu þó yf-
ir höfuð fáir að dansa, en þó fleiri
karlmenn en kvenmenn.
Dansgólfið hefði þótt erfitt nú
á dögum. Borðin náðu ekki saman
og var um þumlungs-breidd á
milli þeirra. En þarna varð að fara
yfir, og aldrei urðu slys og1 sjald-
an byltur, enda Vestmannaeying-
ar mörgu vanir. Þó var þetta erfið
vinna og draup svitinn af dönsur-
unum, og fyrir kom, að þeir, sem
mest lögðu á sig og duglegastir
voru dansmennirnir, köstuðu jökk-
unum og dönsuðu á nærklæðun-
um. En óvíst er, hvort hjer var
um skyldurækni eða eintóman á-
huga að ræða.
Eftir að dansinn hafði staðið
nokkra stund, komu óboðnir gl'est-
ir fram á sjónarsyiðið. Þetta voru
bæjarbúar, sem ekki hafði verið
boðið, og komu þeir til þess að
horfa á dansinn. Þessir óboðnu
gestir námu staðar utan dyra,
stóðu þar í hálfhring og horfðu á
dansinn. En eftir því sem leið á
nóttina, sveigðist hringurinn inn,
og var sá endirinn á, að þeir ó-
boðnu — og þó velkomnu — voru
komnir inn fyrir dyrnar og stóðu
þar.
Brúðkaupveislurnar stóðu fram
undir morgun og var mikill gleð-
skapur og mikið sungið og enduðu
þær oft í töluverðu fylliríi. En að
veislunni lokinni, voru brúðhjón-
um færðar brúðargjafir, sem næst-
um altaf voru peningar. Sumir
sendu þó gjafir sínar daginn eftir.
Og svo tók við vinnan og fá-
breytnin á ný.
m
Jón og Finnur voru á siglingu á
nýrri lystisnekkju, sem Finnur
hafði keypt.
— Skrattans báturinn lætur ekki
vel að stjórn, sagði Finnur.
— Þú hefðir ekki átt að skíra
hann eftir konunni þihni, svarði
Jón.