Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1946, Qupperneq 15

Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1946, Qupperneq 15
LESBOK MORGUNBLAÐSINS 91 Hvað er þetta? ÞAÐ ER SAGT um nýtísku mál verk, að menn hengi þau oft öf- ugt upp, vegna þess að ekki sje hægt að sjá hvernig þau snúi, og' enginn nema málarinn vjti hvað þau eiga að þýða. / Nú er kominn upp ný teikniöld í Bandaríkjunum, og eru teikn- ingarnar svona mitt á milli slíkra mynda og myndgáta. Menn teikna eitthvað á blað og svo eiga aðrir að giska á hvað þetta sje. Það gr hending ef ágiskupin reynist rjett, en samt sem áður þykir þetta besta skemtun. Hjer eru þrjú sýn- ishorn af slíkum teikningum, og til þess að menn skilji betur þenn an leik, þá eru ráðningarnar látn- ar fylgja. * '= \ Þetta er gíraffi, sem gengur fram hjá glugga á annari hæð. Þetta cr útsýn upp í gegn um reykháf. Og svona verða augun í stúiku um leið og hún er kyst. Talið er að þessi leikur hafi komið upp í kaffihúsum New York borgar, en þar hafa menn þann sið, að teikna alls konar skrípamyndir á pappaspjöld, sem höfð eru undir glösum. Og síðan hefir þetta breiðst út um alt iand og þykir afar skemtilegt, því að nokkra hugkvæmni þarf til þess að gera myndirnar og ráðningar þeirra gamansamar. Orynjúlíur biskup ug íslensk ull Úr æfisögu Brynjólfs biskups Sveinssonar, eftir Torfa pró- fast Jónsson í Gaulverjabæ. 1 KLÆÐNAÐINUM var hann mjög spar og hófsamur, svo vjer, sem vorum hans þjenarar og am- anuensls átöldum hann þar um heimuglega. Svaraði hann svo: úr því guði hefði þóknast að láta sig fæðast í því landi, sem sauðull tíðkaðist, af hverri klæðnaðurinn mætti vinnast og vefast hreinlega, en ekki í því landi, sem silki og bómull til þarfa yxi, þá vildi hann Ijúflega blífa við það, sem hans íöðurland af sjer gæfi. Item svar- aði hann latine þessum orðum: Vanitatis quam minimum optim- um: hið minsta af hjegómanum það besta. Aftur á móti, þá hann vildi gera sig glaðan enclui’ og sinifum með góðum vinum, þó aldrei ‘embættinu tit forsómunar cður hindrunar, gerði hann það og einnig alvariega, karlmannlega af hreinu þeli og hugljúíu hjarta- lagi. Barnahjal Lilja litla átti að lesa kvöld- bænina sína og mamma henn ár var í vandræðum með að kenna henni að spenna greip- ar. Þegar hún hafði raðað litlu fingrunum rjett sagði Lilja: — En hvernig á jeg þá að hafa tærnar? Þegar Bína litla sá sótar- ann í fyrsta skifti, varð Henni mjög starsýnt á hann. Svo hljóp hún inn til mömmu sinnar og kallaði: — Mamma, mamma, það er taminn Svertingi úti í eldhús- inu. Dísa er úti með mömmu sinni. Þær mæta prestinum, en hann hafði skírt litla bróð ur fyrir fáum dögum. — Sjáðu mamma, segir Dísa, þarna kemur hann stóri frændi. sem þvoði honum Lilla um hausinn. Ari litli fór í berjamó með mömmu og pabba. Um kvöld- ið fjekk hann berjamjólk. Á eftir átti hann að þakka guði fyrir matinn, eins og vant var. Hann spenti greipar og sagði: — Þakka þjer gViði guð fyr- ir mjólkina, en berin tíndi jeg sjálfur. % Afi gamli var alsköllóttur. Einu sinni spurði Inga litla: „Mamma, hvernig stendur á því að andlitið á honum afa cndar aldrei“. Sendið Lesbókinni skemtileg tilsvör barna.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.