Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1946, Síða 12
88 r~ ' r.:^r--T-Tg^ g^gr,^ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
-ÓKUNN
L Ö N D -
VII. Stjórnarskifting í Equador
Cftlr J4arn} J4. 3,-aná
TÆPU ÁRI áður en jeg kom til
Quito brutust hinar sífellu við-
sjár milli frjálslyndra og íhalds-
manna út í uppreisn. íhaldsmenn
eru kirkjuflokkurinn. Um mörg
ár hafði þá sami forseti verið í
Equador. Það var lítill og einkenni
legur maður, með ofurlítið grátt
skeg^g í vöngum, mjög góðlegur og
hafði jafnan á höfði sjer svo gríðar
lega barðastóran hatt, að sæmt
hefði hverjum skopleikara. Hann
hafði stolið ákaflega litlu á móts
við það er forsetar í S.-Amer-
íku hafa gert, og hann hafði ekki
levft embættismönnum sínum að
Stela, nema í hófi. Auk þess hafði
hann unnið landi sínu mikið gagn,
meðal annars með því að láta full
.g’era járnbraut frá ströndinni til
Quito. En kirkjunnar menn höfðu
sigað íhaldsflokknum á hann og
sá flokkur hafði kosið nýjan for-
seta, eins og algengt er í Suður-
Ameríku. En litli forsetinn vildi
ekki viðurkenna kosningu hans,
og neitaði að afhenda honum
völdin. Þá hófst uppreisni'n og
hann flýði til strandar og safnaði
þar unt sig fylgismönnum sínum.
En hamin^jan hafði snúið baki
við honum. Eftir fáeinar orustur
var hann tekinn höndum, ásamt
sonum sínum, frændum og vin-
um. íhaldsmenn hrósuðu sigri.
Stjórnin skipaði að flytja bánd-
ingjana til Quito. Yfirhershöfðing-
inn í Guyaquil neitaði að verða
við því, og sagði að ekki mundi
óhætt að flytja þá þáagað á með-
an fólkið væri sem æstast. Stjórn-
in sagði að engin hætta væri á
ferðum og' endurtók skipun sína.
Sjerstök járnbrautarlést var þá
scnd á stað með bandingjana.
Þetta var á laugardegi. Næsta
morgirn söng prestur nokkur
messu í Quito og æsti söfnuðinn
svo upp að hann tryltist. Um miðj-
an dag kom lestin. Bandingjarnir
voru settir í bíla og átti að aka
þeim til Panoptico, en það er fang-
elsi neðst í hlíðum Pichincha. Lýð-
urinn safnaðist saman um leið og
frjettin kom. Fremstir í flokki
voru lögregftuþjónarnir, sem áttu
að gæta reglu og friðar og vernda
líf bandingjanna. Hópurinn rjeð-
ist á fangahúsið með skothríð. og
kúlnagötin voru enn á því þegar
jeg var þar. í þessum æðisgangi
komust nokkrir fanganna út og
gengu í lið með skrílnum. Forset-
inn og fjelagar hans. sumir dauð-
ir eða deyjandi, voru klæddir úr
hverri spjör, reipu mvar bundið
um ökla þeirra og síðan voru þeir
dregnir þannig klukkustundum
saman um steinstjettir Quitos, en
múgurinn æpti og óskraði, svo að
undir tók í fjöllunum:
„Lifi kirkjan! Lifi María mey!“
Jeg eignaðist tvær myndir, sem
frændi gestgjafa míns hafði tekið
út um gluggann á herbergi mínu,
þegar forsetinn og elsti sonur hans
voru dregnir þar fram hjá. Mann-
grúinn, sem sjest á myndinni, er
eintómir kynbleftdingar, en það er
öll alþýða í Quito. Hvergi sá hvít-
an flibba heldri manna, nje breið-
barða hatta Indíána. Þessi óhugn-
anlega fylking fór eftir endilangri
borginni. Hjá Plaza San Blas slóst
í hópinn sægur af skækjum borg-
arinnar; voru þær með hnífa í
höndum og frömdu hinar viðbjóðs
legustu misþyrmingar á líkunum.
Að lokum komst skriðan út á Eji-
do. leikvang borgarinnar, og þar
hjuggu hinir æðisgengnu kyn-
blendingar líkin í smáparta með
öxum og hnífum og hverju því
vopni er hendi var næst. Sumir
hjuggu höfuð af forsetanum og son
um hans og fóru með þau heim til
sín, til minja um þennan frægðar-
dag. Þegar ærslin voru um garð
gengin, voru höfuðin sótt, en það
ætlaði ekki að ganga vel að ná
þeim. Hinum leifunum var safn-
að í hrúgu og þær brendar á báli.
Þannig voru ,.los arrastres“ (drög
urnar) sem menn minnast stund-
um á, og heldur skömmustulega.
Fólkið í Quito er’ekki eins hvítt
eins og í Bogota. Þar er eigi að
eins meira af afkomendum Indí-
ána, heldur er fólk af Evrópukyni
hörundsdekkra þar. Engir svert-
ingjar eru þar. Stjettaskifting er
mjög ákveðin og stjettirnar eru að
eins’tvær. í annari eru þeir, sem í
rauninni eru ekki annað en-áburð
arjálkar, gera ekki annað alla ævi
en rogast með einhverja byrði. í
hinni stjettinni eru þeir, sem aldrei
vinna ærle^t handarvik alla sína
ævi. Þar er það alls ekki talið sam
boðið virðingu neins manns af æðri
stjettum að bera nokkurn hlut,
ekki einu sinni lítinn böggul, milli
húsa. „Gaktu ekki hratt“, sagði
einn af betri borgarbúum við mig
í fullri alvöru. „Fólk mundi halda