Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1946, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1946, Blaðsíða 5
81 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS %■ 'I 'w émm- ■ #*mrr r í s * i a®aaí«a»-cj®i . aa»í »-88S«l I S í939999*C<9f j> aaa«»»(»»a« *%»J9 9»aga9 'V'.'Siíia* ^SiíiSI" Hoftóft í Lundi (Texkning Sig. Vidfússonar) verið eins og Sigurður lýsir því. Þetta hús var í þrennu lagi á lengd ina og við austurvegg þess miðjan afhýsi nokkurt. Gólfi hússiijs hallar en þó hefir það verið grafið niður í annan endann, svo að gólfflötur er þar 1,3 m. undir yfirborði, en í hinum endanum eru steinarnir rjett undir grasrót. Lengd aðal- byg|gingarinnar að utanmáli, á- samt þrepum, sem eru fyrir utan stafndyr,*er um 28,8 m. en breicjd- in 6—7,3 m. því að húsið er ekki alt jafn breitt. Á dyrastafni sást ekki móta fyrir veggjum, og virð- ist það benda til þess að þar hafi verið þil. Veggir viðbyggingarinn- ar cru úr lagi gengnir, en þó er hægt að sjá, að sú bygging hefir upphaflega verið minni, en síðan lcngd, og þá hlaðið við gömlu vegg ina. Allir hafa veg'gir verið úr torfi og grjóti mcð moldarfyllingu, og í skilrúmsveggjum hafa verið undirstöður úr grjóti. Hleðshui milli aðalhússins og útbyggingar- innar var verst farin, en senni- lega hefir þar ekki verið torfve^g- ur. Framan við aðaldyrnar voru þrep úr sljettum lielluni. Frexnsta húsið (I) er 9x3,5 m. og er einkennilegt mjóg. Að endi- löngu er því skift í þrent, en ekki á venjulegan hátt. í miðju er hellu lagður gangur og nær hellulagn- ingin inn í næsta hús. Til beg!gja hliða eru hærri steinar í slitinni röð, og sumstaðar steinaraðir það- an út að veggjunum og eru það sennilega undirstöður þilveggja. Á þennan hátt hafa verið gerð þrjú skot að austanverðu og tvö að vestan, að því er best verður sjeð, en máske líka þrjú hvoru megin. Á milli fremsta skotsins, sem er 2,5x1 m. og þess næsta hefir verið torfveggur. Næsta skot er 1,75x0,73 m. og hið insta 3x1 m. og hefir ekki verið skilrúm milli þess og miðgangsins. sjest það á því, að hellulagningin nær inn í bæði instu skotih. Annað húsi'ð (II) er 3,8x1,75—2,25 m. og' cru úr því dyr inn í öll hin húsin. Þriðja húsið er niðurgrafið. — Stærð þess er 9,75x3 m. Tvöföld stoðaröð eftir endilöngu hefir skift því í þrent. Ekkert eldstæði fanst hjer, og þótt ofurlítið fyndist þar af ösku og viðarkolum, benti það ekki til þess að eldur hefði verið kveiktur þar inni. Engir bekkir voru til hliðanna, gólfið alt jafn hátt og hörð gólfskán 2—5 cm. þykk. 1 báðum innri hornum var gólfið þó ofurltið hærra. Er talið að Sigurður hafi ekki grafið upp þarna og sje því alt óhreyft af honum. En ve^na þess að þarna fanst ekkert eldstæði, þykir senni- legt að þarna hafi verið útieldhús, enda þótt það fyndist ekki. Fjórða herbergið (útbyggingin) er talin hafa verið búr. Rannsóknin sýndi, að hjer getur ekki hafa verið hof, eins og Sig- urður helt fram Að vísu eru húsa- kynni þarna frábrugðin því, sem venjulegt er um forna húsaskipan. Er því ekki staðhæft að húsin I og III hafi verið skáli og stofa. Um aldur þessarar byggingar er ekki hægt að ákveða. Ef dæmt er eftir herbergjaskipan og bygging- stíl, virðist hún yngri, en rústirnar í Þjórsárdal, en þær yngstu þar eru frá 1300. Ástæðurnar til þess að Sig’urði Vigfússyni skyldi missýnast svo mjög, eru sjálfsagt nokkrar, en að- allega sú, að hann gengur að rann- sókninni með þeirri fyrirfram sann færingu að hjer sje um hoftótt að ræða. Rannsóknin verður fyrir vikið flausturverk, eins og skýrsla hans ber.með sjer, þar sem hann var þarna aðeins einn dag. Hinar nákvæmu rannsóknir sumarið 1939 haía þannig leitt í ljós, að óvarlegt er að mynda sjer skoðanir um það fyrir fram af hverju fornar húsarústir eru. Þær sanna einnigj, að af ytra útliti slíkra rústa er ekki liægt að ráða neitt um aldur þeirra. Það sjest á rannsóknunum á Snjáleifartóttum og ísleifsstöðum, þar sem komið var niður á margar húsarústir, hverja niður af annari á mismun- andi dýpi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.