Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1946, Síða 1
t
15. tölublað. Sunnudagur 12. maí 1946 XXI. árg.
laafoldarpratMtff)* M
Asmundur Helgason:
EIRÍKUR Á KARLSKÁLA
Höfundur þessarar frásagnar, Ásmundur Helgason frá
Bjargi, var um 10 ár vinnumaður hjá Eiríki á Karlskála, og
er honum því manna best trúandi að lýsa rjett þeim merka
bónda og rausnarheimili hans. Ásmundur á nú heima hjer
í Reykjavík og hefir það sjer til dægrastyttingar í ellinni
oð rita endurminningar frá fyrri dögum.
EIRÍKUR var fæddur 20. ágúst
1830 á Kirkjubóli í Vaðlavík. For
eldrar hans voru Björn bóndi á
Kirkjubóli fæddur 1793 í Teiga-
gerði, og Guðlaug Pjetursdóttir
bónda á Karlsskála. Þau eignuð-
ust 10 börn, sem náðu fullorðins-
aldri. Var þarna því þungt heimili
og vöndust systkinin snemma á
það að vinna.
Til þess að framfleyta þessum
stóra barnahópi þurfti að hafa all-
marga gripi, enda var jörðin stór
og' góð frá náttúrunnar hendi til
að framfleyta góðum bústofni, ef
vinnukraffur var nægur. Kom það
ekki síst í hlut Eiríks að annast
fjárgeymslu alla tíma árs, því að
hann var óvenjulega ljettur á fæti
og hið mesta fjárauga, mátti svo
kalla að hann lifði sig inn í þarfir,
þol og líðan skepnanna, sjerstak-
lega þó sauðfjársins. Hann vandist
‘ungur á að hirða lambær um sauð-
burðinn og varð líka sannur snill-
dngur í því að meðhöndla veik ung-
lömb svo að þau lifnuðu við. Þá
stóð hann að vetrarlagi yfir fje, er
þess þurfti með, en það var þá al-
mennur vani. Fór honum þá sem
fleirum að hann gerði sjer margt
til dægradvalar og til að halda á
sjer hita* Vandist hann þannig á
ýmsar íþróttir, svo sem að stökkva
á staf, hlaupa og halda sjer uppi á
staf. Sagði hann mjer svo frá, að
með þeirri æfingu hefði hann einu
sinni bjargað lífi sínu, og bar það
þannig til. •
Þetta var á þorra árið 1854. Ei-
ríkuy var þá hjá föður sínum á
Kirkjubóli. Þar var það venja að
láta hestana hafa ofan af fyrir sjer
uppi á fjalli á meðan þess var nokk
ur kostur. En þegar snjóbylji eða
stórviðri hafði gert, var altaf geng-
ið til hrossanna til þess að vita
hvernig þeim liði. Að þessu sinni
hafði gert norðaustan snjóbyl, en
harðfenni var undir í giljum. Morg
Eiríkur Björnsson
uninn eftir bylinn lagði Eiríkur á
stað að vitja hestanna. Fann hann
þá suma á allstórum grasbletti sem
nefnist Sauðavellir, en 3 vantaði.
Sá hann þá uppi í grasbotni, sem
kallaður er Efri-Sauðavellir, sunn
an í fjallinu Sauðatind. Þar á milli
er allbrattur melur, en vestast í
honum smá gil, sem náði niður
alla kletta og brekkur vestan við
bæinn Krossanes. Eiríkur tróð nú
slóð skáhalt upp melinn, þar sem
hann hugðist reka hestana niður
ofan við gilið, en vanalega var far-
/
\
0