Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1946, Side 3

Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1946, Side 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS % * [ T 223 « mun minna gagn í þeim áburði, er loft og regn ljeki um, heldur en í hinum, sem fengi að gerjast í til- byrgðum stað. Eiríkur ljet þvo út allan þann áburð, sem í gryfjunum var á hverju vori, þannig að áburðurinn var borinn í stóra kassa, hrærður þar út í vatni svo vel sem unt var, og síðan var þessum legi dreift yfir grasflötinn úr blikkskjólum. Þetta verk ljet hann helst vinna þegar hlýtt þokuloft var, eða fínn úði, sem þótti best. Hann vildi helst ekki láta bera þennan áburð á fyr en fór að slá í jörð. Árlega rekur mikið af þara á fjörur Karlsskála, og mannhæða háir bunkar geta orðið þar. Eiríkur ljet gera mikið að því að koma þara upp á túnið, þar sem hann taldi sig hafa þrefalt gagn af honum, fyrst sem fóður, er þaralaust var í fjör- um, í öðru lagi væri hann ágætur áburður, í þriðja lagi eldiviður á vorin. Þönglaþarinn var látinn í stórar breiður um túnið, en smái þarinn settur í bunka, því að oftast var í honum mikill sandur; þar hitnaði í honum svo að maðkur kviknaði og það þótti best. Síðan ljet Eiríkur flytja þennan smáþara þangað sem votlent var, því að hann kvað sandinn þurka upp jarð veginn. Gripheldan grjótgarð ljet hann hlaða umhverfis túnið, þar sem ekki var sjór. Var garðurinn mest- megnis tvíhlaðinn og um 300 faðma á lengd. Síðan Ijet Eiríkur sljetta mikið og fylgdist vel með breytingum og bættum aðferðum í þá átt. Þá ljet hann gera lokræsi víða um túnið, því að þar hagaði svo til að víðast út frá gamla tún- inu var afar votlent með stórgrýti upp úr. Ljet hann annað tveggja sprengja stóru steinana, sem upp úr stóðu, eða grafa þá niður, „því að ekki er til annars að taka þá upp, en að fá nýa í staðinn, þar sem alt er stórgrýti undir moldar- laginu“, sagði hann. Altaf ljet hann byrja snemma að slá, því að það var álit hans, að einn baggi í júlí hefði oftast nær meira fóðurgildi heldur en tveir í september. Einnig helt hann því fram, að ef grasið færi að liggja, tapaði það fóðurgildi, og yrði það hvítt í rót væri það ekki betra en ljelegt úthey. Þegar leið fram í júní sást Eirík- ur oft á gangi um túnið um morgna, þar sem best var vaxið, og þreifaði á stráum og togaði í þau. Jeg mætti honum eitt sinn á hlaðinu, er hann kom úr slíkri göngu og spurði hvað hann hefði verið að athuga. Kvaðst hann hafa verið að vita hvað grasvextinum liði. Jeg spurði hvernig hann færi að því, og svaraði hann þá eitthvað á þessa leið: — Þegar liðagras, t. d. puntur, slitnar en dregst ekki sundur um liði, er hann hættur að vaxa; en því liðugra sem hann dregst sund- ur því meiri er vöxtur hans. Eins er með ýms blómgrös, að þegar blómið er fullþroskað, þá held jeg að það fái ekki meira fóðurgildi, því að þá finst mjer sem grasið fari að harðna að utan. Líka hefi jeg tekið eftir því, að gras, sem slegið er síðla sumars, kemur ekki eins mjúkt úr stáli, sem snemm- slegið. •— Hann gerði mikið að því að ná smára í túnið. Hann ljet skera þök ur af velþroskuðum smárablettum og flytja heim á tún og setja niður þar sem hann áleit besta staði fyr- ir þær. Smáranp kallaði hann oft baunagras, taldi hann hafa sama bragð sem baunir. Ejtirtekt. EIRÍKUR var gæddur svo mik- illi athyglisgáfu og aðdáunarverðri eftirtekt á öllu, er hann hafði af- skifti af, hvort sem var dautt eða lifandi, að jeg efast um að lengra verði til jafnað, er tillit er tekið til þess, að honum hafði ekkert verið kent nema lítilsháttar að lesa, eins og almennur siður var á þeim tíma. Nefni jeg hjer á eftir að eins fá dæmi af mörgum, er sýna þessa gáfu hans. Eitt sinn er Eiríkur kom neðan frá sjó með, sjómönnum sínum, dettur hann, en það var óvanálegt. Hann stendur upp, horfir í farið og tekur þar upp svo sem lofastórt þarablað, skoðar það og segir síð- an: „Það er ekki furða þótt jeg dytti, fyrst þetta þatablað varð undir fæti. Hún er einkennileg þessi lág- vaxna þarategund. Meðan hún er í botni sýnist hún „sæloðin“ og hvítleit, en þegar hún hefir legið á landi 1-2 sólarhringa, er komin á hana svo sleip húð að hálli er en nokkurt gler“. Eiríkur hafði oft fje í úteyjum, Skrúð eða Seley. Eitt sinn á út- mánuðum, eftir langan harðinda- kafla, sendi hann menn sína til að vita hvernig fjenu liði og hefði lið ið í harðindakaflanum. Þeir töldu sig lítið geta sagt um hvernig því hefði liðið, nema þeir gæti náð því. Eiríkur sagði þá: „Náið þið nýum spörðum úr fjenu, þá skal jeg segja ykkur hvernig því hefir liðið í áfellinu". Mennirnir fóru, gekk ferðin vel, sögðu að fjenu liði ágætlega og væri eldfjörugt. Færðu þeir svo húsbónda sínum ný spörð úr því. Hann muldi spörðin í lófa sínum og mælti síðan: „Fjenu líður vel núna, því að spörðin eru stór, en sandkornin í þeim sýna að það hcf ir haft lítið að eta fyrir nokkrum dögum“. Eitt sinn er við fiskuðum lítið, lá illa á formanninum. Eiríkur

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.