Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1946, Side 6

Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1946, Side 6
226 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS beitt, mannkyninu og öllu því, sem lífs er, til falls og foráttu, til þess að myrða og drepa menn, konur og börn. Og þegar er farið að afmarka áhrifasvæði, þangað sem engum öðrum leyfist að koma. En öll eru þessi áhrifasvæði bygð og setin. Vel má vera, að þar finnist málmar eða olía í jörðu. En þarna lifa menn. Og allir þessir menn, karlmenn, konur og börn, eru nár tengdir hver öðrum, karlmenn, sem eru fyrirvinnur fjölskyldna sinna, mæður, sem ala önn fyrir börnum sínum, og börn, sem öll menning er undir komin, sem á að ala upp til gagns og nytja, göfugs, and- legs lífs og til hlýðni við hin eilífu' siðalögmál í brjósti manns. Og þessar fjölskyldur allra þjóða, allra landa og hjeraða, hvaða litar- hátt sem þær hafa, hvort sem þær eru hvítar eða svartar, brúnar eða gular hafa svipaðar þarfir, sömu vonir og sömu þrár. Allar þarfnast þær fæðis og klæða og þaks yfir höfuðið. Verkamaðurinn þarfnast vinnu tli þess að þægja þessum þörf um sínum, og einhvers frelsis og frístunda til þess að fullnægja þrám hjarta síns, hver upp á sinn hátt í sjálfskapaðri iðju, leik eða íþrótt- um, í samvistum við aðra eða í ein- rúmi. Allir, án undantekningar, óska tómstunda, svo að þeir geti þroska sjálfa sig á einhvern hátt, ýmist sem einstaklingar eða í sam- fjelagi við aðra, losnað undan oki annara „máttarvalda“, flokksaga og afskiftasemi annara. Og allir, án undantekningar, þrá öryggi friðarins.....“ Þannig hljóðar fyrri kafli ávarps ins. En síðan snýr hún sjer alls-ó- feimin að máttarvöldum þessa heims og þá einkum að hinum „þrem stóru“. II. „ÞJER, foringi Sovjet-lýðveld- isins, eruð málsvari ríkis, sem þeg- ar fyrir mannsaldri lýsti yfir sam- ábyrgð hinna vinnandi stjetta um heim allan og rjettindum hvers einstaks þeirra á meðal til þess að skipta á milli sín auðæfum þess, sem áunnið var, — stefnuskrá, sem vakti eldmóð og vonir miljóna. Þó hafið þjer ekki hafið rödd yðar gegn morðum á börnum þessa mikla meiri hluta — hinna vinnandi stjetta — og að hin sameiginlega jörð vor skuli sundurtætt af sprengj um og vítisvjelum til þess að öðl- ast „framknúinn frið“, nje heldur hafið þjer gefið þá hugmynd upp á bátinn, að fullkominn friður fá- ist aðeins fyrir stjettabaráttu. Þjer, herra forseti, eruð fulltrúi lands, þar sem allir eiga að vera jafnir fyrir lögunum og allir eiga að njóta sömu rjettinda og hafið lýst því yfir, að ríkið ætti að vera þjónn þjóðarinnar. En hvað hafið þjer gert hingað til til þess, að heimurinn verði þessara sömu rjett inda aðnjótandi? Þjer hafið tekið þátt í yfirlýsingum, er skapa sigur- vegurunum rjettindi til handa hin- um voldugu, en önnur rjettindi handa hinum máttarvana, ein rjett- indi fyrir þá, sem eignir hafa, en önnur fyrir þá, sem ekkert eiga. Þjer, herra forsætisráðherra, er- uð fulltrúi þjóðar, sem er miklu þol gæði gædd, sem er svo friðelsk, að engin lögregla hennar er vopnum búin, svo næmgeðja í öllum rjett- lætismálum, að þjer, lengur en all- ir aðrir, setjið meðaumkvunina við hlið rjettlætinu, í dómsúrskurðum yðar. Og Bretar, sem hafa kjörið yður, hafa gjört það af frjálsum vilja og með miklum meiri hluta, af því að stefnuskrá yðar hjet þeim, að stjórnin á þjóðarauð þeirra skyldi miða að velferð allra. Samt er friðurinn í yðar augum svo ó- tryggur, að þjer þorið ekki að leysa upp loftflota yðar, og einnig þjer hófuð aðeins veika og ósannfær- andi rödd um það, að hafa bæri hemil á hinu alt-eyðandi vopni, sem nú hefur lagt loftið, sem við öll öndum að okkur, undir sig, síðasta belti þessarar jarðkringlu, sem öll- um var enn frjálst og óskattlagt, en þaðan, sem menn nú verða að flýja í jörð niður í neðanjarðar- byrgi“. t „Herrar mínir! Talið ekki lengur til mæðranna um frið! Okkur virð- ist að yðar friður sje öllu geigvæn- legri en stríðið. Eruð þjer ekki enn að tala um volduga heri, risavaxna flota og lendingarstaði fyrir spreng juflugvjelar og kjarnorkusprengj- ur? Talið heldur við okkur um góð- vild og meðaumkun, því að þær eru systur friðarins. Meðan þjer eruð að flytja ræður yðar og ráða ráðum yðar, eru miljónir barna og mæðra þeirra að deyja úr hungri, af því að þau hafa ekkert að nær- ast á. Það eru börn „bandamanna“ sem „fjandmanna“. En við mæður þekkjum engin „f jandsamleg börn“. Og enn brýnir hún raustina, þessi „samviska samtíðarinnar“ og segir: „Mæðm yðar kenndu yður orð ritningi i.inar. Mæður yðar hvers um sig, áttu aðeins eina ósk, — að þjer yrðuð góðir menn! Þær kenndu yður ekki að biðja: — Gjör þú mig að foringja heims! heldur: Gjör þú mig að góðum manni! Haldið þjer að mæður yðar hafi verið heimsk- ar eða haldnar fánýtri fávísi? Og sei, sei, nei! Þær voru spakar. Því að gæskan er einasta uppspretta góðviljaðs valds, þess valds, sem endurnærir, verndar og viðheldur, þess valds, sem er fjandsamlegt öllu ofbeldi, er myrðir og drepur..“ Því nær með ógnunarorðum lýkur svo þessi hugaða kona ávarpi sínu: „Þetta er allt, sem jeg vildi sagt hafa, og þó ekki síðasta orðið. Þjer herrar mínir, karlmennirnir eruð Framh. á bls. 232

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.