Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1946, Síða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1946, Síða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 233 FRAMTÍÐAR SUNNUDAGUR Vjelaöldin hejir haft áhrif á höfund þessarar greinar. Hann lætur hugmyndaflugið leika lausum hala inn»í framtíðina, sem er alt annað en tilhlökkunarefni. Sœlutími mannkyns- ins er úti, að hans áliti. Jeg kastaði fjarsýnistækinu út á gólf. Jeg var orðinn hundleiður á að horfa og hlusta á golfleikinn í loft- inu yfir Atlantshafinu, þar sem bolt- arnir"þeyttust frá einum undarleg- um lendingarstað á annan, og þátt- takendur fundu boltana með radar- ljóstækjum, sem fóru 2000 km á klukkustund. Jeg lbkaði augunum og fór að fiugsa 30 ár aftur í tímann, þegar allt var svo skemtilegt og friðsælt, sam- anborið við lætin núna. Börnin höfðu farið í burtu yfir helgina. Drengurinn minn hafði far- ið í flugvjelinni til Bombay til þess að tína brönugrös, og dóttir mín og vinkona hennar höfðu ásamt góðum vini sínum, farið í smáferðalag í kaf- bát til þess að leita að skipsflaki. Konan mín sat inni í stofu og var að nöldra yfir því, að hún ætlaði aldrei að geta slitið út „nylon“-sokk- unum sínum. Núna var hún búin að eiga sömu sokkana í 7 ár, og hún sagði, að maður gæti orðið brjálaður út af minna en því. „Fæ jeg ekki bráðum hádegismat- inn?“ kalla jeg, ergilegur. „Gerðu svo vel“, svaraði konan mín og kastaði til mín þrem teningum, sem jeg greip í lofti. „Fisk, steik og ábæti“. Tveim fyrstu rjettunum stakk jeg upp í mig, en ábætinum stakk jeg í vestisvasann. Jeg ætlaði að geyma hann þangað til seinna. Jeg var eitthvað svo eirðarlaus. Mjer til dægrastyttingar braut jeg saman skrifstofuna mína og setti hana í hornið á borðstofunni. Fór jeg síðan niður í flugvjelarskýlið, fyllti flugvjelina mína með atómum og at- hugaði neutronbirgðirnar. Nokkrum mínútum síðar var jeg kominn út yfir Norðursjóinn. Jgg helt rakleitt áfram, framhjá öllum umferðamerkj- um yfir Fjóni, þar sem allar umferða reglur voru komnar á ringulreið, og enginn skipti sjer af því, hvort rauð eða græn ljósmerki væru gefin. — Gömul kona æpti á eftir mjer: Flug- níðingur, þegar jeg stakk mjer beint fyrir framan hana. I nánd við Fær- eyjar kom jeg auga á skraddarann minn. Jeg var ekki viss um, að hann hefði komið auga á mig, en til vonar og vara, kastaði jeg út reyksprengju, gleypti eina „hálofts“-pillu og flaug upp í 5000 metra. Jeg lagði leið mína suður á bóg- inn og ætlaði að lenda á eyju eynni í nánd við Hawai. Þangað fór jeg oft á mínum ungu dögum. Jeg flaug nokkrum sinnum yfir staðinn. Ja, drottinn minn, hvernig þar var á- statt. Úti um allt stóðu flugvjelar, og fólk frá öllum löndum heims lá eins og síld í tunnu á ströndinni til að njóta eins dags á Hawai. Um alt voru böglar með matarkjörnum, og yfir allri eyjunni hvíldi þjett þoka af Virginiu tóbaks reyk. Jeg helt áfram til Tibet, en þar var jeg altaf velkominn hjá lama- presti einum, sem jeg var vanur að heimsækja, þegar jeg átti leið hjá. En heldur ekki þar fann jeg það næði, sem jeg var að leita að. Orkugeymirinn minn var næst- um því tómur og jeg fór stytstu leiðina heim. A leiðinni hitti jeg stúlku, sem var í sömu hæð og jeg. Jeg þekti hana frá Vesturbrú. Hún var vön að vera á sveimi yfir Ermar- sundi á þeim slóðum þar sem ung- ir menn eru vanir að leita sjer að skemtunum. Jeg deplaði töfraaug- anu mínu, og við komumst brátt í samband hvort við annað, og flugum saman heim. Hún bauð mjer glas af „þungu vatni“, og við skiptum á milli okkar ábætisteningnum mín- um. Við ákváðum að hittast næsta sunnudag miðja vegu milli Rio de Janeiro og Buenos Aires. Þar er eitt ágætis veitingahús, sem jeg fer oft í, því að þar getur maður ennþá fengið mat upp á gamla mátann. Þegar jeg kom heim, höfðu börnin lent flugvjelunum sínum í ljósa- krónunni, skrúfað þakið af húsinu, til þess að nota það fyrir sundlaug, og konan mín hafði sent allt sitt.dót út í skipasmíðastöð, til þess að láta höggva það upp, og sjálf vildi hún fá skilnað. Hún var komin áleiðis til Montreal með ljóshærðum neutron- rannsóknarmanni, til þess að ganga á ný í heilagt hjónaband, því þau voru á sömu bylgjulengd. Jeg háttaði og fór að lesa með miklum ákafa útgáfu fyrir nútíma- menn af „Rósinni á Þistileyjunni“. Rich. Levin. Málverka- sýningin Pjetur Sigurðsson: Hús í Hafnarfirði

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.