Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1948, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1948, Blaðsíða 1
Sigurður Guðmundsson: ÁHRIF MttÐRLVALLASKÓLA J, uarp til Ylflökruuellincjci, fíutt í Vlílenta- Iwíanum á ^y^Luretpi 1. júlí 194 7. Þ. 1. júlí s.l. var cfnt til móts fyrir nemendur MöðruvallaskóHns, en þá voru liðin 45 ár frá því skólahúsið brann og síðustu ném- endurnir útskrifuðust þaðan. — Mótið var sett í Mentaskólanum á Akureyri að morgni þess 1: júlí. Við þaö tœkifœri flutti Sigurð- ur Guðmundsson skólameistari ræðu þá er hjer birtist, eftir handriti hans. MÖÐRUVELLINGAR! Jeg býð ykkur einlæglega velkomm í heimkynni Menntaskólans á Akur- eyri. Komið heilir á fornar stöðvar og löngu gengnar götur, þar sem þjer eigið mörg spor, sem verða hvergi fundin nje rakin — annars staðar en í sjálfum yður, ævistarfi yðar og lífs- ferli. Þótt þykja kunni öfgalega mælt, tel jeg það lán, að mjer auðnast að á varpa yður á heimili mínu, sem jeg ef til vill, af norðlensku yfirlæti, leyfi mjer að kalla svo. Þjer komið hingað úr öllum áttum, að sunnan og vestan, norðan og aust- an, eftir vel og dyggilega unnið ævi- starf, til þess að rifja upp ævintýr æsku yðar og styrkja gömul tengsl og fóstbræðralag. í dag reikið þjer, sern Æsir forðum, á Iðavelli gamalla minn inga og rifjið upp mörg tíðindi og at- burði, sem gerðust í fjarska löngu lið- inna tíða og horfinnar menningar. Það er eitt auðkenni þessara líðandi daga, hversu mjög skemmtanir tíðkast nú með þjóð vorri. Aldrei hefur mann- fólkið á íslandi skemmt sjer eins mik- ið og á fimmta áratugi vorrar aldar. Allir skemmta sjer, bömin, æskan og miðaldra menn. Hvað er þá eðlilegra en oss, hinni öldruðu kynslóð, leiki hug ur á að stíga um sinn hinn glaða dans og skemmta oss sem ungir væfum, eftir því, sem oss enn endist fjör og orka til. Æskunni kemur það vafalaust svo fyrir sjónir, sem jeg og þjer, gamlir Möðruvellingar, sjeum allir orðnir öld- ungaf- eður aflóga húðarklárar. Eru og fjörutíu og fimm ár liðin, síðan gagn- Sigurður Guðmundsson fræðingar voru seinast brautskráðir á Möðruvöllum. Allir Möðruvellingar eru því komnir yfir sextugt. Að eins örfáir þeirra geta verið yngri en hálf- sjötugir. Mjer þykir skemmtilegt að sjá, aá hjer sitja nú á bekkjum menn á níræðisaldri, eins og t.d. hið mikla valmenni og hinn mikli námsmaður, Árni Hólm (gagnfræðingur 1883), er eitt sinn var, að sögn, efstur í Latínu- skólanum í Reykjavík. Lífið er, sem kunnugt er, aldrei kyrrt, stendur aldrei í stað. „Allt rennur“, sagði heimspekingurinn

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.