Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1948, Blaðsíða 16
28
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
Gamlárskvöld í Reykjavík. Þegar gott er veður á gamlárskvöld, er fagurt og
tilkomumikið að horfa á ljósadýrðina og flugeldana yfir Reykjavík. Þegar farið
er að dimma byrja óþolinmóðir unglingar að skjóta fyrstu rákettunum. Þær þjóta
hvæsandi upp í loftið hingað og þangað og glitregn þeirra bregður birtu á loftið
sem snöggvast. Þegar á kvöldið líður fjölgar rákettunum og svo kemur kollhríðin
á miðnætti. — Sjaldan eða aldrei munu hafa sjest jafn miklir og fagrir flugeldar
yfir Reykjavík eins og seinasta gamlárkvöld og brá þessi ljósadýrð ævintýraljóma
yfir borgina tilsýndar. En bragur fólksins á götunni var ekki að sama skapi
fagur. Það, sem vjer eigum enn í oss af villimenskuæði, brýst þá út svo að höfuð-
borginni og þjóðinni er til vansa. Vonandi verður komið í veg fyrir þetta næsta
gamlárskvöld, svo að fegurðin ein sitji hjer að völdum. Að því ættu æskulýðsfje-
lög bæjarins að stuðla af öllum mætti, a& menningarbragur verði á öllu í staðinn
fyrir skrílslæti.
FYRIR 140 ÁRUM ,
(1807) kom út í Leirárgörðum ný út-
gáfa af barnalærdómsbókinni. Um þá
útgáfu sagði Geir Vídalín svo í brjefi
til Bjarna Thorsteinssonar: „Þeir góðu
menn, etatsr. (Magnús) Stephensen og
(Guðmundur prentari) Scheving, ann-
að hvort einn eða báðir, hafa (þar)
stolið undan niðurstigningu Kristí til
helvítis úr annari greininni og rekið
djöfulinnúr 6. bæninní (í Fræðunum)“.
KAUPSTAÐARLÓÐ REYKJAVÍKUR
Fyrsta útmæling kaupstaðarlóðar
Reykjavíkur fór fram fyrir 160 árum
(1787) og voru takmörk hennar þessi:
Að vestan Grjótabrekka frá Ullarstofu-
túni allt til sjávar. Að sunnan norður-
endi Tjarnarinnar og að austan lækur-
inn til sjávar. Auk þess var spilda af
Arnarhólslandi fyrir norðan og norð-
austan Arnarhólstraðir, lögð til kaup-
staðarins. Ennfremur var Örfirisey aí-
hent kaupstaðnum með sjerstöku tilliti
til þess, hvað hún væri vel fallin til
fiskverkunar og uppskipunar, svo og
vegna þess hve auðvelt væri að koma
þarna upp vigi til varnar Reykjavíkur-
höfn.
\
ODDFELLO W-REGL AN
fluttist hingað til lands fyrir 50 árum
(1897). Þá var fyrsta 6túkan stofnuð í
Reykjavík og voru stofnendur hennar:
Björn Jónsson, ritstj., Halldór Daníels-
son, bæjarfógeti, Guðmundur Björns-
son, síðar landlæknir, Sighvatur Bjarna
son, síðar bankastjóri, Guðbrandur
Finnhogason, verslunarstj., og Tryggvi
Gunnarsson, bankastjóri. Fyrsti yfir-
meistari stúkunnar varð Björn Jóns-
son.
STEINGRÍMUR THORSTEINSSON
skáld var 73 ára að aldri þegar hann
varð rektor MenntaSkólans. Hann gengdi
því embætti í 9 ár.
0
TOGKAMBAR
Gömlu íslensku togkambarnir voru
áþekkir garðhrífum, nema nokkuð tann
þjettari, og skaftið ekki nema þverhönd
á lengd. Þeir vóru notaðir í Þingeyjar-
sýslu fram undir seinustu aldamót til
þess að kemba í þeim tog í höföld og
vandaðan saumþráð. Toginu var stung-
ið ofan í tennurnar, eða tindana á
öðrum kambinum, síðan kennbt út ein-
um kambinum í annan á víxl, þangað
til alt það lengsta af toginu myndaði
eins og fax; þá var það með fingrunum
dregið fram úr í lopa, en alt hið stysta
varð eftir í tönnunum, og var það nefnt
undankemba (K. Jónasson).
í EFRA SOGINU
(sem áður mun hafa heitið Kaldá) er
ker nokkurt og segir munnmælasaga að
þaðan komi allur mývargurinn, sem
kvelur menn í Grafningnum á sumrin.
FJE ÁVAXTAST
Sveit einni tilfell arfur eftir þurfa-
mann, er nam 500 kr. Sveitarmönnum
kom þá strax saman um að setja pen-
inga þessa á vöxtu að sinni. Eftir 18
ár var höfuðstóllinn, 500 kr., tekinn og
honum eytt, en renturnar, sem við hann
höfðu bæst, látnar vera kyrrar á vöxt-
um. Nú liðu 135 ár; þá var sjóðurinn
orðinn 100 þús. kr. og þurfti ekki helm-
inginn af rentunum af því til að borga
öll skyldu-útgjöld sveitarinnar (Eirík-
ur Briem).
HELLIR
er í Jósepsdal innarlega og er mælt
að tröllkona hafi búið þar alt fram á
19. öld!
EYVINDUR SKÁLDASPILLIR
mun hafa orðið til þess fyrstur er-
lendra manna að kveða lof um íslend-
inga. Þeir launuðu með því að „hver
bóndi gaf honum skattpening. En er
silfrið kom fram á alþingi, þá rjeðu
menn það af að fá smiða til að skíra
silfrið. Síðan var ger af feldardalkur,
en þar af var greitt smiðarkaupið. Þá
stóð dalkurinn fimm tugi marka. Hann
sendu þeir Eyvindi, en Eyvindur ljet
höggva í sundur dalkinn og keypti sjer
bú með“. (Heimskr.)