Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1948, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1948, Blaðsíða 6
18 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS muni hafa af jörðinni. Svo segir hann: „Þessi tekjuáætlun bæjarstjórnar virðist mjer vera byggð á tyllivonum um gagn og gæði jarðarinnár, því að bæjarstjórnin gerir ráð fyrir því að hún fái helming hins boðna afgjalds með því að leigja túnið og vera laus við afgjald það, er hún hefur greitt af Fossvogi nú um nokkur ár, og eins með þvi að selja kjalfestu. Jeg tel það mjög varhugavert af bæjarstjórn að ætla að leggja svona þung útgjöld á bæinn árlega, án þess að vera viss um það að þurfa ekki að íþyngja bæjarbúum með auknum sköttum. Að vísu verður að játa að það er til hagsmuna fyrir þá, sem eiga hesta, ef bærinn fær eignina, en þetta getur þó alls ekki rjettlætt það, að auka skatta á öðrum, en það leiðir af sjálfu sjer þegar útgjöld bæjarins eru aukin. Jeg lít því svo á, að þetta mál falli undir ákvæði 24. gr. í reglugerð um bæjarmálefni Reykjavíkur, því að það geti haft afleiðingar er miklu varða um langan aldur í bæjarmálefnum og megi því ekki samþykkjast nema á borgarafundi. En þar sem umsókn þessi er svo seint komin fram, þá veldur það allf of löngum drætti að kalla fyrst saman borgarafund — enda álít jeg að hann mundi fella málið — og senda síðan úrlsitin til ráðuneytisins, auk þess, sem þá er hætt við að maður missi af því hagkvæma tilboði, sern þegar er komið fram. Jeg held því fast við ti! lögur mínar í brjefi mínu til ráðu- neytisins hinn 13. þ. m.“. 24. GREIN REGLUGERÐAR Hinn 27. nóv. 1846 var sett reglu- gefð um stjórn bæjarmálefna í Reykja vík, og var þessi reglugerð grundvall- arlög fyrir bæinn fram til 1872. Með 24. greininni, sem Trampe vitnar í, var bæjarstjórn svo að segja svipt öllu athafnaírelsi. Hún mátti ekki ráðast í neitt, sem hafði meira en 20—30 rík- isdala útgjöld í för með sjer, nema því að eins að borgarafundur samþykti. og þó var tilskilið samþykki stiptamt- manns, kansellí (dómsmálaráðuneytið kom í þess stað 1849) og jafnvel kon- ungs. Það fór nú svo samt að þessu sinni, að stjórnin hundsaði tillögur Trampe og fyrir skipaði að nýtt uppboð skyldi fara fram á eigninni 18. des. 1856. Var svo fyrir mælt, að eignin skvldi seljast í þáverandi ástandi án nokkurs álags. BÆNUM BANNAÐ AÐ BJÓÐA í EIGNINA Þegar það frjettist að Laugarni.s skyldi boðið upp að nýu, tók bæjar- stjórn málið fyrir og var þar áhugi fyrir því að bjóða nú í eignina fyrir bæjarins hönd. Eftir ósk bæjarstjórn- ar skrifaði Vilhjálmur Finsen, bæjar- fógeti, brjef til stiptamtamanns og spurðist fyrir um það, hvort nokkuð væri því til fyrirstöðu, að bæjarstjórn ljeti bjóða í eignina fyrir sína hönd upp á væntanlegt samþykki yfirvald- anna og ef hún væri fær um að greiða það, sem greiða bæri. Hafði bæjar- stjórn þá hugsað sjer að bjóða 6000 rd. í eignina og höfðu ýmsir af efna- mönnum bæjarins boðist til að lána henni þann þriðjung kaupverðsins, sem greiða átti út í hönd. Þessu brjefi svaraði stiptamtmaður ekki fyr en 16. des., eða tveimur dög- um fyrir uppboðið. Getur hann þess þar, að hann hafi sent tilboð bæjar- stjórnarinnar frá 11. ágúst til dóms- málaráðuneytisins, og ráðuneytið hafi ekki tilkynnt sjer að það leyfi að bær- inn kaupi þessa eign, en slíkt leyfi sje alveg nauðsynlegt, því að ekki kvaðst hann hafa farið dult með það við ráðuneytið, að hann sje á móti því að bærinn kaupi eignina. Og vegna þessa geti hann ekki leyft bæjarstjórn að bjóða í hana. Uppboðið fór svo fram án trumbu- sláttar, sem þó var þá siður. —- Hinn danski uppboðsráðandi, Baumann u ® Vilhjálmur Finsen sýslumaður, las upp skilmálana á dönsku, en engin þýðing þeirra var birt á íslensku. Allmikill mannfiöldi var við, en enginn bauð neitt nema Jón Pjetursson, yfirdómari. Hann bauð 4000 rd., en þegar enginn bauð þar yfir og uppboðshaldari skýrði frá því að svo lágt boð yrði ekki sam- þykkt, hækkaði Jón boð sitt í 5000 rd. og var honum þá slegin eignin fyrir það verð. BÆJARBUAR HEFJAST HANDA Þessi úrslit vöktu afar mikla óá- nægju meðal bæjarbúa. Segir „Þjóð- ólfur“ að „allur þorri hinna merkari og vitrari bæjarbúa . . . hafi af fullri sannfæringu álitið það sannarlegt vel- ferðarmál fyrir Reykjavík að eignast Laugarnes". Sárnaði mönnum það sjerstaklega að hið danska vald skyldi banna bæjarstjórn að bjóða í eignina. Risu nú upp ellefu bæjarbúar og skrif- uðu stiptamtmanni brjef sama dag- inn, sem uppboðið hafði farið fram. Buðust þeir þar til þess að kaupa Laugarneseignina fyrir 5500 rd., en heimtuðu nýtt uppboð ella, ef þetta boð yrði ekki samþykkt. „Þeir grundvölluðu að sögn þetta eftirboð sitt með fram á því, að amt- ið hefði ástæðulaust og með maktar- orðum einum meinað bæjarstjórninni

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.