Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1948, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1948, Blaðsíða 4
16 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS koma það kynlega fyrir sjónir, er hinn norðlenski gagnfræðaskóli er kallaður búnaðarskóii. Á ofanveróum dögum hans og all-löngu fyrr voru f jórir búnáðarskólar starfandi í land- inu. Lárus Rist kveðst þegar eftir gagnfræðapróf hafa ráðist í vinnu „hjá Búnaðarfjel. Arnarnesshrepps". eins og svo margir gagnfræðingar á þessum árum, er unnu að túnasljettun, skurðgreftri og garðhleðslu og að sögn hans, kallaðir „báfræðingar“. — Margir Möðruvellingar gerðust og miklir bánaðarfrömuðir. Hefur slíkt án efa, að nokkru stafað af því, að skólinn var meðfram lýðháskóli. Með því á jeg við, að á Möðruvöllum tókst að fylla suma unga námsmenn guð- móði og eldlegri trú á framfaramátt lands vors og á gróðrarmagn íslenskr- ar moldar. Hefur Stefán Stefánsson, kennari, er síðar varð skólameistari á Akureyri, án efa, mest kynt þvílíka hrifni, slíka frjósemdartrú og bjart- sýni. I kennarastóli var hann mikill kyndari í æðra veldi eður í hinni drengilegustu merkingu. Lárus Rist segir í hinni merkilegu bók sinni, er áður er getið: „Hann kenndi með svo miklum áhuga og eldmóði, að hann varð rómaður um allt land og ávann sjer fyrir það kennaraheitið til að- greiningar frá öllum öðrum Stefán- um. Hann Ijet sjer ekki nægja að kenna nemendum fræðin sjálf, heldur notaði hann þau til þess að örva nem- endur til framtaks, líkt og þeir menn, sem mest orð fór af við lýðháskólana á Norðurlöndum". Sama hafa fleiri nemendur hans vitnað, t.d. Gísli Helga son, bóndi í Skógargerði. En íslenskir háskólamenn hafa yfirleitt aldrei kunnað að meta gildi danskra lýðhá- skóla, markmiðs þeirra og fyrirkomu- lags. Og Möðruvellingar kenndu. Þeir gerðust heimilskennarar, farandkenn- arar, barnakennarar, unglingakennar- ar, skólakennarar og skólastjórar. — Einn þeirra, Ögmundur Sigurðsson, gerðist forstöðumaður annars gagn- fræðaskólans, er þá var í landinu, Flensborgarskóla. Þeir fræddu, örv- uðu, hvöttu greinda unglinga til meira náms, t. d. á Möðruvöllum*). Verður þessi ^starfsemi þeirra Möðruvalla- sveina seint nákvæmlega könnuð nje metin til fullnustu. Þá er Möðruvallaskóli byrjaði starf, var þjóðf jelag vort — þótt hægt færi, seint yxi og harðindi og hallæri þiök- uðu þjóð og landi — vaxandi þjóðfje- lag, sem þarfnaðist vaxandi starfs- krafta. Þá starfskrafta lagði Möðru- vallaskóli því til, ásamt Flensborgar- skóla, er var litlu yngri. ;En jafnan kvað meira að Möðruvallaskóla. Um hann stóð jafnan meiri gustur og gnýr. Möðruvellingar koma á stór- ní'ikinn hátt og afdrifamikinn hátt við verslunarsögu íslands. Þeir eiga þátt í því, að verslun vor er orðin innlend, alþýðleg, lýðræðisleg, sem eðlilegast mun að orða slíkt á vorra daga máli. Hún er, að minnsta kosti að nokkru, lýðræðisleg, þar sem eru samvinnu- fjelög vor og kaupfjelög. í bernsku vorri og æsku vor, hinna aldri orpnu manna, sem hjer erum saman komnir, voru í landinu danskir kaupmenn, danskir verslunarstjórar og danskir verslunarmenn. Hefur slíkt stafað af aldagróinni venju, framtaks- leysi og kunnáttuleysi landsmanna. En víða hjer norðanlands, að minnsta kosti, leystu norðlensku gagnfræð- ingarnir þá af hólmi kaupskapar- og verslunarstarfa. Þeir gerðust búðar- menn og bókarar, síðan verslunar- stjórar og loks kaupmenn. Á slíku varð verslunin innlend, og varð að slíku hagræði og þægindi á marga *) Einn gagnfræðinganna, Jónas Sveinsson, bóndi í Bandagerði við Ak- ureyri, sótti um Möðruvallavist fyrir frænda sinn, Þórð Sveinsson, er síðar varð yfirlæknir á Kleppi, án þess að hann vissi slíkt, fyrr en honum var til- kynnt, að honum væri veitt rúm í gagn fræðaskólanum norðlenska. En á Möðru völlum hófst framsókn Þórðar Sveins- sonar og þjóðfjelagsleg uppstigning. vegu. Er örðugt, að líkindum ókleift, að meta gildi sliks. Þá er kaupfjelögum og samvinnu í verslun óx fiskur um hrygg, voru margir Möðruvellingar og norðlensk- ir gagnfræðingar ráðnir í vist þeirra og þjónustu. Og sumir Möðruvellingar gerðust forvígismenn þessarar kaup- sýslu. Sennilega hefðu kaupfjelög vor eigi eflst og vaxið jafn-skjótt og raun var á, ef eigi hefðu þau notið við vinnu og vopna gagnfræðinga frá Möðru- völlum, framtaks þeirra og fimi í bók- færslu og reikningagerð. Möðruvellingar koma og all-mjög við stjórnmálasögu vora. Hlutdeild þeirra þar verður, að líkindum, ein- hvern tíma eftir föngum rannsökuð. Eigi er ólíklegt, að sumum metnaðar- gjörnum gagnfræðingum hafi leikið hugur á að halda sig í sumu til jafns við latínulærða úr Reykjavíkurskóla. En hvort sem þessi getgáta er rjett eður eigi, virðist það hafa atvikast þannig, að Möðruvellingar settust á þingbekki, er prestarnir þokuðu það- an. En klerkar voru fram á þessa öld all-fjölmennir á alþingi og gátu sjer margir þar góðan orðstir. Mjer hefur dottið í hug, að þau fulltrúa-skipti hafi hraðað ýmsum umbótum og fram förum, sem svo eru kallaðar. En ekk- ert fullyrði jeg þó um slíkt. En það veitti ekki af, að menningarlest vor greiðkaði sporið. Þar lá í mörgum efnum á . En hins vegar er heilbrigður þjóðfjelags-þroski, að eigi litiu leyti, kominn undir nokkru jafnvægi eða nokkrum hlutföllum milli íhalds og framsóknar, umbreytinga og kyrr- stöðu. Gera má hvort tveggja: fara of hratt og of hægt — og hvort tveggja getur verið hættulegt. Samkvæmt heimild, er menntamála ráðherra, hr. Eysteinn Jónsson, hefur mjög fúslega veitt, biður og býður skólinn yður alla viðstadda að koma hingað til kvöldverðar, þá er þjer eruð komnir úr Möðruvallaför og hafið lok- ig því, sem á dagskrá yðar er. Hitt- umst heilir og kátir í kvöld. .

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.