Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1948, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1948, Blaðsíða 7
19 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS © Jón Guömundsson ritstj. að bjóða, og kváðust sjá þann eina kost, að einstakir bæjarmenn reyndu að verða eigendur að Laugarnesinu, öllum bæjarbúum í hag. Þar sem nú stiptamtmaður Trampe áleit sig sem arrjtmann meiddan af tjeðum orða- tiltækjum, þá ritaði hann þessum sömu ellefu sjálfum hógvært embætt- isbrjef, með ljósum ástæðum fyrir sínum aðgerðum í þessu máli, og fyrir því hvað valdið hafði að hann hefði eigi kallað saman almennan borgara- fund þegar í sumar, jafnsnart og bæj- arstjórnin fór fram á kaup Laugar- ness, því hann hafi frá upphafi verið því mótfallinn sjálfur. Að lyktum krafðist hann þess að hinir ellefu aft- urkölluðu á þann hátt er hann gæti verið ánægður með, þær hinar grófu og meiðandi sakargiftir, er þeir höfðu gefið honum í brjefinu. Bæði sakir þess, að hinir ellefu hafa að líkindum kannast við að orð þeirra hafi verið miður vel valin og til þess að komast hjá málþrasi — þá hafa þeir að sögn ritað honum aftur og dregið svo úr orðum sínum, eða skýrt þau, að hon- um hafi fullnægt". Þannig segir „Þjóðólfur“ frá og má á þessu glöggléga sjá að bæjarmenn hafa borið þungan hug til stiptamt- manns og það hefur brotist út í brjefi þeirra. En það yoru engir miðlungs- menn, sem stóðu að þessu brjefi og tilboðinu. Það voru þeir: Moritz W. Biering, konsúll, Hannes St. Johnsen, kaupmaður, Oddur Guðjohnsen, snikk ariy'Geir Zoega, húseigandi, Alexíus Árnason, lögregluþjómf Guðmundur Þórðarson á Hól, Guðmundur Guð- mundsson í Vigfúsarkoti, Jón Árnason í Ofanleiti, Jón Árnason, ríki í Stöðla- koti, Jón Þórðarson í Hlíðarhúsum og Páll Magnússon í Holti. „Voru þeir allir meðal merkustu borgara bæjarins", segir dr. Jón Helgason, biskup, • ' ’•& i !,<} ALEXIUS FÆR ÁMINNINGU Einn af þessum ellefu slapp þó ekki svona auðveldlega undan reiði stipt- amtmanns. Það var Alexius lögreglu- þjónn. Hinn 3. janúar 1857 fekk hann brjef frá bæjarfógeta, og vegna þess að það er gott sýnishorn þess hvernig embættisbrjef voru stíluð á þeim ár- um, er það birt hjer orðrjett: „í tilefni af brjefi frá 18. f. m„ sem stiptamtið hefur meðtekið frá inn- byggjum Reykjavíkur bæjar og sem í meiðandi orðatiltækjum umtalar að- ferð amtsins með tilliti til sölunnar á Laugarnesi, hefur stiptamtið í brjefi dags. 30. f. m„ þar þjer eruð einn á meðal þeirra, sem hafa undirskrifað þetta brjef, skipað mjer að gefa yður b V f Alexius Árnason Þóröur Jónasson til kynna, að amtið að þessu sinni, þar þjer og hinir aðrir, sem hafa undir- skrifað brjefið, hafa undir 27. f. m afturkallað þau óþægðarorð, sem í því eru, ekki vilja taka þau framar til greina en komið er, en að amtið þar hjá hljóti að álíta þau af manni í yðar stöðu öldungis ótilhlýðileg, þar sem við yfirboðara yðar er að eiga, og að þjer því hafið að taka yður vara fyrir þess háttar hegðun framvegis, svo framarlega, sem þjer viljið álítast hæf ur til að gegna lögregluþjónssýslan hjer í bænum. Þetta gefst yður þannig til vitundar-------“« MÓTLEIKUR Þegar það frjettist að þessir ellefu menn ætluðu að reyna að ná í Laug- arneseignina, hófust aðrir handa til þess að koma í veg fyrir það. Var al- mælt að þeir vinirnir Trampe stipt- amtmaður og Helgi Thordarsen biskup hefði staðið á bak við þetta. Mun stiptamtmaður hafa verið hræddur um að þessir ellefu ætluðu að kaupa eign- ina til þess að léta bæinn fá hana, en það var um að gera að reyna með öll- um ráðum að koma í veg fyrir það. Var Ditlev Thomsen „harðvítugur maður og óprúttinn þegar því var að skipta“, sendur um bæinn með áskor- unarskjal til undirskrifta, Var skjalið

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.