Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1948, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1948, Blaðsíða 14
26 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS andi niður götuna, blautur írá hvirfli til ilja, svo að varla sá í hann fyrir sápulöðrinu. Aítur veitti fólk honum eftirför. Götusttákar í fararbroddi, fullorðnir á eftir. Heimavarnarliðs- maðurinn rak lestina. Og seinastur allra kom hinn virðutegi Gavrilych, klæddur, en með stígvjelin í höndun- um. Aftur kom hundur þjótandi cin- hvcrs staðar að, alveg sami hundurinn og elt hafði apaköttinn daginn áður. Þegar apakötturinn kom auga á hund- inn út undan sjer, hugsaði hann: — „Þctta kórór.ar það. í þetta sinn, fje- iagar góðir, er úti um mig“. En hund- urinn tók ekki þátt í eltingaleiknum í þetta skifti. Þegar hann sá flýjandi apann, kendi hann nístandi sársauka í nefinu og hætti við alt saman. Eigi að síður gelti hann reiðilega, eins og til að segja: „Mundu það góði, að jeg er ekki af baki dottinn“. Á meðan á þessu gekk, ’eitaði dreng urinn Alesha Popov alstaðar að ást- kæra apakettinum sínum. þegar hann kom heim úr skólanum. Hann var al- veg í öngum sínum. Fullur sorgar og saknaðar ráfaði hann út á götuna. — Alt í einu dró hópur fólks á hlaupum að sjer athygli hans. Hann helt, að það hlyti að hafa fengið aðvörun um loftárás. En þá sá hann apaköttinn, blautan frá hvirfli til ilja, útataðan í sápulöðri. Hann hljóp á móti honum, tók hann upp á loppunum og þrýsti honum innilega að brjósti sínu, svo að engínn gæti tekið hann frá sjer. Eltingarhópurinn nam staðar og umkringdi drenginn. Þá tróðst Gavri- lych gamli gegnum þyrpinguna og hjelt bitnum fingrinum á loft og æpti: „Fjelagar, látið ekki þennan strák íara burt með apaköttinn minn, sem jcg ætla að selja i fyrramálið á torg- inu. Þetta er apakötturinn minn, og ltann hefur bitið mig í fingurinn. Þið gctið allir sjeð á mjer bólginn put- ann. Það sannar vkloir ieg fpr með sannleikann “ Drengurinn Alesha Popov mælti: „Nei, það er ekki hans apaköttur, jeg á hann. Þið sáuð það sjálfir, hversu fús hann var að koma til mín, og það sannar, að jeg hef rjett fyrir mjer.“ Annar maður kom fram úr mann- þyrpingunni — einmitt bílstjórinn, sem ekið hafði apakettinum í hcrflutn ingabílnum sínum. Hann sagði: „Nei, hvorugur ykkar á þenna apakött. — Þetta er minn apaköttur, af því að jeg kom með hann hingað. En jeg er að fara aftur til herdeildar minnar, og jeg ætla fremur að gefa apaköttinn þeim, sem heldur honum svo ástúðlega að brjósti sjer, en náunganum, sem talar svínslega um að selja hann á torginu vegna fáeinna rúblna. Dreng- urinn skal fá apaköttinn." Allir nærstaddir klöppuðu þessu lof í lófa. Geislandi af fögnuði bar Aleshi Popov hann sigri hrósandi heim til sín. Um Gavrilych með bitna fingur- inn er það að segja, að hann sneri aft- ur til baðhússins til þess að Ijúka við baðið sitt. Upp frá þessum degi bjó apaköttur- inn hjá drengnum Alesha Popov. Hann dvelur meira að segja hjá honum enn. Nýlega hitti jeg Alesha til þess að vita hvernig apakettinum liði. Ó, honum liður ágætlega. Hann reynir aldrei að hlaupast á brott. Hann er orðinn mjög stiltur. Hann þurkar sjer um nefið með vasaklút. Hann tekur ekki smá- kökur, sem hann á ekki. Svo að amma &amla er í sjöunda himni, hefur ekk- ert út á apakóttinn að setja og dettur ekki framar í hug að flytja búferlum til dýragarðsins. Þegar jeg kom inn í herbergi Alesha sat apinn við borðið. Hann var hinn alvörugefnasti, eins og miðasölustúlka við kvikmyndahús. Og hann var að borða hrísgrjónagraut með teskeið. Alesha sagði við mig: ,.Jeg hef alið hann upp eins og manneskju, svo að nú geta öll börn, og jafnvel sumir full- orðnir líka, tekið hann sjer til fyrir- myndar." (Úr „Lilliput"). Enn um HLJÓÐGEISLA í LESBÓK Morgunblaðsins var sagt írá því á gamlársdag að byrjað væri á því að nota mjög tíðar hl.jóðsveiílur á ýmsan hátt. Og vegna þess að þess- ar tíðu hijóðsveiflur líkjast mjög ó- sýnisgeislum, hafa þær verið nefndar hljóðgeislar. ÖUum skilningarvitum vorum mann anna er mjög áfátt, ekki síst heyrn- inni. Það eru til hljóðsveiflur, er vjer heyrum ekki, annað hvort af því að sveiflurnar eru ekki nógu tíðar, eða að þær eru of tíðar. Eyrað getur ekki numið hljóðsveiflur, sem hafa meiri sveifluhraða en 16.000 á sekúndi^ En nú er farið að framleiða með vjelum hljóðsveiflur, þar sem sveifluhraðinn er svo mikill að hann nemur 12.000.- 000 á sekúndu. Og þetta eru nú kall- aðir hljóðgeislar. Er farið að nota þá á margvíslegan hátt, eins og frá var sagt áður, og skal nú drepið á ýmis- legt, sem ekki hefur verið talið. Með hljóðgeislum er hægt að finna hinar minstu feirur í málmum. Ef sterkum hljóðgeislum er beint á málm fara þeir í gegnum han.n og verða heyranlegir, ef einhver feira eða mis- smíði er í málminum. Því er nú farið að beita hljóðgeislum við rannsókn á öllu þvi málmsmíði, sem mikið veltur á að engir steypugallar sje í, svo sem skrúfuöxlar á skipum, öxlar á járn- brautarvögnum o. s. frv. Mjólkurstöðvar eru farnar að nota hljóðgeisla til gerilsneiðingar. Þegar mjólkin venður fyrir hljóðgeislunum sundrast fitukornin í smærri agnir og afleiðingin verður sú, að enginn rjómi sest ofan á hana. Mjólkin heldur sjcr sem nýmjólk og verður hollari en áð- ur, því að hún hleypur ekki í jafn stóra kekki í maganum við melting- una. Þetta er kölluð sú besta barna-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.