Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1948, Side 2

Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1948, Side 2
78 LESBÖK MORGUNBL'AÐSINS %< » tv Thor Thors heldur rœðu á þingi Sameinuðu þjóðanna. var hjá okkar duglega formanni. Því miður hefur Dr. Evatt orðið að fara heim til sín til Ástralíu. Jeg get ekki látið hjá líða að geta þess, að at- hugasemdirnar út af því, að sátta- tilraunimar hefðu ekki verið nægilega reyndar, hefðu verið tilhlýðilegri ef Dr. Evatt hefði verið viðstaddur hjer. Það var hægt á öllum tímum að koma fram þessum athugasemdum í Pal- estínunefndinni. Má jeg nú gefa skýrslu um það, sem Dr. Evatt sagði í Palestínunefnd- inni. 19. nóvember, 1947? Á 23. fundi nefndarinnar spurði fulltrúi frá Vene- zuela: • „Nefndin kaus hjer þrjár undir- neíndir, ekki aðeins tvær heldur var sú 3ja skipuð til að koma á sáttum. Þessi 3ja nefnd var skipuð samkvæmt tillögu frá fulltrúa Venezuela, og var ætlast til þess að hún talaði við báða þessa aðila í deilunni. Jeg leyfi mjer allra virðingarfylst að spyrja for- manninn hvað nefndin hafi gjört í þessu máli og jeg er honum þakklátur fyrir ef hann vildi skýra frá árangr- inum.“ Formaðurinn sagði: „Það eina, sem jeg get sagt nú er það, að jeg og f je- lagar mínir, varaformaður nefndar- innar, fulltrúi Síam, og framsögumað urinn, fuiltrúi íslands, hafa ekki gleymt okkar skyldu. Við reyndum að fá aðilana til að talast við, en eðli okkar tilrautia var slíkt, að jeg má ekki gjöra opinber svörin, sem við fengum, eða þau tilmæli, sem okkur bárust, og þessu fór fram allan tím- ann. En í sannleika sagt eftir þeim svörum að dæma, sem við íengum, var .mjer það augljóst, að það mátti heita útilokað, að málinu yrði ráðið til far- sælla lykta. En það er víst að fram "^l að þessari stundu höfum við haft í frammi alla viðleitni, sem hugsast gat. Við skrifuðum nokkur brjef í sam- ræmi við óskir allsherjarnefndarinn- ar, en jeg áleit að það mundi aðeins gjöra málið erfiðara.ef jeg færi lengra en að skýra frá því, að okkur fanst verkefni okkar vera örlagaríkt, og að við hefðum ekki vanrækt það.“ Hinn 22. nóvember, á 28. fundi nefndarinnar, gaf Dr. Evatt aðra skýrslu til svars við athugasemdum frá fulltrúa E1 Salvador: „Jeg hygg að Mr. Castro hafi ekki verið viðstadd ur á fundi nefndarinnar þegar jeg skýrði henni frá því, sem gjörst hafði í sambandi við tilraunir okkar til að sætta aðila þessa máls. Varaformaður nefndarinnar, framsögumaður og for- maður hennar rannsökuðu máliö frá öllum sjónarmiðum. Við komumst að þeirri niðurstöðu að fram til þessarar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.