Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1948, Page 10

Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1948, Page 10
86 * s t-i • W&wr- LESBÖK MORGUNBLAÐSINS Veriö aö rífa Batteríiö Frekari mótmæli Reykvíkinga Umræður um lóðakaupin urðu mjög harðar í neðri deild. Reykvíkingar fylgdust vel með og f jölmentu á þing- palla. Ljetu þeir þar í Ijós álit sitt svo að þingmeim heyrðu og k\-að svo ramt að þessu að Jón í Múla bað forseta að „skila kveðju með þakklæti og re- spekt til þeirra, sem eru á áheyrenda- pöllunum." Að kvöldi hins 22. ágúst var borg- arafundúrinn haldinr. í Reykjavik og þar mótmælt harðlega sölunni til frú Vídalín. Daginn eftir var málið til 3. umræðu í n'eðri deild. í byrjun fund- arins yar lagt fram skjal, lindirskrif- að af 22 borgurum bæjarins, þar sem þeir ícfu fram á það að fá Batteriið keypt fyrir 2000 krónur, eða helmingi hærra verð, en ætlast var til að frú Vídalín g,æfi fyrir það. Fylgdi það með, að þeir mundu láta bæjarstjórn fá blettinn með sömu kjörum. ef hún vildi. Bæði frumvörpin samþykt Það fór svo í neðri deild að frv. um söluna vaf samþykt með 17:5 atkv. Og r jett á eftir var hitt frv., um veg- arlagningu yfir Arnarhólstún og heim ild tiL ,$p selja bænum lóðir nyrst i túniim, samþykt í efri deild. Afgreiddi þingið. þarmig tvö lagafrumvörp, sem að flestra dómi rákust hvort á annað. Úrsli^ Batterísmálsins vakti mikla gremju og nægir þar um að geta þess hvað tvö helstu blöðin sögðu um það. „Þjóðólfur" sagði: „Amarhólsmál- ið eða Arnarhólshneykslið, er sumir kalla það, hefur orðið eitthvert hið frægasta eða rjettara sagt illræmdasta mál á þingi, og þykir flestum það hafa hnekt stórkostlega virðingu þingsins. Var öll atkvæðagreiðslan hið mesta hneyksli og mundi auðvelt að rita dá- litla skýringu við hana.“ „ísafold“ sagði: „Ekki sinti þingið áskoruninni nje borgarafundinum, svo var Vídalínsríkið þar magnað. Þingið leit ekki heldur á 2000 króná tilboð- ið. Þetta hátterni virðist eigi þurfa neinnar útlistunar við.“ Batteríið og höfnin Bæjarstjóm Reykjavíkur hafði set- ið hjá meðan mestar æsingar voru út af þessu máli. En 16. nóvember um haustið helt hún fund til að ræða það. Var þar lagt fram álit .Sigurðar Thor- ✓ oddsens verkfræðings um hafnargerð í Reykjavík. Benti hann þar á að ákjósanlegasti staður fyrir hafskipa hryggju væri út af Batteríinu, og um þær slóðir mundi annar skjólgarður hafnarinnar verða þegar þar að kæmi. Langar umræður urðu um málið og voru bæjarfulltrúar andvígir því, að Batteríið væri selt einstaklingi, en fundu þó að nokkuð var vandfarið með málið. Að lokum var samþykt með öllum atkvæðum, 9 talsins: „að óska þess við stjórnina, að lögin sem samþykt voru á Alþingi í sumar um Arnarhól og lóðarsölu til bæjarstjórn- ar verði staðfest, og ekki verði skert- ur að neinu sá rjettur þar sem bæjar- f jelaginu sje einkar áríðandi að öðlast umráðarjett yfir öllu svæðinu á Am- arhólslóð með fram sjónum." En síðan var þeim Jóni Jenssyni og Þórhalli Bjarnarsyni falið að semja um þetta brjef og láta það fylgja á- lyktuninni til stjórnarinnar. Árangurinn af þessu og andúð bæj- armanna varð sá, að stjórnin neitaði að staðfesta lögin um.sölu Batterís- ins, og þar með fell málið niður. En lögin um heimild til að selja Reykja- vík lóðir í Arnarhólstúni voru stað- fest. Batteríið hverfur Það var satt, sem tekið var fram í umræðunum á þingi, að ljómandi út- sýni var af Batteríinu og margir gengu þangað sjer til skemtunar á fögrum sumarkvöldum. Þar voru líka stundum haldnar áramótabrennur. — Sögulegar minningar voru einnig við staðinn bundnar og höfðu því margir mætur á honum þess vegna. En hjer fór sem oft áður og síðan, að nýi tíminn kann ekki að meta fornan arf, og mylur undir sig alt, sem honum finst vera í vegi fyrir sjer. Árið 1913 var byrjað á hafnargerð- inni hjer í Reykjavík. Austurgarður- inn, sem kallaður er Ingólfsgarður, var hlaðinn fyrir austan Batteríið og þótti það þá vera í vegi fyrir fram- i J.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.