Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1948, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1948, Blaðsíða 1
boh 9. tölubjað Sunnudagur 7. mars 1948 XXin. árgangur Gísli J. Ástþórsson: NÍTJÁN mállaus börn ÞAU LÆRA AÐ TALA í MÁLLEYSINGJA- SKOLANUM I REYKJAVIK Brandur Jónsson, skólastjóri, með 6—9 ára nemendum. „JEG á afmæli 19. júlí“. Það var eins og litli strákurinn ljóshærði væri að staðfesta ummæli skólastjórans síns, þegar hann óum- beðinn og öllum að óvörum fyrir skömmu síðan sagði mjer þetta í hálf- gerðum trúnaði. „Jeg heiti Hermann Guðjónsson frá Fremstuhúsum í Dýra firði“, sagði hann brosandi, og svo hallaði hann svolítið til höfðinu, gaut augunum andartak til Brandar Jóns- sonar, skólastjóra, og flýtti sjer ein- hver ósköp að segja mjer frá því, að þann 19. júlí í ár yrði hann hvorki meira nje minna en tólf ára gamall. Hermann litli Guðjónsson er nem- andi í Málleysingjaskólanum hjer I Reykjavík, og Brandur skólastjóri var nýbúinn að skýra mjer frá eftir- farandi: Það er enn uppi mikill og skaðlegur misskilningur um málleysingjana. Ó- trúlega margir og allt of margir eru þeirrar skoðunar, að þeir sjeu eitt- hvað „einkennilegir“, eins og það er svo lævíslega orðað, að þeir sjeu ekki einungis mállausir og heyrnarlausir, heldur sje greind þeirra og andlegum hæfileikum meira og minna ábóta- vant. Þetta er hættuleg og heimskuleg firra og málleysingjarnir hafa oft fengið að kenna á henni. — Eins og Brandi er tamt að vekja athygli á,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.