Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1948, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1948, Blaðsíða 11
LESBOK morgunblaðsins 135 SYSTURSKIP „TRÖLLAFOSS" Runólfur Stefánsson, skipstjóri, hefur fariö þrjár feröir meö skip- inu ,J(.nob Knot“ til Sigluf jaröar, sem umsjónarmaöur síldarflutn- inganna. 1 eftirfarandi grein lýsir hann skipinu, og vegna þess aö sú lýsing á eins við „Tröllafoss“, }iiö nýa skip Eimskipafjelagsins, sem nú er á leið hingað, má búast við aö mörgum þyki fróölegt aö lesa hana. er leituðu til hennar. Hún setti fagran svip á heimili þeirra hjóna. Þótti hún fyrirmyndar húsmóðir í hvívetna. — Vinnufólk þeirra bar mikla virðingu fyrir henni, engu síður en fyrir manni hennar. Hjónaband þeirra var hið ástúðlegasta. Það var venja þeirra hjóna að senda fátækustu barnaheimilunum í sókn hans gjafir fyrir jólin. Þeim sið helt hann eftir að kona hans var dáin. Eftir að hann hætti búskap, sendi hann gjafirnar í peningum. Hún and- aðist árið 1902. Svo sárt syrgði sr. Valdimar konu sína að hann gat ekki haldið uppi messum um tíma, eftir að hún ljest. Dofnaði mikið yfir heim- ilisbrag á Stóra-Núpi við fráfall henn- ar, svo að lítt var það þekkjanlegt frá því, sem áður hafði verið. Sr. Valdimar var með hærri mönn- um á vöxt, fríður í andliti svo af bar. Skegg hans var snemma sítt niður á bringu. Hann hærðist tiltölulega ung- ur, bæði á hár og skegg. Allur var maðurinn hinn kempulegasti, hvar sem á hann var litið. Glaðvær var hann í viðmóti, jafnt við heimilisfólk sitt sem gesti og jafn- an ræðinn við hvern sem var, eink- um um framfara- og menningarmál. Hafði hann ánægju af að blanda geði við aðra menn, og það jafnt, þótt þeir væru ekki á sömu skoðun og hann. Sr. Ólafur, sonur hans, varð aðstoð- arprestur föður síns um aldamót, er hann var nýútskrifaður frá Presta- skólanum, en tók við prestskap er sr. Valdimar taldi sjer ekki fært að sinna þeim störfum lengur. Á efri árum helt sr. Valdimar mjög sömu heimilisháttum og áður. En bæði skyldmenni hans og sóknarbörn keppt ust um að gera honum ævikvöldið sem ánægjulegast. Vorið 1930, er sr. Valdimar var orð- inn 82 ára gamall, veiktist sonur hans, sr. Ólafur, skyndilega, var fluttur til lækninga til Reykjavíkur. En það var árangurslaust. Hann andaðist eftir skamma legu. Fráfall hans fekk svo JEG HEFI nú farið þrjár ferðir til Siglufjarðar á skipinu „Knob Knot“, sem hefur verið í síldarflutningum. í hverri ferð flutti skipið um 36,000 mál af Hvalfjarðarsíld, og lætur nærri að verðmæti þeirrar síldar sje 8i/2 milljón króna, þegar úr henni hef- ur verið unnið mjöl og lýsi. Og þó er þetta ekki nema lítill hluti af þeim gjaideyri, sem ausið hefur verið upp úr Hvalfirði. Allar þessar ferðir hafa gengið svo giftusamlega að við höfum allt af haft logn og veðurblíðu, og sjór svo sljettur að allt af hefur mátt ganga á sokkaleistum á lágdekkinu, án þess að vökna í fætur. Slíkt er einsdæmi á þessum tíma árs. Við höfum ýmist verið á undan eða eftir vondu veðr- unum, sem önnur skip hafa lent í. Jeg ætla hjer að reyna að lýsa þessu skipi, svo að fólk geti gert sjer dálitla hugmynd um hvernig umhorfs er um borð í hinum nýu, stóru flutn- ingaskipum. Allar íbúðir yfirmanna eru eins manns klefar, rúmgóðir, bjartir, með sjerstöku snyrtiherbergi og heitu og köldu vatni. Allur annar útbúnaður, svo sem rúmstæði, skrifborð, skápar og sængurfatnaður, er af bestu gerð. En skipstjóri hefur 2—3 herbergi fyr- ir sig og eru þau með öllum hugsan- legum þægindurn. Þjónar eru til þess mikið á sr. Valdimar, að hann and- aðist nokkrum dögum síðar, og fór út- för þeirra feðganna fram samtímis að Stóra-Núpi. að sjá um þrifnað í öllum herbergj- um yfirmanna, þeir sópa þar, þvo og fága og skipta um í rúmunum einu sinni í viku. 1 íbúðum háseta og annara skip- verja eru einnig öll þægindi, en sá er að eins munuriim að þar eru 2—3 í sama klefa. Sjerstakir þvottadagar eru á skip- inu. Kemur brytinn þá með vjelrit- aða auglýsingu um það og festir upp á áberandi stað, og þá koma allir með sinn þvott til þvottahússins, sem er með öllum nýtísku áhöldum. Eldhúsið er stórt og rúmgott, allt fágað í hólf og gólf. Þar er gríðar- mikil olíukynt eldavjel, en stórir ís- skápar eru í öllum búrum og matar- geymslum. Ef einhvern langar í kalt vatn, þá er ekki annað en styðja á hnapp, og þá bunar fram kælt vatn, sem er alveg eins og úr uppsprettu- lind. Upphitun er um allt skipið með þeim hætti að heitu lofti er dælt um það allt. Gerir loftstraumurinn hvort tveggja í senn að hreinsa loftið og veita hlýju og svo gusast hann aftur út á þilfar. Hægt er að tempra hita í hverju herbergi með því að loka fyrir loftstrauminn með spjaldi, og þarf til þess að eins eitt handtak. Tvennar rafmagnsleiðslur eru um allt skipið. Ef önnur bilar, þá er hin tekin í notkun. Ótölulegur grúi ljósa er á skipinu í öllum hornum og skons- um, í hverri lest, uppi í siglum, fram að stafni og aftur í skut. Ekki gat jeg fengið upplýsingar um hvað þau eru

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.