Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1948, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1948, Blaðsíða 7
LESBOK MORGUNBLAÐSINS 131 SIGLINGAHNEIKSLI in of the New York Academy of Medicine", að lækningaaðferð sín hafi eingöngu verið í því fólgin að láta konuna nærast á hrísgrjónum, sykri, ávöxtum og ávaxtasafa. Á hálf- um mánuði lækkaði blóðþrýstingur hennar úr 250 „systolic“ niður í 151. Eítir 52 daga var hún albata. Annar sjúklingur hans var 39 ára gamall maður, sem þjáðst hafði af mikilli vanlíðan í mörg ár. — Hann hafði leitað margra ágætra lækna, og einu sinni hafði hann jafnvel verið skorinn upp, en allt var það árang- urslaust. Dr. Kempner fór með hann eins og konuna. Á einum mánuði lækkaði blóðþrýstingur sjúklingsins úr 220 í 129 „systolic" og helst þannig eðlilegur síðan. Dr. Kempner hefur haft 213 sjúk- linga, með of háan blóðþrýsting, und- ir höndum. Hann hefur notað sömu lækningaaðferð við þá alla, 138 batn- aði, en 75 fengu engan bata. Tveir læknar í Miami, Florida, sem heita dr. M. Eugene Flipse og dr. M. Jay Flipse, hafa skýrt frá því í „Southern Medical Journal“, að þeir hafi reynt þessa lækningaaðferð á 32 sjúklingum og þar af hafi 20 fengiö fullan bata. Þeir tóku eftir því að þeir sjúklingar, sem voru of feitir, ljett- ust nokkuð meðan á lækningu stóð, og það varð til að gera batann ör- uggari. Mataræði sjúklinganna var hálft pund af hrísgrjónum á dag, eða meira. Voru þau soðin í vatni og ekk- ert salt látið í. Svo voru þau borin fram með nýum, þurkuðum eða nið- ursoðnum ávöxtum, ávaxtasafa eða kornsýrópi. Mest var notað af bjúg- aldinum vegna þess hve mikil næring er í þeim. Hver sjúklingur var látinn drekka allt að því f jóra potta af vatni eða ávaxtasafa á dag. Bæði Selye og Kempner hafa kom- ist að þvi, sinn á hvorn hátt, að salt er mjög óholt, fyrir þá, sem hafa háan blóðþrýsting, og eins protein. Tilraunir þeirra gefa von um það, að EINHVER ljótasti þátturinn í sigl- ingasögu þjóðanna gerist nú í Ame- ríku, og er í sambandi við „kaupskipa- flota lýðveldisins Panama“. Panamabúar eru ekki siglingaþjóð. Þctta er ";lú ríki, með að eins 632,000 íA' \ " þa na er einn af stærstu 1 u skipaílotum álfunnar. 1500 skip, scm bera samtals um 2 milljónir smá- lesta, sigla undir fána Panama, og fyrir það er Panamaþjóðin talin þriðja mesta siglingabjóð Ameríku, eins og nú stendur, „þótt enginn kunni að sigla“. Og það er búist við að flot- inn aukist um helming á næstunni. Hvernig stendur á þessu? Það er ekki nema ein skýring á því. Panama- búar eiga ekki þennan skipaflota. Það eru erlend skip, sem hafa verið skrá- sett þar. Aðallega eru þetta skip frá Bandaríkjunum. 1 Panama eru engin lög um öryggi skipa. Þar er engin skipaskoðun, og þess vegna má gera þar út hvaða manndrápsbolla sem er, ef hann getur að eins flotið. Skipagjöld eru einnig mörgum sinn- um lægri í Panama heldur en annars staðar, og þó er enn meiri munur á kaupi sjómanna. Þar eru auðvitað engin sjómannafjelög og þess vegna greiða skipaeigendur að eins það kaup sem þeim sýnist. Vegna þessa senda gróðabrallsmenn þangað öll skip, sem ekki er hægt að fá siglingaleyfi fyrir annars staðar. Það er enginn vandi að fá þau skrá- sett þar. Ekki þarf annað en senda einhverjum lögfræðing 75 dollara og biðja hann að annast skrásetninguna. Svo þarf að greiða í skrásetningar- gjald 1 dollar af hverri „netto“ smá- nú sje hægt að sigrast á þessum „menningar-sjúkdómi", sem menn kalla: of háan blóðþrýsting. lest — og skipið er komið undir fána Par.ama. Síðan eru gjöldin ekki nema 10 cent á ári af hverri netto smálest. Auðvitað þurfa skipaeigendur ekki að greiða neina líftryggingu fyrir sjó- mennina, því að engin lög eru til um það í Panama að útgerðarmenn sje skyldir til að hafa sjómennina vá- tryggða. í Bandaríkjunum hefur CIO komið kaupi sjómanna upp í 155 dollara á mánuði, en hæsta kaup á hinum „pan- amisku“ skipum er 50 dollarar á mán- uði, en oftast miklu minna. Hvernig geta nú skipaeigendur fengið sjómenn á þessi skip? Það er gert með því að ræna mönn- um í höfnum Bandaríkjanna, sjerstak lega New York og San Francisco. — Skipaeigendur hafa þarna sjerstaka umboðsmenn til þess að ná í menn á skipin. Og þeir beita allskonar brögð- um. Þeir ganga á knæpur og gefa sig á tal við drukkna sjómenn, og bjóða þeim óspart áfengi. Og þegar sjó- mennirnir eru dauðadrukknir, eru þeir fluttir um borð í „panamiskt“ skip og rakna ekki úr rotinu fyr en skipið er komið út í rúmsjó. En þá eru þeir orðnir þrælar þar og geta ekki losnað, því að skipin sigla til framandi hafna. Menn eru einnig tældir um borð með gullnum loforðum, sem auðvitað eru öll svikin. En það er krækt í sjómenn víðar en í Bandaríkjunum. Skip, sem sigla tij Portugals gera sjer leik að því að í’áða þar háseta og aðra skipverja fyrir ákveðið kaup. En þegar út í sjó kemur, eru þeir kallaðir fyrir og sagt við þá: „Þjer hafið gefið rangar uppfýsingar um sjómennskuhæfileika yðar, og vjer getum ekki greitt yður nema helming þess kaups, sem um var samið“. Hvað eiga nú sjómennirnir Frh. á bls. 139

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.