Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1948, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1948, Blaðsíða 3
LESBOK MORGUNBLAÐSINS 127 LJQSM. MBL: ÓL. K. MAGNÚSSON. Nemendur í Málleysingjaskólanum eru nú alls 19. Þeir koma allsstaðar að at landinu og cru á ýmsum aldri. Litla stúlkan á miðri myndinni var „gestur“ þarna þegar myndin var tekin. Telpan heitir Anna Guðný og er dóttir skólastjórans, Brand- ar Jónssonar, sem stendur lengst til hægri. Auk kennslukonunnar, Kannveigar Þorsteinsdóttur, eru hjer á myndinni ráðs- konan, María Einarsdóttir, Friðbjörg P jetursdóttir, barnfóstra og starfsstúlkurnar Edda Guðjónsdóttir, Þóra Pjetursdóttir, Margrjet Sigurðardóttir og 31aría Guð jónsdóttir. Nemendurnir heita Hafdís Jónsdóttur, Eskifirði, Sigríður Magnúsdóttir, Reykjavík, Ingibjörg Beinteinsdóttir, Akranesi, Ásta Sigfúsdóttir frá Grund í Svínavatnshreppi. Guðrún Sigurmarsdóttir, Reykjavík, Jósep Helgason, Patreksfirði, Baldur Einarsson, Reykjavík, Stefán Sigurðsson, Brúnastöðum í Skagaf., Björg- vin Gunnarsson. Akureyri, Hreinn Guð mundsson, Ólafsfirði, Kristján Kristjánsson, Reykjavík, Böðvar Árnason, Akureyri, Haraldur Friðjónsson, Skálum á Langanesi, Árni Sigurbjörnsson, Borgarnesi, Sverrir Gunnarsson, Bringu í Eyjafirði, Hermann Guðjónsson frá Fremstuhúsum í Dýrafirði, Hallgrímur Guíjónsson frá Dysjum á Álftanesi, Hafsteinn Guðjóns- son, Hesti í Önundarfirði og Gunnar Þorsteinsson frá Siglufirði. eins fá talrnerki og mögulegt er, en lögð á það öll áhersla, að nemandinn læri að segja orð eða setningu í stað- inn. — Því færri merki, sem þau kunna, þegar þau koma hingað, segir skólastjóri Málleysingjaskólans, því betra. í dag má segja, að málleysingja- kennslan grundvallist á þremur aðal- atriðum: 1) Að sýna nemandanum og láta hann læra orðið skrifað; 2) að kenna honum að segja það; og 3) að kenna honum hvernig það kemur út á vörum þess, sem talar. Það er með öðrum orðum stefnt að því, að mál- leysinginn geti skilið og gert sig skilj- anlegan við þá, sem alla tíð hafa haft mál og heyrn. Árangurinn Þetta er alls ekki eins vonlaust verk og margir kynnu í fyrstu að ætla, seg- ir skólastjóri Málleysingjaskólans. — ÁrangUrinn getur stundum orðið hinn furðulegasti, einkum og sjerstaklega ef börnin hafa einhver vott af heyrn, ei u grcind og fá ung að njóta kennsl- unnar. Dæmin eru mörg. Þekktust cr saga Helen Keller, bandarísku konunnar, sem missti sjón og heyrn á þriðja ari og var (af þeim orsökum) mállaus. Þessi merkilega kona, sem flestir skyldu ætla að hefði alla tíð verið hjálparþurfa sjúklingur, lærði ekki að eins að tala við fólk og skilja það — hún „hlustaði" með því að leggja vísi- fingur á varir þess, sem talaði — heldur átti hún eítir að rita bækur og flytja fyrirlestra utan ættlar.ds síns. Þetta er ótrúlegt, en Brandur skóla- stjóri, sem hefur kynnt sjer málleys- ingjakennslu í Þýskai., Danmörku og Bandaríkjunum, skýrir sjálfur frá því, að hann hafi eitt sinn verið búinn að tala alllengi við mann, áður cn hann komst að raun um það, að hann var heyrnarlaus; og í blindrastoínun

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.