Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1948, Blaðsíða 5
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS
129
Helgi Pjeturss dr.
NÝR SAMANBURÐUR
óem cjœti miba Á tii n olJm ró a u idnó óbifnincjó
a
(4 , f/
fitiim l a,fn
XGLmL.
i.
NÆSTSÍÐASTA vísan í Völuspá, er
þessi:
Þá kömr enn ríki
at regindómi
öílugr ofan
sá’s öllu ræðr.
Finnur Jónsson telur líklegast, að
vísuhelmingur þessi sje innskot. En
um þann, sem „kömr öflugr ofan“.
segir hann: „Hvern hjer sje átt við
er alls óvíst“. Og er von hann segi
, það. *
Jeg veit nú raunar ekki nema þetta
sje merkilegasta vísan í Völuspá, þó
að ekki sje nema helmingur; og af
stórtíöindum er sagt, þó að í fáum orð
um sje. Mjer virðist, sem sagt muni
þarna vera frá samskonar tíðindum
og í ritgerð Plótíns „um fegurð hins
hugsjeða heims“ (Perí tú noetú kall-
ús); en mjer virðist mjög líklegt, að
hún sje með því allra merkilegasta,
sem ritað hefur verið á grísku. Pló-
tín er að lýsa komu einhvers í hinum
hugsjeða heimi, og mætti vissulega
um hann nota öll þau orð, sem höfð
eru í Völuspárvísunni. Hann kemur
„að ofan“ og „að regindómi“. Það er
að eins sagt: hann (hode). „Hann“
kcmur úr einhverjum ósýnilegum
stað“, „íer hátt á loft“ og er svo bjart
ur að hann „fyllir allt af ljóma“. En
þeir, sem eru viðstaddir þessa komu,
eru sjálfur Zevs, sem var annars trúað
á sem hinn æðsta guð; en með honum
eru hinir aörir guðir, scm hann heíur
forystu fyrir, og vættir (daimones)
og sálir. En það eru ekki allir, sem
þola Ijómann, sumir snúa sjer undan.
Og þar kemur fram regindómurinn,
að um r.okkurskonar dómsdag er að
ræða.
II.
Það má vel skilja þegar þetta mál
hefur verið rannsakað, eins og jeg
hefi gert, að það, sem þarna er verið
að segja frá, er í raun rjettri heim-
sókn á einhverri jarðstjörnu frá jarð-
stjörnu, þar sem lífið er lengra kom-
ið, og að þeir, sem „þola ljómann“
frá foringja fararinnar, hverfa með
honum burtu til hins fullkomnara
lífs. Einhver mikill höfðingi lífsins
kemur í heimsókn til jarðstjörnu þar
sem ekki er eins langt komið, og er-
indið er að hjálpa þeim, sem þar eru
til að halda áfram á braut fullkomn-
unarinnar. En til þess að slík hjálp
geti orðið veitt og þegin, þarf að vera
mjög miklu lengra komið en hjer á
jörðu er. Hjer er sambandið mest við
illa staði, og jafnvel svo að segja má,
að skuggi helvítis grúfi yfir jörðu
vorri. Og ef einhver efast, þá gæti
hann reynt að spyrja þá, sem liggja
lifandi grafnir undir hinum nýu
sprengingarústum í Jerúsalem eða
eru að berjast við dauðann, sundur-
marðir og sundurbrotnir, á cinhvcrju
sjúkraliúsi þar í borg.
III.
Dómsdagur sá, sem fyrir höndum
er hjer á jörðu, er nokkuð anúars
eðlis en sá, sem vikið er á í þessu svo
merkilega Völuspárerindi, og miklu
gjör þó í hinni stórfróðlegu ritgerð
Plótíns. Hjer á jörðu er um það að
ræða hvort mannlíf á að geta komið
á framfaraskeið, eða blátt áfram að
líða undir lok. Merkur útlendingUr,
sem jeg hefi átt nokkur brjefaskipti
við og sagt frá þeirri skoðun minni,
að mannkynið sje á glötunarvegi, hef-
ur svarað á þá leið, að sjér virðist
ekki ástæða til svo alvr.rlegs ótta. En
þessi gáfaði útlendingur hefur ekki
getað sannfært mig um að þessi ugg-
ur minn sje ástæðulaus. Aldrei hefur
á friðartímum verið líkt því eins á-
kaflega verið búið til hernaðar og nú.
Og hvílíkur herbúnaður! Aldrei hafa
í neinu hjer á jörð verið neitt líkt því
aðrar eins framfarir og nú eru í að
framleiða útbúnað til að eyðileggja
mannlíf og mannaverk. Þeim, sem
best er treystandi til að dæma, virðist
koma saman um, að ekki þurfi nema
eina fiugvjel til að leggja í rústir
hinar stóru borgir hjer á jörðu, eins
og London eða New York; og ef um
flugvjelaflota væri að ræða útbúinn
hinum lýgilega stórvirku drápstækj-
um nútímvns, þá mætti á stuttri
stundu útrýma heilli stórþjóð. Mjer
virðist ekki auðvelt að skilja, hvernig
nokkur getur verið í vafa um, í hvaða
átt annað eins og þetta bendir.
IV.
En hvað gæti svo orðið til að
bjarga? Mjer virðist á:.tæða til að
vera sannfærður um, að einungis geti
verið um eitt að ræða. Vjer verðum að
læra að leita eftir hjálp til mannkynja
sem aðrar jarðstjörnur alheimsins
byggja, og lar.gtum lengra eru komin
á braut fullkomnunarinnar en vjer
hjer á jörðu. Framfarir mannkynsins
hefjast ekki af alvöru fyr en lif á
öðrum jarðstjörnum er uppgötvað, og
nauðsyn og möguleiki á sambandi við
það. Þess vegna var verk Brúnós svo
afar merkilegt, að hann sá í þessu