Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1948, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1948, Blaðsíða 6
130 LESBOK morcunblaðsins HÁR BLÓÐÞRÝSTINGUR - OG RÁÐ VIÐ HONUM ERILL og hávaði nútímans „tekur í taugarnar". Ofþreyta og áhvggjur bætast þar við. Og þetta eru orsakirn- ar til hins algengasta sjúkdóms, sem nú þjáir hið. hvíta mannkyn — hins háa blóðþrýstings og afleiðinga hans, sem eru æðakölkun og blóðstífla. Svo algengur er þessi sjúkdómur nú orð- inn í, Bandaríkjunum, að talið er að hann muni draga hálfa milljón manna til dauða á þessu ári, og verða þar með skæðasta banameinið. Þrátt fyrir það þótt vísindamenn hafi fundið einhver ráð gegn flestum sjúkdómum, hafa þeir staðið ráða- lausir uppi gagnvart þessum „menn- ingar-sjúkdómi“. En nú eru þó góðar vonir um að úr þessu kunni að rætast, jafnvel mjög bráðlega. Tveir læknar hafa með rannsóknum og tilraunum efni svo miklu lengra og glöggar en áður hafði verið gert; og þess vegna hefur skaðinn, sem af því hlaust, að verki þessa sjaldg. vitrings var ekki sinnt, verið svo óskaplegur. Sweden- borg helt þar að vísu áfram á mjög merkilegan hátt, en þó ekki nema að nokkru leyti. Og þó að hinn sænski vitringur sætti ekki öðrum eins með- förum og Brúnó, þá var þó hvergi nærri verk hans að verðleikum met- ið, og því haldið áfram eins og þurft hefði. Og ekki verður því neitað, að ennþá eru mjög daufar horfur á því, að mannkynið uppgötvi, að aðalmálið, ^það mál, sem veltur á hvort mann- kyn vort á að eiga framfaralíf fyrir höndum, eða líða undir lok fyr en varir, er blátt áfram það, hvort tekst eða ekki, að halda nógu vel áfram af Brúnó og Swedenborg. Helgi Pjeturss. á mataræði, og þó sinn á hvorn hátt, fundið lækninguna við þessum kvilla. Annar þeirra heitir dr. Hans W. Selye, frá læknadeild háskólans í Montreal í Kanada. Hann frjetti um það, að þegar loftárásirnar voru sem mestar á Bretland, hefði það verið nokkurs konar faraldur meðal íbú- anna að þeir fengi magasár. Þetta fanst honum afar einkennil. oj* merki- legt, vegna þess að magasár er „menn ingar-sjúkdómur“, og sennilega af sömu rótum runnin eins og hár blóð- þrýstingur. Dr. Selye hóf þá rannsóknir á þessu og hafði rottur sem tilrauna- dýr. Með því að gera þær úrvinda af þreytu komu í ljós hjá þeim hin sömu sjúkdómseinkenni eins og hjá mönn- um, sem eru taugalamaðir af áhyggj- um, ótta, ofreynslu, afbrýðissemi, hatri. Hann varð þá sannfærður um það, að taugaveiklun stafaði af starfi kirtla, sem eru rjett fyrir ofan nýrun. Þessir kirtlar gefa frá sjer vökva, sem hefur örvandi áhrif á starf hjart- ans og blóðrásina, og veitir mönnum t.d. áræði og hugrekki, ef hæfilega mikið berst af honum frá kirtlunum. En ef menn komast í ákafa geðshrær- ingu eða verða hræddir, þá gefa kirtl- arnir meiri vökva frá sjer en ella. Og ef þetta endurtekur sig hvað eftir annað, þá getur það orðið hættulegt, jafnvel haft dauða í för með sjer. Dr. Selye spýtti nú þessum vökva inn í rottur og lofaði þeim svo að lifa sínu lífi að öðru leyti. Brátt kom í ljós hjá rottunum augljós einkenni um of háan blóðþrýsting. í stuttu máli: Þessar rannsóknir virtust benda til þess að menn sköp- uðu sjer sjálfir þau veikindi, sem fylgja háum blóðþrýsting, með því að espa þessa kirtla til að gefa frá sjer meiri vökva en góðu hófi gegnir. En háum blóðþrýstingi fylgja oft maga- sár, æðakölkun og ýmsar nýrnaveilur. Þegar hjer var komið fór dr. Selye að hugsa um hvernig hægt væri að lækna þetta. Hann hefur sagt frá því í „Journal of Clinical Endocrinology“ og segist hafa gert þúsundir tilrauna. Hann tók eftír því að ef rotta, sem innspýtingu hafði fengið, var alin á söltum mat, þá var eins og eiturverk- anir kirtlavökvans yrði bráðari. En þær rottur, sem hvorki fengu salt nje protein, komust furðanlega af. Þá fann læknirinn upp á því að setja ammonium cloride í fæðu þeirra og þá batnaði þeim skjótt. Hann telur að þetta stafi af því, að ammonium chloridie upphef ji verkanir sodiums úr matarsalti. Sodium í matarsali var því hjáorsök meinsemdanna. Hann tók þá að lækna menn með mataræði. Hann ljet sjúklingana ekki fá nema örlítið af hveitibrauði, mögru kjöti og mjólk. Ekki bannaði • hann salt alveg. En hann gaf sjúkling- unum allt af inn ammonium cloride. Og hann segir að sykur sje ágætur. Hann geti komið í staðinn fyrir kjöt, brauð og salt og hann flýti fyrir bata. Nú er að segja frá hinum læknin- um. Hann heitir dr. Walter Kempner og er frá Duke University School of Medicine í Durham. Hann hafði tekið eftir því að hár blóðþrýstingur má heita algjörlega óþekt fyrirbrigði í Kína. Og Kínverjar eru allra manna rólyndastir. Hann fór að hugsa um hvort þetta mundi ekki standa í sam- bandi við mataræðið, en það er kunn- ugt að Kínverjar hafa um þúsundir ára lifað á hrísgrjónum aðallega. Hann byrjaði því að gera Llraunir á sjúklingum með því að gefa þeim hrisgrjón til matar. Fyrsti sjúkling- ur hans var 32 ára gömul kona. Hún hafði nýlega alið tíunda barn sitt, var með óvenju háan blóðþrýsting og nærri blind og rænulaus. Dr. Kempner segir frá því í , Bullet-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.