Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1948, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1948, Blaðsíða 14
138 LESBOK MORGUNBLAÐSINS Olmnn lönd: TUTUILA VJER vorum á leið til Samoa, f;.Tst til amerísku eyjarinnar Tutuila og þaðan til yfirráðasvæðis Nýa-Sjá- lands, þar sem Apia er höfuðstaður- inn. Vjer vorum heppnir með byr. Bora- Bora hvarf úti við sjóndeildarhring og Tutuila hóf sig upp úr hafinu framundan. Pago-Pago er höfnin á Tutuila og einhver öruggasta höfn á Suðurhafs- eyjum. Þar er herskipalægi Banda- ríkjamanna og þar er nú einn dufla- slæðari. Tvær loftskeytastengur halda höfninni í daglegu sambandi við Was- hington og með einu litlu loftskeyti er hægt að kalla þangað allan Kyrra- hafsflota Bandaríkjanna. Bandaríkin halda uppi reglu í ný- Iendum sínum — nærri því of mikilli reglu. Amerískí hlutinn af Pago-Fago er einn skrautgarður og of skrautlegur til þess að hann gæti fengið fyrstu verðlaun. Þar eru íallegar, grænar flatir, þar sem hvert einasta strá er nákvæmlega tveir og hálfur sentimetri að lengd. Milli flatanna eru undnir stígar, mal- bikaðir, og svo sljettir að þar sjest hvergi hola. Með fram stigunum eru hibiskus-runnar og er þeim svo ná- kvæmt og skipulega niðurraðað, að manni finnst endilega að nokkrir amerískir sjóliðar sjeu látnir telja biöðin á þeim á hverjum morgni og klippa af, svo að þau sjeu nákvæm- lega jafn mörg á hverjum runna. Þarna eru ágætir tennisvellir og golfvöllur með níu holum. Þarna er líka strandvegur, sem aðrir mega ekki ganga en sjóliðforingjarnir og skyldu- lið þeirra. Fyrir hina cbreyttu Liðcmcnn er þarna kvikmyrdahús. sem messað er > á sunnudögum. Allir hvítir menn í Pago-Pago ei'U í þjónustu ameríska fJotans, aJlt frá þvottamanninum til landstjórans. Þeir re\Tidust okkur allir greiðvikn- ir og vingjarnlegir, hvort heldur þeir voru með gullfjallaðar húfur, eða í görmum, sem voru blettóttir af tjöru og olíu. Malbikaður vegur liggur fram hjá grasflötunum og stjómarráðsbygging unni, þar sem eru fjórar fallbyssur og breitt yfir. Svo nær vegurinn kippkorn lengra, en endar þar. Þá tekur við venjulegur vegur, grýttur og liggur á milli kókospálma. Hann er ekki jafn greiðfær og hinn, en hann er í sam- ræmi við landslagið og svip eyjarinn- ar. Þessi vegur Jiggur niður að þorpi landsmanna, sem er innst við höfn- ina. Bandarikin láta landsmenn sem mest sjá um sig sjálfa. Þau hafa eftir- lit með heilbrigðismálum og gæta þess að farsóttir berist ekki þangað, en að öðru leyti sletta þau sjer ekki fram 1 venjur og lifnaðarháttu eyjarskeggja. í hverju þorpi er höfðingi og hann hefur aðra höfðingja óæðri undir sjer og „talsmann" — því að það er ekki samboðið virðingu hins mikJa höfð- ingja að tala á maHnfundum. Allír höfðingjarnir velja sjer svo einn yfir- höfðingja. og liann á Iieima í Pago- Pago og býr í stærsta og skrautleg- asta húsinu þar. Samoar eru nafnkunnir fyrir bygg- ingalist sína Hús þeirra eru sann- kölluð meistaraverk. Þakið er eins og kúpull á kirkju og gert úr strái. Undtr því eru stoðir allavega og fagurlega útskomar. Á gólfið er stráð kóral- sandi og fljettaðar strádýnur breiddar þar á. Milli stoðanna eru forhengi úr pálmablöðum og eru þau flutt til og höfð til skjóls fyrir vindi og regni. Oftast nær eru þau ekki notuð og þess vrgna eru húrin loftgóð og þrif- leg. limhverfis hvert h's eru nokkrir smákofar. í einum eru svínin, annar er eldhús, þriðji skemma og í hinum fjórða sefur unga fólkið, sem ekki hefur enn stofnað sitt eigið heimili. A Samoa hefur grundvallarreglum kommúnismans verið fylgt frá því löngu áður en þær voru skráðar á pappír. Og enn í dag er þar „sellu“- þjóðskipulag. Hver fjölskylda er ,,sella“. Elsti maðurinn er foringi „sellunnar11 og börnin eru alin upp af henni. Allir veiða í fjelagi. Hús sín byggja þeir í f jelagi, en frændur þess sem á að fá það, eru yfirsmiðir. — Þarna er enginn munur gerður á lausa leiksbömum og hjónabandsbörnum. Allir eru kristnir og sanntrúaðir, en kristnin er blönduð gömlum trúar- setningum og siðgæðishugsjónum, og virðist það ha/a tekist mjög vel. Frá alda öðli hafa hinir glæstu og gjörfulegu Samoabúar verið nafnkunn ir fyrir metnað sinn og ættarstolt. Bandaríkin hafa fyllilega tekið þetta til greina og hvergi gengið of nærri sjálfstæðiskend þeirra. Og það er athyglisvert, að hjer á Samoa virðast Bandaríkjamenn hafa lagt kynþáttafordæminguna á hyll- una. Að vísu sitja innlendir menn og Bandaríkjamenn ekki saman í kvik- myndahúsinu, en það er cnginn mun- ur á sætum þeirra, og þetta er líka eini staðurinn þar sem kynþáttunum er stíað sundur. Að öðru leyti hugsar hver um sitt og innlendir menn telja sig standa alveg jafnfætis hinum út- lendu húsbændum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.