Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1948, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1948, Blaðsíða 12
136 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS mörg, en þau munu liklega skípta þúsundum. Um allt skipið eru inn- stungur, svo að hvarvetna er hægt að nota handljós. Allar vindur á þil- fari, en þær eru 12—14, eru kn.ðar með rafmagni og eins vjelar. Svo er og um bátauglurnar, sem veifa bátun- um ljettilega til og frá. Eru það ærið sterkir handleggir, því að bótarnir eru úr stálí og með stórum hreyflum. Eru þeir því geisilega þungir. Auk þess er allt af mikið í þeim af matvælabirgð- um og vatni. Eldflaugar eru og í hverjum bát til þess að skjóta í sjó- hrakningi og mörg önnur öryggis- tæki. Brunasími er í hverju einasta her- bergi í skípinu, svo hægt sje að til- kjrnna tafarlaust ef eldur kemur upp. Talsímar eru einnig um allt skipið, en þeir hafa ekki verið notaðir síðan stríðinu lauk. Vjelarúminu get jeg ekki lýst, því að þar er flest fyrir ofan minn skiln- ing. Þó skal jeg geta þess, að þar er ein aðalvjel, sem knýr skipið áfrani. Hún hefur að sögn 1700 hestöfl og knýr hið 5000 lesta stóra skip áfram með 10—11 sjómílna hraða á klukku- stund. Þarna er líka olíukyntur ket- ill, og úr honum fæst heitt vatn til allra þarfa á skipinu. Sagt var mjer að alls sje 175 vjelar, stærri og mir.ni í skipinu. Þar er ein vjel, sem stjórnar íerð skipsins, þar.nig, að þegar stefna heíur verið tekin, þá er stýrið sett i ,,gear" og síðan sjer þessi vjel um það að ekki haggi stefnunni, hvorki fyrir strauma, vind nje sjógang. Þarf því mannshöndin hvergi að koma nærri til að stýra því, nema þegar breyta þarí um stefnu. Þessi vjel stjórnar einnig áttavitunum, þannig, að nálin hvikar ekki þótt skipið taki dýfur. En með hvaða hætti þetta verður, er mjer óskiljanlegt og læt því útrætt um það. Vjelamenn og raímagnsmenn gera sjálfir við flest sem aflaga fer á skip- inu og hafa til þess hin fullkomn- ustu áhöld. Allt er úr stáli um borð, svo sem öll rúmstæði, skápar, skrifborð, hurð- ir og hvað eina. Þar sá jeg ekkert úr timbri, nema völtur þær sem hand- klæði eru hengd á, cg 2 eða 4 hurðir á efsta þilfari. Það er býsna löng leið af efsta þil- íari niður í botn á skipinu, og mun verða að fara sjö stiga hvorn upp af öðrum. Ekki taldi jeg rimarnar í þeim nákvæmlega, en þær munu vera eitthvað um sjötíu. Vistin um borð Við erum nokkrir íslendingar á skipinu. Fyrst skal frægan telja leið- sögumanninn, Snæbjörn Stefánsson skipstjóra, sem er hinn ákveðnasti í sír.u starfi og leysir það af hendi með prýði cr liar'.mennsku, einr og góðum sjómanni særrii. Svo eiu bar farþeg- ar, Friðrik Guðjónsson, útgerðarmað- ur á Sigiufirði og frú hans, og enn- íremur Guðmur.dur Sigurðsson frá Ilöfn í Siglufirði, alkunnur sjósókn- ari og fiskimaður. Skipverjar eru 34 og er það nokkuð sundurleitur hópur, því að þeir munu vera af 8—9 þjóðflokkum. Ekki kem- ur það þó að sök, því að umgengnis- menning þeirra er á mjög háu stigi. Allir hlýða fyrirskipunum yfirmanna hiklaust og orðalaust. Iljá yfirmönn- unum er heldur engmn reigingur. Allir koma fram sem bræður hver við annan. Skipstjóri er ákveðinn í sínu starfi og ber umhyggju fyrir öllum mönnum sínum, og eins fyrir okkur íslendingunum. í frístundum skemmta menn sjer við spil, lestur bóka og þrætulaus sam töl. Drykkjuskapur þekkist þar ekki. Mataræði og framleiðsla er með af- brigðum og hvergi á neinu veitinga- húsi hjer á landi væri hægt að fá jafn góðan mat. En hjer vantar líka allt, sem til þess þarf, svo sem græn- meti, epli, appelsínur og óáíenga á- vaxtadrykki, ískalda og hressandi. í Siglufirði Þetta er skrifað um borð, í Siglu- fjarðarhöfn. Við komum hingað 20. febráar eftir 27 klukkustunda sigl- ingu frá Reykjavík. Það er komið kvöld. Við verðum að liggja fyrir fest- um úti á höfn, komumst ekki að bryggju, því að Reykjafoss er þar íyrir. Við horfum á Siglufjarðarbæ, kiæddan í mjúkt vétrarlín, uppljóm aðan af rafljósadýrð. Við heyrum í kvöldkyrðinni átök vinnuvjelanna í síldarverksmiðjunum. Þeim er ekki

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.