Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1948, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1948, Blaðsíða 10
134 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS Stóri-Núpur hann mætti andstöðu, svo að í hann fauk, þá var það venja hans að ganga út af fundi, uns hann hafði að fullu stillt skap sitt að nýju. Á hverju hausti húsvitjaði hann hvert heimili í sóknum sínum. Yfir- heyrði hann þá öll börn, sem þar voru innan við fermingu. Gekk hann eftir þvi, eins og frekast var fært að börnin fengju nægilega uppfræðslu. Sá hann um, að börn voru tekin af þeim heimilum, þar sem uppfræðslan var ljeleg og komið fyrir, þar sem þau nytu betri tilsagnar. Um 1890 rjeði hann farandkennara í sóknir sínar og batnaði þá upp- fræðsla barnanna mikið, en illa fell sr. Valdimar það, hve kennslulaunin voru lág. 1 fyrstu var kaup kennar- ans frá veturnóttum fram á þorra 36 krónur. Sýslunefndarmaður var sr. Valdi- mar um langt skeið, og amtsráðsmað- ur um tíma, uns amtsráðin voru lögð niður. Lengi á meðan sr. Valdimar átti sæti í sýslunefnd Árnesinga, áttu Hreppamenn í erjum við suðursveit- irnar út af afrjettamálum. Þóttust þeir verða fyrir of miklum ágangi af sauðfje suðursýslu-manna. Sr. Valdi- mar var enginn bardagamaður. — Vannst því lítið á í þessum deilumál- um, meðan hann átti sæti í sýslu- nefndinni. Hann var of friðsæll mað- ur til þess að standa í miklum erjum. — Sem bóndi og heimilisfaðir var sr. Valdimar mjög reglusamur. Sá jafn- an um að allt væri í sniðum, bæði úti og inni. Þó sjálfur gengi hann ekki að líkamlegri vinnu, fylgdist hann mjög með öllum bússtörfum. Hann var jaínan árrisull. Var það venja hans að setjast snemma dags við skrifborð sitt þar sem hann annað hvort var lesandi eða skrifandi. Safn- aði hann margskonar þjóðlegum fróð- leik, á milli þess, sem hann f jekst við ljóðagerð og þessháttar. Útiverk vann hann ekki nema við þurrhey framan af ævinni. Eitt sinn var hann að snúa flekk í brekk- unni fyrir ofan bæinn í glaðasólskini og brakandi þerri. Þá orti hann sálm- inn ,,Guð allur heimur, eins í lágu og háu, er opin bók um þig er fræðir mig og hvert eitt blað á bkámi jarðar smáu, er blað, sem margt er skrifað á um þig“- Fólk sem var við vinnu með honum. undraðist hve oft hann staðnæmdist við verk sitt, og stóð kyrr í sömu sporum drykklanga stund. — Hvort hann sneri öllum flekknum, veit jeg ekki. En þaðan gekk hann rakleitt heim að skriíborði sínu og skrifaði niður sálminn. Sr. Valdimar var íremur heilsu- góður maður. Eitt sinn man jeg þó eftir, að hann lá langa legu á Stóra- Núpi. Var talið að hann hefði verið hætt kominn. Þegar veikinni ljetti, er sagt að hann hafi ort sálminn „Það er svo oft i dauðans skuggadölum" o. s. frv. Sr. Valdimar naut óskiftrar ástar og virðingar sóknarbarna sinna. Enda átti hann það skilið, slíkur andlegur leiðtogi og Ijúfmenni var hann alla stund. Einu sinni hvarflaði að honum að sækja frá Stóra-Núpi um Garða á Álftanesi, er það brauð losnaði við fráfall sr. Þórarins Böðvarssonar. En sr. Valdimar hætti við það er sóknar- börn hans skoruðu á hann að vera kyrran. í annað sinn barst honum á- skorun frá Reykvíkingum að sækja um Reykjavíkurprestakall. Til þess var hann ófáanlegur, enda var hann þá orðinn roskinn. Kvaðst hann ekki treysta sjer til, er svo var komið að taka að sjer svo erfitt brauð. Óhætt er að segja, að heimili þeirra hjóna, sr. Valdimars Briem og konu hans, Ólafar, hafi verið eitt hið mesta myndar- og rausnarheimili þar um slóðir. Voru þau gestrisin mjög og höfðingjar heim að sækja. Frú Ólöf var hin mesta mannkosta- kona og stórgáfuð. Skáld var hún gott, þótt lítið ljeti hún á því bera. Hún lagði mikla stund á hannyrðir og kenndi mörgum ungum stúlkum, & _ . . J Frú Ólöf Briem

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.