Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1948, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1948, Blaðsíða 8
132 LESBOK morgunblaðsins ENDURMINNINGAR UM VALDIMAR BRIEM VÍGSLUBISKUP Á STÓRA-NÚPI Meöal þexrra manna, er höföu lengst kynni af sr. Valdimar, er Þor- steinn Bjarnason fyrrum bóndi í Háholti í Eystri-Hrepp. I tilefni aldarafmœlis sr. Valdimars 1. febrúar, hefur Lesbókin snúiö sjer til Þorsteins og fengiö hjá honum eftirfarandi frásögn af sr. Valdi- mar Briem, sem sóknarpresti Hreppamanna. En sr. Valdimar var, sem kunnugt er, meöal svipmestu kennimanna þjóöarinnar á sinni tíð og eitt af helstu sálmaskáldum hennar fyrr og siöar. Þorsteinn Bjarnason frá Háholti hefur safnaö ýmsum fróöleik um menn og málefni í Gnúpverjahreppi á öldinni sem leiö. Hefur hann þar m.a. tekiö saman kafla um sr. Valdimar Briem og er þessi frásögn hans, sem hjer birtist, aö miklu leyti endursögn af þessum söguköflum hans. Hann kemst svo að oröi: SJERA Valdimar Briem tók við Hrepphólabrauðinu árið 1873. Þá var hann nývígður. Sama árið gekk hann að eiga frændkonu sína, Ólöfu Jó- hannsdóttir Briem frá Hruna. — í Hrima ólst hann upp frá 10 ára aldri. Fluttist þangað er hann missti for- eldra sína. Þeir voru bræður, sr. Jó- hann Briem í Hruna og Ólafur Briem, faðir Valdimars, timburmeistari á Grund I Eyjafirði. Árið 1880 voru Stóra-Núps- og Hrepphólabrauð sam- einuð. Þjónaði sr. Valdimar Briem Stóra-Núps-brauðinu næsta ár, en bjó áfram í Hrepphólum. Bændum í Eystri-Hrepp var mjög umhugað um, að hann flytti í þeirra sókn og settist að á Stóra-Núpi. En sá hængur var á, að bygging var þar ákaflega ljeleg, svo hann gat ekki flutt þangað, nema að húsa bæinn að nýju. Hann flutti að Stóra-Núpi vorið 1883. Var það hans fyrsta verk er þangað kom, að láta rífa bæinn niður til grunna og byggja nýan. Bændur í Stóra-Núps-sókn gengu rö: :lega fram í því að hjálpa presti sínum við bæjarbygginguna. Tóku þeir sig sam- an um að vinna þar öll moldarverk ókeypis. Forystumaður við það verk var Einar Gestsson bóndi á Hæli. Var vandað mjög til þessa bæjar. Hann stóð þó ekki lengur en fram á sumar- ið 1896, er jarðskjálftarnir miklu dundu yfir. Fell hann þá að mestu og var mildi, að ekki varð manntjón. Jeg var innan við fermingu, þegar sr. Valdimar flutti í Gnúpverjahrepp. Er mjer það í fersku minni hve mik- ill fengur þótti að komu hans þangað. Mönnum fannst sem rofa fyrir nýum degi. Hann lyfti hugum sóknarbama sinna upp úr hinu daglega striti, víkk- aði sjóndeildarhring þeirra, studdi og styrkti það, sem best var í fari þeirra. Fyrir okkur fermingarbörnin var hann framúrskarandi fræðari, Ijúfur og mildur, en fylgdi því þó fast fram, að við lærðum það, sem fyrir okkur var lagt. Öll prestsverk rækti hann með stakri samviskusemi og trúmennsku. Sr. Valdimar í skrifstofu sinni. Hann þótti ágætur ræðumaður. Voru ræður hans vel samdar og skörulega fluttar. Oftast var í þeim eitthvað af ljóðum eftir hann sjálfan. Kirkjusókn var ágæt í prestaköll- um hans, bæði af sóknarfólki og fólki, sem kom úr næstu sóknum, til þess að hlýða á hann. — Oft fljettaði hann inn í ræður sínar ýmis- legt um það, sem betur mætti fara í breytni og dagfari almennings. Er mjer það m.a. minnisstætt þegar hann minntist á það í stólræðu, hversu óviðeigandi væru ummæli sumra manna, þegar fátækt fólk missti börn sín ung. Viðkvæðið var í þá daga hjá sumum, er slíkt kom fyr-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.