Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1948, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1948, Blaðsíða 16
140 ---—wT’f”'- LESBÖK MORGUNBLAÐSINS v ‘v .... _ O HAFNARGARÐAR RE YKJAVÍKUR og innsiglingin í höfnina. A bak við sjest Engey, Akraf jall og Esjan. ODDUR BÖDDI OG JÓN BOLI Oddur bjó norður í Reykjadal. — Hann var „hrishaldari" og kvongaður. Maður hjet Jón boli og bjó þar í grend við Odd með dóttur sinni; hún hjet Cuðrún. Oddur átti barn með Guð- rúnu og kona hans dó um sama leyti. Þá fer hann á fund sýslumanns og bið- ur hann að leggja til með sjer við kon- unginn, að hann megi eignast stúlkuna. Embættismaðurinn telur vandkvæði á því, en kveðst þó muni reyna; það sje konunglegt að gera einu sinni bón „rjettarins þjenara“. Veturinn líður og með vorskipinu kemur gefins-leyfi.að Oddur megi eiga frilluna. — Þá er erfisdrykkja í Reykjadal og þeir eru boðnir Oddur og Jón. Þar voru fluttar borðræður, sem vandi er til, og segir þá Oddur einhverju sinni: „Mikið náð- ugur var hann við mig, blessaður kóng- urinn minn, að gefa mjer hana Guð- rúnu mína — að hverju sem mjer verð- ur það —; hann gat ekki betur gert, góði herra!“ — (Svo er hermt eftir Oddi, að hann hafi talað ógn seint og auðmjúklega, af lotningu við konung- dóminn). Jón boli (allra manna stygg- astur i máli) svaraði á þessa Jeið: „Svei hans náð! Hann átti ekkert með mitt barn; hann mátti vel gefa þjer sitt barn. En hún Gunna mín var of góð har.da böðlinum“ (Úr brjefi til Konráðs Gíslasonar frá Jónasi Hallgrímssyni). KERLINGARBÆN Kerling bað einu sinni svo fyrir bónda sínum, sem var á sjó: Drottinn minn dreptu hann Guðvarð á sjónum. Láttu hann aldrei landi ná, þar liggur mjer á. Ef þú þekkir hann ekki hinum frá þá situr hann aftan á, með kollhcttuna grá og skinnið ofan á. 1 BORGARFIRÐI eru útreiðar höfuðskemmtun manna um fram það, sem annars staðar er títt á Vesturlandi. Ur.gir menn telja sjer það sæmd að kunna vel að fara með hesta. Þegar þeir fara í bónorðsferðir, eru það þeim góð meðmæli að vera vel ríðandi, sitja vel hest og geta sveifl að sjer á hestbak án þess að stíga í í- staðið (Ferðabók). í JÖKULFJÖRÐUM á Dynjanda og fleiri bæjum segja menn að fjörubeit sje hættuleg frá mið- góu og þangað til 3—4 vikur af sumri. Drepst þá fje af þangáti, og kalla menn þetta „fjörufall" og er kent um eitruð- um sjávarormum, sem sje í þanginu. EFTIR ÞJÓÐHÁTÍÐINA 1874 Allt er nú komið í sínar gömlu 1000 ára stellingar: sálin bundin fyrir aftan hnakk heimskunnar, með seglgarni venjunnar og náragjörðum nískunnar, meðan útigangshrossið Corpus Domini eða hominis, brokkar jafn klárgengur vegleysu vitleysunnar yfir stokk og steina stymparaskaparins, yfir fen flónskunnar og urðir amlóðaskapar- ins, út í Ginnungagap grafarinnar og óminnishyl eilífðar (Úr brjefi frá Matth. Joch.). • ÚR BÆN Guðnýar Snorrcdóttur frá Húsafelli: Sittu hjá mjer María hin sæla; signdu mig með vinstri hendi, verndaðu mig með hægri hendi fyrir honum illa Lússímund, og honum Loðni Ásbjarn- arsyni, og fyrir afturgönguuni við Þrándarholtstekk og útburðinum í Andrjesarmýri. SKÓGARELDAR Á ÍSLANDI Espholin getur þess að 1573 hafi verið svo mikið hitasumar, að þá hafi eldar'kviknað víða í skógum og brennt þá. GUNNBJARNARSKER Gömul sögn er það, að Gunnbjarnar- sker sjáist úr „hellugati á fjallinu Rit við ísafjarðarmynni". GILDI ÖRNEFNA Saga og Ævintýr öll hafa skreytt með örnefnum bændanna lönd, og bæin óskírða uppvaxa ljet ei öldin um dal eða strönd á föðurleifð minni. í myrknættið út, er minningar tendra sín bál, um vallgróna haugana blossana ber, svo bjart er um feðranna sál. (Steph. G. Steph.). UM PÁL POSTULA Jeg stúdera stöðugt gamla Pál frá Tarsum; hann er öllum fremur „geni- ið“, qua kennimaður, í mínum augum, og ef til vill sá andríkasti karl, sem jeg þekki, þó hann sje slæmur stílisti stundum og segi axarsköft. (Úr brjefi frá Matth. Joch. til Þórhalls biskups). EINAR í KOLLAFJARÐARNESI var mesti búhöldur, rausnarmaður og hjálparhella fátæklinga. Einu sinni þótti Þórdísi, seinni konu hans, ganga úr hófi greiðvikni hans, en þá svaraði Einar: „Heldur þú, Þórdís mín, að guð sje ekki nógu ríkur til að borga fyrir fátæklinginn“.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.