Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1948, Síða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1948, Síða 1
Arni Ola: URSOGU HLÍÐA •j) Hlíöarhúsabœirnir eins og peir voru seinast. Myndin er a{ málverki eftir Benedikt Gröndal. EF' REYKJAVÍKURTJÖRN er sagt að hafi verið til forna full af véiði, bæði silungi, sjóbirtingi eða laxi, og varð það þeim, er lönd áttu að henni, að góðu gagni. En sumir segja að það liafi verið tveir bræður, og hafi annar búið í Hlíðarhsum, en hinn í Skál- holtskoti. Þeir deildu um veiðina í tjörninni, því báðir þóttust eiga hana alla, en gátu ekki komið sjer sarnan una að nota hana í bróðerni. Er þá sagt, að af heitingum þeirra og ofstæki hafi svo farið, að veiðin hafi horfið úr tjöminni, en hún orðið full af pödd- um og hornsílum og aldrei hafi verið nein veiði í henni síðan, en þó hafa stundum fengist þar álar. Nú er að segja af þeim bræðranna, sem bjó í Skálholtskoti, að honum þótti ilt að hafa násetur við bróður sinn eftir þetta. Tók hann sig þá til og flutti sig vestur að Helgafelli og bjó þar síðan. En bróðir hans bjó eftir á eignarjörð sinni Hlíðarhúsum og fara litlar sögur af honum fyr en að þvi kom, að hann lagðist veikur, og þó með undarlegu móti, því að hann hafði hvorki frið nje ró, nje heldur gat hann dáið fyr en hann var fluttur vestur að Helgafelli til bróður síns; sættist hann þar við hann heilum sátt- um og dó svo, eftir að hann hafði gef- ið Helgafellskirkju jörðina Hlíðarhús fyrir sálu sinni.---- Þessa sögu sagði frú Kristjana Zoega Jónassen (systir Geirs útgerð- armanns) Jóni Árnasyni þjóðsagna- safnara, og kvaðst hún hafa söguna eftir Guðrúnu í Brekkubæ. En Ingigerður Zoega sagði Jóni aðra sögu um það hvernig silungur- inn hvarf úr tjörninni. Kerlingar tvær, sem bjuggu sín hvoru megin við tjörn ina voru að skola úr sokkum sínum og rifust þá ákaflega út af veiðinni, sem báðar vildu eiga. Lenti seinast í heitingum, en við það hvarf silungur- inn. FYRRI SAGAN er allmerkileg, því að hún sýnir að þjóðsögur hafa enn ver- ið að skapast á 18. öld um atburði, sem allir áttu þó að kunna skil á, en \

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.