Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1948, Síða 1
XXUl. árgangui
38. tölublað
Sunnudagur 24. október 1943
Árni Óla:
ÁRBÆJARM
ÁRIÐ 1704 var tvíbýli á Árbæ í
Mosfellssveit. Á hálflendunni bjó
Sæmundur Þórarinsson, ættaður
frá Grímsnesi, og kona hans Stein-
unn Guðmundsdóttir. Hún hafði
verið tvígift áður, og var Sæmund-
ur þriðji maður hennar. Fyrsti mað
ur Steinunnar hjet Bergur og með
honum átti hún tvö börn, Guðmund
og Guðrúnu. Miðmaður hennar hjet
Erlendur og m'eð honum hafði hún
átt einn son Berg að naíni. Voru
þessi þrjú börn hennar á heimilinu,
en þeim Sæmundi hafði ekki orðið
barna auðið.
Samkvæmt manntalinu 1703 var
Sæmundur nú fertugur að aldri, en
Steinunn 43 ára. Börn hennar af
fyrsta hjónabandi voru upp kom-
in, Guðmundur tvítugur og Guðrún
19 ára. En yngsta barnið, Bergur,
var 7 ára.
Á hinni hálflendunni bjó maður
að nafni Sigurður Arason. Hann
var 26 ára að aldri og ókvæntur.
Hjá honum var móðir hans. Guð-
rún Grímsdóttir, rúmlega hálfsjö-
tug að aldri, og unglingspiltur sem
Oddur hjet Böðvarsson. —
Nú bar svo til, mánudagsmorg-
un 22. september, að Sigurður kem-
ur á Bútstaði og Breiðholt og er að
leita að Sæmundi. Sagði hann að
Sæmundur hefði farið að heiman
daginn áður, suðúr yfir ár og ætlað
að Hraunsholti, en væri ekki kom-
inn aftur. Fekk hann svó menn af
þessum bæuný í lið við sig að leita
dauðaleit að Sæmundi, og taldi lík-
legast að hann mundi hafa drukkn-
að í Elliðaánum. Urðu þeir fimm
saman í leitinni og bar hún þann
árangur, að þeir fundu Sæmund
örendan undir fossi þeim í syðri
ánni, sem Skötufoss heitir. Lá hann
þar á grúfu, og er þeir tóku hann
upp „var hann náfölur 1 andliti,
sem þeir menn er á þurru deya, en
eigi bólginn, sem druknaðir menn,
og ekki rann heldur vatn úr munni
honum“.
Sigurður sagði förunautum sín-
um að Steinunn hefði beðið sig þess
lengst allra orða, ef þeir fyndi Sæ-
mund látinn, að koma ekki með lík-
ið heim að Árbæ, heldur flytja það
þegar til kirkju. En þá var kirkja í
Gufunesi og þangað átti heimilis-
fólk á Árbæ kirkjusókn. Varð það
svo úr, að þeir fóru með líkið að
Gufunesi.
Þá var prestur að Mosfelli síra
Þórður Konráðsson, og þjónaði
hann Gufunesi. Sigurður sendi nú
Á L
piltinn Odd þangað að tilkynna
presti lát Sæmundar, og ljet spyrja
frá Steinunni hvort Sæmundur
mundi ekki fá kirkjuleg. Prestur
svaraði því, að ef það væri víst. að
Sæmundur hefði ekki ráðið sjer
bana sjálfur, þá mundi hann fá
kirkjuleg, og bað sveininn að skila
því til Steinunnar, að hún skyldi
gera útför hans sem virðulegasta.
Síðan var lík Sæmundar búið til
greftrunar og hann kistulagður. —
Fór svo útförin fram og var Stein-
unn þar við, og var „hann skikkan-
lega til moldar borinn“. Að því
loknu fór prestur heim að Árbæ til
þess að skrifa upp þá f jármuni, sem
voru í búi þeirra Sæmundar og
Steinunnar.
En þá þegar mun fólk hafa verið
farið að dylgja um það, að ekki
mundi einleikið um fráfall Sæ-
mundar. Sjest það á frásögn síra
Þórðar: „Þegar búið var að skrifa
upp fjemuni á Árbæ, bað jeg að
Sigurður Arason fylgdi mjer upp
á veginn, því jeg var einsamall. En
um það leyti að búið var að leggja
á hest minn og jeg var korrunn á
hestbak, spurði Jón Þórarinsson
opinberlega, hvort nokkur hefði
fylgt Sæmundi heitnum frá bæn-