Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1949, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1949, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 79 það mitt hlutfall að bera fram þessa uppástungu, sem verið getur að sje ótímabær, en á þessurn stað ætla jeg ekki frekar að tala um hana.“ Það mátti líka kalla að honum gæfist ekki kostur á að tala meira um hana, því að konungsfulitrúi, sem þá var Páll Melsted, gat kom- ið í veg fyrir það, að umræður yrði um málið. Hann talcli það skyldu sína, bæði við stjórnina, þjóðina og þingið, að afgreiða þetta mál á sjer- stakan hátt, af því að það væri „svo einstakt í eðli sínu og þar að auki vandasamara en önnur mál, sem hjer hafa komið fyrir í þetta sinn.“ Hann taldi það fyrst, að uppá- stungan væri ekki löglega fram borin, þar sem þingmaður Barð- strendinga bæri hana ekki fram í sínu nafni, heldur gerði annars manns skjal að sinni uppástungu. Ekki kvaðst hann þó vilja nota þennan formgalla, því að þá kynni það að teljast óbein viðurkenning á því, að þingið gæti tekið þetta mál til meðferðar á venjulegan hátt, ef það kæmi fram í löglegu formi. En þingið mætti ekki taka slíkt mál til meðferðar. ,.Það er nefnflega þess eðlis, að um það hljóta að gerast samningar milii hinnar dönsku stjórnar og hinnar frönsku stjórnar, og þess konar mál geta því síður komið til umræðu á ráðgjafarþingi, sem þau vanalega ei eru lögð fyrir löggjafarþing 1 öðrum löndum, heldur ganga þau hinn svokallaða „diplqmatiska“ veg milli stjórnanna.“ Lagði hann því til að þíngið af- greiddi málið með þessari yfirlýs- ingu: „Alþingi lýsir yfir því, að þetta mál, sem snertir innbyrðis þjóða- viðskifti, og þess vegna hlýtur að afgreiðast á þann hátt, að hlutað- eigandí stjormr semji uœ það sín i íuilli, sje ið cllu leyti fyrií uiar. þann verkahring, sem löggjöfin hefur ákveðið þinginu, og vísar þvi beiðendunum til hinnar dönsku stjórnar.“ Jón Guðmundsson ritstjóri taldi það vafasamt að konungsfulltrúi gæti borið upp tillögu frá sjer í þinginu. En hann kvaðst þessari afgreiðslu málsins, samþykkur, og gerði því tillögu konungsfulltrúa að sinni tillögu. Var hún síðan sam- þykkt með 20 samhljóða atkvæð- um og málinu þar með vísað frá. NOKKUR gustur stóð af ..Nýum Fjelagsritum“ út af afgreiðslu þessa máls. Var þinginu ámælt fyr- ir að hafa sleppt atkvæðisrjetti sín- um í mikilsverðu máli og , slept honum svo, að gefa stjórninni enga bendingu um nokkurn hinn minsta hagnað, sem óskandi væri að ís- landi yrði áunninn fyrir það leyli, er Frökkum kynni að verða veitt“. Segir þar og að alþing hafi „sýnt hinn mesta sljóleik og tómlæti í að gegna skyldu sinni við landið, og einurðarskort í því að segja ekki beint, hvort það vildi óska að leyfið yrði veitt eða ekki, annað hvort fortakslaust, eða með skilyrðurn.“ Jóni Guðmundssyni mun hafa þótt böndin borin að sjer með þess- ari ádeilu, þar sem hann hafði tekið upp tillögu konungsíulltrúa og einn allra þingmanna lýst sig fylgjandi þeirri afgreiðslu málsins, enda þótt nítján þingmenn aðrir fellust á það. Jón fór því á stúfana og ritaði langa grein í Þjóðólf um þetta mál og hvernig það horfði við íslend- ingum frá mörgum hliðum. En um sjálfa afgreiðslu málsins á þingi sagði hann svo: „f uppástungunni voru ekki gerð nein boð um að undir gangast nein- ar skyldur og skuldbindingar, þær er tryggjandi mætti vera og sam- svarandi rjettindum þeim ev beiðst vs-r. Gat heldur ekki með íreiíiu .., ii j „je. & •' ^....j.--.. —Oi, _. væn að eða trúanlegt takandi, því að uppástungan var alls ekki frá stjórn Frakka, heldur frá einstök- um mönnum, fáeinum kaupmönn- um í litlum stað (Dunkerque) í Frakklandi, eða rituð Alþingi „eft- ir bón þeirra“, og einkum þess vegna var engin ástæða fyrir Al- þingi að gefa neinn gaum að fvrir- spurn þessari, enda þótt þar hefði verið heitið öllum þeim hagsmun- um í móti og boðið og undirgengist að leysa af hendi allar þær skyldur, sem mætti virðast fullnægjandi og vega upp á móti rjettindum þeim og hagsmunum, er farið var fram á að vinna. Því þessir einstöku menn í framandi landi, er enginn þekkir nein deili á, geta að vísu — eins og þeir gerðu — farið fram á að öðlast og þegið hjer fyrir sig og sína fjelaga og eftirmenn, verulega hagsmuni og landsrjettindi til lang frarna, en hvaða skuldbindandi kraft hafa loforð þeirra um skyldur og hagsmuni í móti, á meðan þeir búa sjálfir í fjarlægu landi eg und- ir annarlegri stjórn og lögum? Ef Alþingi gæfi gaum að öllum slík- um uppástungum og fyrirspurnum, sem himi eða þessi kynni að rita þinginu, að sögn „eftir bón“ fra einstökum mönnum hjer og hvar út um heirn „og segja livort það vildi að slíkt leyfi væri véítt eða ekki,“ þá sjá allir að þingið áýiidi þar með ckki aðeins hihh fnesta sljóleika, heldur og svó bera van- þekkingu á stöðu sinni og skylduin, er alls engin bót yröi mælt fyr eða síðar. Það býður auðsjáanlega engum svörum að Alþingi hafi „slept“ at- kvæðisrjetti sínum í málinu, eða það hafi afsalað sjer hann á nokk- urn hátt, eða kastað allri nbyrgð- inni upp á stjórnina eða varpað ullri sinni áhyggju upp á Dani, þó þingið vísaði írá sjei hmm ámmstu i rirsDum, sem bví var rituð — aö scg:c — eítir ’ccr; nckkurra kaup- manna í ícunkirken.1'

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.