Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1949, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1949, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 91 hugarvíli, úrræðaleysi og' dugleysi, en þeir eru margir. (Læknirinn dr. G. Tayleur Stock- ings segir í „British Medical Journal“ • að með þessu meðali hafi visindin fært læknum í hendur „entirely new typc of euphoriant drug with properties which render it an extremely promis- ing therapeutic agent in psychiatry"). ÍW W W W V - Molar - Franskur málari sat á veitingahúsi og bað um flösku af víni. Á meðan hann beið eftir henni, varð honum lit- ið á blað, sem þar lá og sá þar stóra fyrirsögn: „Erfiðir tímar framundan". Þegar hann sá þetta, hætti hann við að kaupa vínflöskuna og sagði frá hvers vegna hann gerði það. „Erfiðir tímar?“ sagði veitingamað- ur við sjálfan sig. „Þá get jeg ekki keypt silkikjólinn handa konunni minni". „Erfiðir timar“, sagði skraddarinn. „Þá verð jeg að hætta við að breyta búðinni niinni". „Erfiðir tímar“, sagöi byggingaineist arinn. „Þá verð jeg að hætta við að kaupa málverkið“. Þegar málarinn fekk tilkynningu um þetta, fór hann aftur i sama veitinga- liúsið til þess að lesa greinina, sem þessu hafði valdið. Og þá sá hann að blaðið var tveggja ára gamalt. ---o—-—■ Maður nokkuf vaf kuimur að því að ýkja hroðálega þegar hami sagði frá. Einu sinni fór hann meö konu siiini i sainsæti. Hún sagði við hann áður, að ef sjer þætti eitthvað keyra úr hófi hjá honum, þá mundi hún stiga á tærnar á honum. Undir borðum fór maðurinn að segja frá: „Einu sinni sá jeg gríðarlega stórt skip. Það var 2000 fet á lengd, 500 fet á breidd--------“ í því steig konan á tær hans. og tvö fet á hæð“, sagði hann iúpulegur. &r. þú aíasaf' e:afev. s-jýígr. íyjir yfirsjór., skaltu teijs. uþp að tiu -r- þínar eigin yfirsjóiúr. GESTIR í Litli fugl, á fjaðra kjól, fáir að þjer hlynna; nú er frosið fyrir skjól flestra bjarga þinna. Litli veslings vinur minn, í vor er lifna blómin heyri jeg ekki aftur þinn yndisblíða rómin? Þrátt um grundar þanki minn það ei birtast lætur; hvar þú elur aldur þinn úti um vetrar nætur. Ljós þá jarðar lýsir stig lífinu kraft að vinna: Á hlaðvarpanum hitti jeg þig í hópi bræðra þinna. Tindilfættir tifið þá að tína salla og grjónin; fljúgist líka óspart á elskulegu flónin. Fóðrið inni eigið þið, ykkur glöggt má sýna; þegar í sumar sunguð frið sálu yfir mína. Guðskirkjuna gekk jeg i glaður messu að heyra; unaðsraddir, bí, bí, bí, bárust mjer að eyra. Hrifinn vann jeg hlýða á himins raddar mildi; veitti svölun þyrstri þrá þess er lagið skildi. Þetta fagra ljóða Iag lífgar dapurt sinni; þið yrkið svona ástarbrag ut ai V3rd’Tði.nni. eftir vetur g'ehgiÁð; BÆNUM um himingeim, ei sparað sprctt nje spenna raddarstrenginn Hafir þú vinur hlustað á höfga tóna seiða, eiga þeir gjald þjer inni hiá sem eftir er að greiða. Nær sem þínum „kirkju kór“ kaup með skilum sannar, minstu hins, er harla stór himin víddir spannar. Leggja af mörkum lítið þarf að ljetta gjöldum brýnum; það verður aldrei aura hvarf upp úr sjóði þínum. Sópaðu úr garða, salla í byng, settu ’ann út á hólinn; það verður svöngum vesaling veisla — sem um jólin. Þú sem býrð i borg við sæ, breyttu að ráðum mínunr minnsta bróður miðlaðu æ mola af borðum þínum. Gef þeim út í garðinn þinn, á grasflöt eður beði; þá heimsækir þig hópurinn óg hlýjar þjer í geði. Gott er að vera, greint oss er i góðvild, meir en hálfir; Guð umbunar greiðann þjer, þeir gera það líka sjáKir. Þegar vetrar víkja mein og vorsins klukkur hringja; sitja þeir á grænni grein glöðum rómi syngja. •3. jaa. 1949. X^’r'or*»fTT r> oflv-r*

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.