Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1949, Síða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1949, Síða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 89 KIRKJUNNAR MÁLEFNI Sjálfboðaliðar fá aðgang að blöð- um með greinir um trúmál. RITSTJÓRA nokkurn í Florida vantaði efni í blaðið. Hann fór þá 1 „ruslakistu" sína, þar sem geymd ar voru alls konar aðsendar grein- ar, og greip þar eitt blað af handa- hófi. Þegar hann sá, að það voru kirkjufrjettir, var hann að hugsa um að fleygja því í brjefakörfuna, en sá sig þó um hönd. Hver veit nema hann gæti tekið úr þessu smáfrjett, svona 6—8 línur? Hann las því allt, sem á blaðinu stóð í mesta flýti. Svo las hann það aft- ur gaumgæfilega. „Þetta er ágætt“, sagði hann við sjálfan sig. Sem þaulvanur rit- stjóri sá hann að þetta var efni handa lesendum. Það var ekki þetta þurra, vandræðalega stagl sem hann hafði átt von á, heldur lifandi orð. Og í stað þess að taka örstuttan útdrátt úr því, eins og hann ætlaði, birti hann greinina í heild og setti á hana sjálfstæða fyrirsögn. Síðan þetta skeði hafa prestarn- ir í borgum Florida getað stært sig af því, að „kirkjufrjettir sje nú farnar að keppa við glæpafrjettir og pólitískar frjettir á forsíðum blaðanna — og hafi oft betur“. Sá, sem ritaði þessa fyrstu grein var gerður að meðritstjóra blaðsins og falið að sjá um kirkjufrjettir, og hann rekur það starf sitt jafn ötul- lega og aðrir frjettaritarar. Þetta fordæmi hefir orðið öðrum til eftirbreytni og fjöldi blaða er nú farinn að gefa kirkjunnar mál- um meiri gaum en áður. Það væri nú gleðilegt ef þetta bæri vott um kristilega hugarfars- breytingu hjá ritstjórunum. En ritstjórarnir eru jafn gallharðir „heimsins menn“ og þeir voru áður. Ástæðan til þess að blöðin eru farin að gefa sig meira að kirkjunnar málefnum en áður, er sú, að nú er fjöldi blaðamanna um alt land, sem hefir lært hvernig á að skrifa um þau mál, og þeir skrifa svo góðar greinar um þau, að blöðin verða fegin að birta þær. Þetta er aðallega einum manni að þakka. Hann heitir Robert Walker. Fyrir þremur árum var hann kennari við baðamensku skól- ann í Wheaton College í Illinois Hann sótti oft kirkju og prestarn- ir voru oft að tala við hann um kirkjumálefni og hörmuðu hvað blöðin væri veraldleg, og að nú væri svo komið að þau fengist trauðla til þess að birta kirkju- frjettir, en sæktust því meir eftir íþróttaf r j ettum, glæpaf r jettum, pólitískum frjettum o. s. frv. Walker hafði gerst blaðamaður við „Herold Leader“ í Menomince þegar hann hafði lokið háskóla- prófi, og hann vissi vel hvernig á því stóð að blöðin vildu ekki kirkju frjettir. Það var eingöngu vegna þess hvað þær voru yfirleitt illa stílaðar. Hann íhugaði málið, en sá ekki neina leið til þess að bæta úr þessu. Nemendur hans í skólanum voru fáir, og aðeins þrír þeirra höfðu sýnt nokkurn áhuga fvrir að skrifa um trúmál. En svo var það einn góðan veð- urdag að hann fekk þykt brjef frá Nýa Englandi. í því var ágætlega rituð grein um kristileg málefni Brjef fylgdi með og í því stóð með- al annars: „Að vissu leyti er jeg nemandi yðar. Kærastan mín er á skólan- um hjá yður og hún er svo hrifin af því að hún skrifar mjer á hverju kvöldi og útlistar fyrir mjer náms- efni dagsins. Jeg hefi notað brjef hennar sem nokkurskonar brjefa- skóla og leyfi mjer nú að senda yður meðfylgjandi grein til þess að vita hvað þjer segið um hana ....“ Þá var eins og augu Walkers opnuðust. Úr því að kærustu sendi- brjef gátu kent kærastanum slíka ritleikni, hvers vegna væri þá ekki hægt að kenna hana í brjefa- skóÞ? Hann fór til margra kennimanna og útlistaði þessa hugmynd sína. En þeir tóku henni fálega: „Blöð- in vilja ekki kirkjufrjettir“, sögðu þeir. „Við sendum þeim annað veif ið frjettir, en þau stinga þeim undir stól“. Að lokum rakst V/alker þó á prest, sem varð hrifinn af hug- myndinni. Hann heitir Kenneth Olsen og er af norrænu bergi brot- inn. Hann lofaði að gera alt sem hann gæti til að útvega nemend- ur í þennan brjefaskóla. Svo stofnaði Walker skólann og nefndi hann „Christian Writers Institut“. Hann setti smáauglýsing- ar um skólann í pokkur kristileg rit — og á tæpum mánuði hafði hann fengið 200 nemendur. Einn af þeim fyrstu, sem gaf sig fram, var námamaður í Penn- sylvaníu. Hann skrifaði’ „Jeg varð trúaður fyrir skemstu — við bana- beð konu minnar. Nú langar mig til þess að verða svo ritfær að jeg geti orðið samverkamönnum mín- um að liði“. Þessi maður skrifar nú að staðaldri kristilegar grein- ir í málgagn kolanámumanna. Þetta brjef kom frá Mateo Dollentas í Culion á Filippseyjum: „Jeg er holdsveiki-sjúklingur, Að- al þrá mín er að verða ritfær. Jeg get ekki borgað neitt, en ef þjer viljið taka mig í brjefaskólann þá skal jeg borga yður undir.eins þeg- ar jeg fæ ritlaun“. Námsfjeð er að- eins 15 dollarar og fer mest megn-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.