Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1949, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1949, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 83 RÖÐIN KOMIN AÐ AFRÍKU LENGI HEFIR verið viðkvæðið að alt sje mest í Ameríku. En það er ekki víst að þetta verði altaf svo, að minsta kosti ekki þegar menn vita upp á hvað Afríka hefir að bjóða. „Altaf kemur eitthvað nýtt frá Afríku“, sagði sagnaritarinn Hero- dotus 400 árum áður en Kristur fæddist. Og þó þektu menn þá mjög lítið til þeirrar víðlendu heimsálfu. Og hinn mentaði heimur á eftir að kynnast henni betur. Um langa hríð verður það eflaust sannmæli, að altaf komi eitthvað nýtt frá Af- ríku. Ef vjer gerum nú dálítinn sam- anburð á henni og Ameríku, þá sjáum vjer fyrst að öll Norður- Ameríka og Ástalía gæti komist þar fyrir og væri þó eftir breið skák alt um kring. Að hið mikla Michigan-vatn gæti hæglega komist fyrir í Viktoria- vatninu, án þess að ná til skipa- leiða með ströndum fram. Að Niagara-fossarnir eru helm- ingi lægri en Viktoria-fossarnir og ekki nærri því eins breiðir og vatnsmiklir. Það er álíka langt frá Kairo í Egyptalandi til Höfðaborgar syðst í Afríku, eins og frá Kairo til Pek- ing í Kína. í Afríku eru til margs konar þjóðflokkar. Þar eru hinir risa- vöxnu Watussi, sem eru 8 fet á hæð, og þar eru Pygmies og Busk- menn, sem eru sannkallaðir dverg- ar. Afríka hefir einhvern veginn orðið aftur úr. En nú spá margir gáfumenn því að röðin sje komin að henni og að næstu öld megi kalla Afríku-öld, alveg eins og seinustu hundrað árin eru sannnefnd Am- eríku-öld. Á sandauðnum Norður-Afríku. Álfan er ákaflega víðlend — 5000 mílur á lengd og 4600 mílur á breidd, og að flatarmáli 11 Vz milj. fermílna. En þar eru ekki nema 160 miljónir manna, eða álíka og í Bandaríkjunum. Um helmingur af flatarmáli álf- unnar og helmingur íbúanna er undir breskum yfirráðum. Og fyr- irætlanir Breta í Afríku gefa dá- litla hugmynd um það hvers sje að vænta úr þeirri átt í framtíð- inni. Nú er það öllum ljóst, að Bret- ar eiga við mikla örðugleika að stríða heima fyrir. En stjórnin hef- ir gert tíu ára áætlun um fram- kvæmdir í Afríku, og á því tíma- bili ætlar hún að leggja fram 250 miljónir sterlingspunda til vega- bóta, járnbrauta, flugferða, sigl- inga, sjúkrahúsa, landbúnaðar, hafna, námureksturs, aflstöðva o. s. frv. Þetta samsvarar alt að 6750 miljónum króna. En útgjöld þessi eru einn þátturinn í viðreisn hins breska ríkis. Afríka á að verða lyftistöng þess. í Lesbók hefir áður verið skýrt frá hinum miklu framkvæmdum bresku stjórnarinnar um ræktun olíuhneta í Afríku. Þetta er hið langstærsta ræktunarfyrirtæki, sem nokkurn tíma hefir átt sjer stað í heiminum og í öllum lönd- um heims er mikið um þetta tal- að. Ætlunin er að ryðja og rækta 3 miljónir ekra af óræktarlandi á hásljettunni í Austur-Afríku og koma þar upp 100 olíuhnetu-búum, sem hvert verður 30.000 ekra. Nú þegar hafa 18.000 ekra verið rudd- ar, þrátt fyrir mikla erfiðleika, og það var sáð í þær í desember. Úr olíuhnetum er framleitt feitmeti. Stórkostlegar vatnavirkjanir eru líka á döfinni. Ráðgert er að reisa stærstu aflstöðina í Karibe Gorge í Zambesi-fljóti á landamærum Suður- og Norður Rhodesíu. Verð-V ur þá þarna mesta uppistaða í heimi, eða stærri en uppistöðurnar við fjögur stærstu orkuverin í Bandaríkjunum. Er áætlað að þetta mannvirki muni kosta 18 miljónir sterlingspunda. Rhodesia tekur þátt í kostnaðinum og verður þarna nóg Frh. á bls. 87.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.