Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1949, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1949, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Tf'i &<? 87 ar — en einnig fangbrögð við ó- blíð náttúruöflin. Framkoma hans er djarfmannleg, frjáls og prúðmannleg og hrein- leiki sálar hans er jafnmikill og hreinlæti líkama hans. Hann er ímynd hins fullkoma þjóðfjelagsborgara. Hann er lög- hlýðinn (í besta lagi), — brýtur aldrei settar reglur — hann vill ekki og hann getur ekki haft rangt við í leik, — þótt freistandi tæki- færi bjóðist — og hann hlítir úr- skurði löglegs dómara möglunar- laust, hvort eð honum líkar hann betur eða verr. Þjóðrækinn er hann í bestu merkingu þess orðs og ber fyrst og fremst hag og heiður lands síns fyrir brjósti. Skoðanir hans eru ákveðnar og orð hans standa eins og stafur á bók, — hann er því heiðarlegur í öllum viðskiftum og eigi verður honum mútað. Hann er í einu orði sagt: Fair- play-maðurinn í fyllstu merkingu þess orðs. Jeg hefi nú í fám orðum dreg- ið upp mynd hins sanna íþrótta- manns, eins og hann kemur mjer fyrir sjónir. — Jeg veit að þjer eruð mjer sammála um, að slík lyndiseinkunn — slík sál — hæfir fögrum og vel þroskuðum líkama best. — Það er ánægjulegt að skygn- ast inn í sálarheima íþróttanna, þar sem hinn sanni íþróttaandi rík- ir og þar sem einstaklingarnir bera á sjer aðalsmerki skapgerðar, sem þeirrar, er hjer var reynt að lýsa. í heimi íþróttanna ríkir fremur en nokkurstaðar annars staðar — víðsýni, samhugur, samtök — frið- ur og rjettlæti. Þar eru afrekin virt, metin og viðurkend, án alls tillits til þjóð- ernis, kynþátta, kynja eða stjetta — og á þau litið sem ávöxt í- þróttanna en ekki sem takmark þeirra. RÖÐiN KOMIN AÐ AFRÍKU Frh. af bls. 83. rafmagn til þess að framleiða 500.000 smál. af gaddavír á ári, og uppfylla auk þess þarfir l&ndsbúa. En uppistaðan verður líka notuð til vatnsveitinga. Aðrar uppistöður verða líka gerð- ar í Suður-Afríku og enn fremur í Uganda og Ethiopia (Abvssiníu). Þegar þær eru fullgerðar verður hægt að gera eyðimerkur Sudans jafn frjósamar og Níldalinn. Ótrúlega mikil auðæfi eru fólg- in í jörð í Afríku. í belgiska Kongo, sem er hjarta álfunnar, eru stærstu námur heims af „pitchblende". En úr því fæst úraníum og úr úraníum fæst kjarnorka. í Suður-Rhodesíu eru asbest nám ur og er asbestið í löngum þráð- um, sem hægt er að spinna. Ógrynni af chrome eru á 320 mílna löngu og þriggja mílna breiðu svæði í Suður-F.hodesía. Þaðan er chrom selt út um allan heim, og það getur vel verið að chromið á bílnum þínum sje það- an. í Suður-Rhodesíu, hjá Wankie er svo að segja ósnert kolanáma. Kolalagið er 25—40 fet á þykt og nær yfir 400 fermílna svæði. Er giskað á að þarna sje um 4000 miljónir smálesta af kolum. í Norður-Rhodesíu eru kopar- Háttvirtu íþróttakonur og menn. Verið samtaka um að bera merki íþróttanna hátt — að útbreiða hinn sanna íþróttaanda uns hann gagn- sýrir ekki einungis íþróttafólkið sjálft, heldur smýgur inn í með- vitund heilla þjóða. Mun hann þá verða þungur á metunum til þess að þoka mannkyninu áfram á braut friðar og bræðralags. ... * Ráðhúsið í Bulavayo. námur og er giskað á að þar megi nema um 600 miljónir smálesta af koparblendingi. Hinar heimsfrægu gullnámur hjá Witwatersrand í Suður-Afríku fundust árið 1887. Síðan hefir ver- 1 ið grafið þar gull fyrir 45000 miljón ir sterlingspunda. Námugöngin eru komin niður í 8000 feta dýpi og nú nýlega hafa menn uppgötvað meira gull en þá hafði dreymt um. Um fjölda ára hefir allur heim- ur fengið demanta frá Suður-Af- ríku, og er líklegt að svo verði enn um langt skeið. Nú hafa nýlega fundist demantanámur hjá Tang- anyika, svo að það verður enginn hörgull á demöntum un ófyrirsjá- anlega framtíð. En eigendur nám- anna hafa trygt það að framleiðsl- an verði ekki svo mikil, að demant- ar falli í verði. Já, Afríka er auðugt land — þar eru auk þessa járnnámur, ,bauxite‘, mahogny, vatnsafl, nóg lándrými og ótal auðæfi önnur. Það er því

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.