Lesbók Morgunblaðsins - 10.04.1949, Side 14

Lesbók Morgunblaðsins - 10.04.1949, Side 14
202 LESBÓK MORGUNBLAÐSiNS leiða Ijós, hita og orku eins og með þarf og fyrir svo lítið verð, að engan dregur um það. Auðvit- að verða þá einnig til margar verksmið'ur. En menn þurfa ekki að vinna þa” rema stutta stund úr degi til pe^s að framleiða meiri vörur he dur en mannkynið þarfn- ast. Þessar verksmiðjur verða þá notaðar til að framleiða nýa málma, ný einangrunarefni til hús- bygginga, nýer vefnaðarvörur og nýar matvörur. Enn fremur verða þar smíðuð ný flutningatæki, sem tæplega verður sagt um að háð sje tíma og rámi, og geta verið í ferð- um heilt ár með einum hektólítra af atomeldsneyti. í atomborginni verður stór sjúk- dóma rannsóknarstofnun. En þar verður annaðhvort lítið sjúkrahús eða ekkert, því að flestir sjúkdóm- ar verða læknaðir um leið og þeir þekkjast. Finnist yður þetta ótrúlegt, þá skuluð þjer aðeins iiugsa yður hvað steinaldarmanninum, sem bjó í helli, mundi hafa fundist ef hann hefði sjeð nýtísku borg. Það er álíka mikill munur á steinaldar- manninum og okkur, eins og verð- ur á okkur og atomaldarmannin- uin. ★ Kjarnorkan er þegar tekin í notk un læknavísindanna um allan heim. Með smásjá og röntgengeisl- um geta Iæknar nú fylgst með ýms um breytingum í líkamanum og á þann hátt aflað sjer þeirrar vitn- eskju er þarf, til þess að geta Iækn- að margs konar sjúkdóma. En í mannlegum líkama eru margar meinsemdir, sem hann fær ekki sjeð nje skilið. Þess vegna deyr fólk unnvörpum úr krabbameini, berklum, blóðtruflunum og ýmsum öðrum meinsemdum. Læknirimi getur hnað þjáningar manna, en ekki lækr.að þá. Méð aðstoð ge^slavirkra „iso- tops“, sem framleiddir eru í kjarn- orkustöðvunum, má gera manns- líkamann gagnsæan sem gler. Það er því ástæða til að vona að brátt takist að sjá hvernig á því stend- ur að hin svonefnda g gt skempair ýmist liðamót eða taugavefinn. Cg þá munu finnast meðul, sem geta læknað það. Um krabbamein er öðru máli að gegna. Þar er ekki um að ræða að finna læknislyf, heldur ástæðuna til þess að krabba mein myndast. Menn vita að það er ofvöxtur í frumum. En hvernig stendur á því að slíkur ofvöxtur hleypur í þær? Og hvað veldur vexti yfirleitt? Læknar vita að ef líkaminn fær fosfór, þá breytist hann í bein og beinin vaxa. En þeir vita ekki með hvaða hætti það verður. Með hjálp geislavirkra „isolops“ verður hægt að fylgjast með þessum vexti, skilja af hverju hann stafar. Og þá er stigið spor í áttina íil skiln- ings á því hvað vöxtur er. Hið sama gildir í raun og veru um krabbamein. Þegar menn hafa fundið ástæðuna til þess að ofvöxt- ur hleypur í frumurnar, þá finn- ast ráð til að hindra þenrian of- vöxt. Og þá getur vel verið að sama aðferðin og höfð var við rannsóknina dugi til þess uð lækna. Krabbamein hefir verið læknað með geislum. En það hefir ekki verið nóg til af radíum til að lækna alla. Það er ekki til meira af radíum í heiminum en vel kæm- ist fyrir í litlum vindlakassa. En kjarnorkan getur gert önnur efni sjálfgeislandi. Það eru hinir svo- nefndu „isotops“, og nú er hægt að framleiða ótölulegan grúa þeirra á stuttum tíma og með litlum kostnaði. Næsta sporið er að finna aðferð til þess að senda þessa geisla eins og skotfleyg inn í sjálít krabbameimð og eyða því, án þess að valda skemdum á líkamsvefj- unum. Jeg er viss um að vjer hóf- um sigrast á krabbaraeimnu áður en 7 ár eru liðin. \ Gullgerðarmenn hefir öldum saman dreymt um það að breyta kvikasilfri í gull. Það hefir eigi tekist enn að framleiða gull með kjarnorkunni, en jeg er viss um að það er hægt og verður gert IVi áske hefir það tekis: áður en þetta birt- ist á prenti. Mönnum hefir þegar tekist að breyca gulli í kvikasilf- ur. Geysilega þýðingu mun kjarn- orkan líka fá við leit að olíulind- um. Ótal ráða hefir verið leitað áð- ur í því skyni, en nú koma hinir sömu „isotops“ hjer að gagni eins og í læknislistinni. Með þeim er hægt að gera jörðina gagnsæa og finna hvar olíulindir eru fólgnar og sjú hve mikið olíumagn þar muni vera. Fljótt á litið mun svo virðast, sem þetta sje hættulegt, því að þá verði allar olíulindir þurausnar bráðlega. En hættan er engin. Þótt vjer tæmum allar olíulindir heims- ins, þá getum vjer með hjálp kjarnorkunnar framleitt meiri olíu, en vjer höfum þörf íyrir. ★ Þetla eru ekki draumórar. Þetta * eru staðreyndir. Vjer erum á vegamótum. Til annarar handar er friðar- braut og meiri hfsþægindi en oss hefir nokkurn tima dreymt um. Til liinnar handar er vegur styrj- aldar og eyðing alis lífs á jörð- inni. í fyrsta sinn frá því að jörð var sköpuð, höfum vjer nú framtíð- ina í vorum liöndum, forlög vor góð eða ill. Vjer verðum að ákveða áður en fimm ár eru liðin hvorn veginn vjer ætlum að fara.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.