Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.1949, Page 6

Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.1949, Page 6
210 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS óþarfa viðkvæmni. Aldrei verður það þurkað út, að vjer vorum und- ir danskan konung gefnir þegar húsið var reist. Þetta skraut er tákn síns tíma og fylgir húsinu sem forngripur nú, og menn mundi síð- ar iðra þess, ef hann væri afmáður. Og ekki finst mjer að það ætti að draga úr frelsisást þjóðarinnar bótt hún hafi fyrir augum tákn þeirra tíma er hún var ófrjáls. Það ætti miklu fremur að minna hana á það að glata ekki fengu frelsi. Annað skraut var einnig sett framan á húsið í upphafi. Voru það skildir tveir og á annan markað danska ljónið en hinn flatti þorsk-* urinn. Nefnd, sem kosin var á Al- þingi 1881 til þess að gera tillögur um umsjá hússins, lagði til að þessi skildir væru teknir burt, því að þeir væru svo litlir og óálitlegir að þeir óprýddu fremur húsið en prýddu það. Ekki varð samt úr því að þeir væri teknir niður þá. Þessi nefnd athugaði einnig hvað gera skyldi við Alþingishússjóð- inn er safnað var til með samskot- um og ekki hafði verið notaður. Sá sjóður var nú 1705 krónur. Leit nefndin svo á, að samkvæmt boðs- brjefinu hafi fjeð einungis verið gefið til þess að reisa húsið, og verði því ekki varið til neins ann- ars, ekki einu sinni til nauðsvnlegra áhalda hússins. Lagði nefndin því til, að sjóðnum yrði vanð ,,til þeirra myndaskrifta, sem ætlast er til að pentaðar verði á veggi þing- salanna.“ Söfnin Þingi var slitið 27. ágúst um sumarið og var þá þegar byrjað á því að flytja þangað Stiftsbóka- safnið (Landsbókasafnið). Hafði það fyrst verið á kirkjuloftinu en flutt þaðan í skólabókhlöðuna þeg- srr viðgerð dómkirkjunnar hófst 1879. Safnið fekk nú inni á neðstu hæð þinghússins, þar sem nú eru skrifstofur forseta íslands. Hafði safnið aukist mjög þetta sumar, því að nú hafði því bæst bókasafn Jóns Sigurðssonar (það kom hirg- að í 34 stórum kössum). Enn frem- ur hafði A. F. Krieger geheime- statsráð sent safninu allmikið af bókum. Það tók nokkurn tíma að koma bókunum fyrir og safnið var ekki opnað fyrir almenning fyr en 6. mars 1882. „Á það að vera opið kl. 12—3 á mánudögum, miðviku- dögum og laugardögum, og á hver, sem er þokkalegur og hreinn, kost á að fá þann tíma, sem safnið er opið, að lesa á lestrarsal þær bæk- ur safnsins og handrit er hann ósk- ar eftir og eigi eru þá hjá öðrum.“ Forngripasafnið var flutt í þing- húsið haustið 1881 og fekk það þar inni á efstu hæð. Var safnið opið kl. 1—2 á miðvikudögum og laug- ardögum og varð þegar n^ikil að- sókn að því. Kom stundum rúm- lega 100 manns á dag að skoða það. Eftir því sem gripum fjölgaði á forngripasafninu v gerðist þrengra um það í þessum húsakynnum og var svo komið að þau voru alveg óviðunandi. Þegar Landsbankahús- ið var bygt, var svo forngripasafnið flutt þangað og haft þar uppi á lofti. En í Alþingishúsið var þá flutt Þjóðskjalasafnið, sem Hilmar Finsen landshöfðingi stofnaði 1882 og fram að þeim tíma hafði verið geymt á dómkirkjuloftinu. Árið 1908 voru svo öll söfnin flutt í hið nýja Safnhús við Hverfisgötu. Þetta hús var bygt skamt fyrir of- an Arnarhól og var dálítið ein- kennilegt að söfnin skyldi nú flutt þangaiji, svo að segja á þann stað þar sem ekki þótti fært að reisa Alþingishúsið 28 árum áður, vegna þess að þá kæmi söfnin fólki ekki að notum, vegna þess hvað þau yrði afskekt. Þriðja safnið, sem fekk inni í Al- þingishúsinu frá upphafi, var hús- munasafn Jóns Sigurðssonar. Er það þar enn. Tryggvi Gunnarsson hafði keypt húsgögnin í Kaup- mannahöfn að Jóni látnum, og gaf þau landinu. Alþingishússgarðurinn Ekkert varð úr því að bygging- arsjóðnum yrði varið til að skrevta þingsalina. Lá það mál í þagnar- gildi fram til 1889. Þá kom fram í þinginu tillaga um að fjenu yrði varið til þess að raflýsa þinghúsið. Hún fekk ekki byr, og enn lá málið niðri um hríð. En á þingi 1893 var skipuð nefnd til að gera tillögur um hvernig sjóðnum skyldi varið; hann var þá orðinn 2509.67 kr. Nefndin leit svo á að rjettast væri að verja honum til að prýða Alþingishúsið sjálft eða umhverfi þess. „Og með því að húsið sjálft er svo að segja nýtt og allprýðilegt, en ekkert hefur verið gert til þess að prýða neitt í kring um það, virð- ist oss að það ætti að ganga fyrir. Það er einkum tvent, sem nefnd- inni virðist nauðsyn að gera: Að setja járngrindur meðfram fram- hlið hússins og að girða það svæði, sem húsinu fylgir og liggur fyrir sunnán það, svo að þar verði gerð- ur skrautgarður.“ Lóðin hafði fram að þessu verið í hinni mestu vanhirðu, eins og sjest á umræðum í þinginu. Einn sagði: „Þar er rusl, afhögg af grjóti og möl, hvað innan um annað.“ — Annar sagði að þar væri mest- megnis aska. Þriðji sagði að þetta svæði væri „aftökustaður fyrir sorp nábúanna og gróðrarstía fyrir alls konar illgresi." Þingið samþykti till. nefndarinnar og forsetar á- kváðu að láta girða lóðina með steingarði. Fengu þeir því til veg- ar komið hjá bæjarstjórn að lóðin var gerð nokkum veginn hornrjett, „45 álnir að sunnan og norðan og 54 álnir að austan og vestan." Og þannig varð þá „alþingishús-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.